Liam Neeson í nýrri Naked Gun í stað Leslie Nielsen Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. febrúar 2024 15:00 Liam Neeson fer með frægasta hlutverk Leslie Nielsen sem Frank Drebin í nýrri Naked Gun mynd. Vísir/Getty Bandaríska kvikmyndaverið Paramount Pictures ætlar að endurgera Naked Gun grínmyndirnar í nýrri mynd. Þar á Liam Neeson að taka að sér hlutverk lögreglufulltrúans Frank Drebin sem Leslie Nielsen gerði ódauðlegan. Leslie Nielsen lést árið 2010 84 ára gamall. Leikarinn fór með aðalhlutverkið í grínmyndunum en sú fyrsta kom út árið 1988. Myndirnar urðu gríðarlega vinsælar en um var að ræða fyrsta grínhlutverk Nielsen. „Ég hef hægt og bítandi uppgötvað að síðustu 35 ár hef ég alltaf verið ráðinn til að leika sömu týpuna og ég er loksins að fá að gera það sem mig langaði að gera,“ sagði Nielsen eitt sinn um hlutverkið. Fram kemur í umfjöllun ABC að nýja endurgerðin muni koma út í júlí á næsta ári, 2025. Akiva Schaffer mun fara með leikstjórn myndarinnar en hann leikstýrði meðal annars grínmyndinni Hot Rod. Hann mun að sama skapi skrifa handrit myndarinnar auk þeirra Dan Gregor og Doug Man. Þeir eru helst þekktir fyrir að hafa skrifað handrit kvikmyndarinnar um Snar og Snögg frá 2022, Chip 'N Dale: Rescue Rangers. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Leslie Nielsen lést árið 2010 84 ára gamall. Leikarinn fór með aðalhlutverkið í grínmyndunum en sú fyrsta kom út árið 1988. Myndirnar urðu gríðarlega vinsælar en um var að ræða fyrsta grínhlutverk Nielsen. „Ég hef hægt og bítandi uppgötvað að síðustu 35 ár hef ég alltaf verið ráðinn til að leika sömu týpuna og ég er loksins að fá að gera það sem mig langaði að gera,“ sagði Nielsen eitt sinn um hlutverkið. Fram kemur í umfjöllun ABC að nýja endurgerðin muni koma út í júlí á næsta ári, 2025. Akiva Schaffer mun fara með leikstjórn myndarinnar en hann leikstýrði meðal annars grínmyndinni Hot Rod. Hann mun að sama skapi skrifa handrit myndarinnar auk þeirra Dan Gregor og Doug Man. Þeir eru helst þekktir fyrir að hafa skrifað handrit kvikmyndarinnar um Snar og Snögg frá 2022, Chip 'N Dale: Rescue Rangers.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira