Segir verkfallsaðgerðir ekki viðeigandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. febrúar 2024 18:39 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir tímapúnkturinn ekki réttur fyrir verkfallsaðgerðir. Vísir/Einar Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist þykja það mjög miður að samninganefnd Eflingar upplifi að trúnaðarbrestur hafi orðið í viðræðunum og skoði verkfallsaðgerðir. Hún segir að það hafi ekki verið ætlun samninganefnd Samtaka atvinnulífsins að sýna viðsemjendum sínum neina vanvirðingu og að öll samskipti fylkinganna fram að síðustu dögum hafi verið til fyrirmyndar.„Við trúum því að núna sé ekki tímapúnkturinn til að fara í átakafarvegi,“ segir Sigríður í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Verkfallsaðgerðir ekki viðeigandi Sigríður segir að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hafi lagt sig fram við að sýna trúnað og vera einlæg en að allir geti gert mistök. Boðleiðir geti verið misskýrar og að það geti allir gert betur í þeim efnum. „Við þurfum í rauninni bara að tala okkur saman í gegnum þær aðstæður sem upp koma. Og það er það sem við erum að fara að gera á morgun. Við erum að fara að hittast við samningaborðið klukkan níu í fyrramálið til þess að halda áfram með þetta verkefni,“ segir Sigríður. Fulltrúum Samtaka atvinnulífsins finnist þó ákvörðun Eflingar að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudaginn kemur ekki viðeigandi vegna mikillar óvissu bæði hérlendis vegna náttúruhamfara og á alþjóðavettvangi. Þegar aðstæður eru með þeim hætti sé mikilvægt að fækka óvissuatriðum eins og kostur er. „Við vitum líka að þessi verðbólga sem við búum við er of mikil og vextirnir eru háir og landsmenn eiga skilið að bæði breytist. En forsenda fyrir því er auðvitað friður á vinnumarkaði og að okkur takist að gera þessa langtímakjarasamninga,“ segir Sigríður. Markmiðið sé tímamótasamningur Hún segir að mikilvægt sé að höfða til allra sem sitja við samningaborðið að klára verkefnið. „Ég veit að við getum það. Við höfum sýnt það og munum sýna það. Við höldum áfram þangað til verkefnið er búið en það þarf að klára verkefnið til þess að aðrir átti sig á því að það eru breyttar aðstæður,“ segir Sigríður. „ Þetta allt tekur tíma. En við erum komin svo langt og við munum svo sannarlega ekki gefast upp. Þetta endar að sjálfsögðu með kjarasamningi en markmiðið er auðvitað að þetta endi með kjarasamningi sem er tímamótasamningur sem getur náð þessum markmiðum,“ segir hún. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14 Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir atkvæði á mánudag Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi. 29. febrúar 2024 12:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Hún segir að það hafi ekki verið ætlun samninganefnd Samtaka atvinnulífsins að sýna viðsemjendum sínum neina vanvirðingu og að öll samskipti fylkinganna fram að síðustu dögum hafi verið til fyrirmyndar.„Við trúum því að núna sé ekki tímapúnkturinn til að fara í átakafarvegi,“ segir Sigríður í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Verkfallsaðgerðir ekki viðeigandi Sigríður segir að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hafi lagt sig fram við að sýna trúnað og vera einlæg en að allir geti gert mistök. Boðleiðir geti verið misskýrar og að það geti allir gert betur í þeim efnum. „Við þurfum í rauninni bara að tala okkur saman í gegnum þær aðstæður sem upp koma. Og það er það sem við erum að fara að gera á morgun. Við erum að fara að hittast við samningaborðið klukkan níu í fyrramálið til þess að halda áfram með þetta verkefni,“ segir Sigríður. Fulltrúum Samtaka atvinnulífsins finnist þó ákvörðun Eflingar að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudaginn kemur ekki viðeigandi vegna mikillar óvissu bæði hérlendis vegna náttúruhamfara og á alþjóðavettvangi. Þegar aðstæður eru með þeim hætti sé mikilvægt að fækka óvissuatriðum eins og kostur er. „Við vitum líka að þessi verðbólga sem við búum við er of mikil og vextirnir eru háir og landsmenn eiga skilið að bæði breytist. En forsenda fyrir því er auðvitað friður á vinnumarkaði og að okkur takist að gera þessa langtímakjarasamninga,“ segir Sigríður. Markmiðið sé tímamótasamningur Hún segir að mikilvægt sé að höfða til allra sem sitja við samningaborðið að klára verkefnið. „Ég veit að við getum það. Við höfum sýnt það og munum sýna það. Við höldum áfram þangað til verkefnið er búið en það þarf að klára verkefnið til þess að aðrir átti sig á því að það eru breyttar aðstæður,“ segir Sigríður. „ Þetta allt tekur tíma. En við erum komin svo langt og við munum svo sannarlega ekki gefast upp. Þetta endar að sjálfsögðu með kjarasamningi en markmiðið er auðvitað að þetta endi með kjarasamningi sem er tímamótasamningur sem getur náð þessum markmiðum,“ segir hún.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14 Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir atkvæði á mánudag Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi. 29. febrúar 2024 12:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14
Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir atkvæði á mánudag Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi. 29. febrúar 2024 12:00