Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir atkvæði á mánudag Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. febrúar 2024 12:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir ræstingafólk á höfuðborgarsvæðinu búa við verst kjör allra á vinnumarkaði og þess vegna valdi samninganefnd Eflingar að sá hópur fengi tækifæri til að leggja niður störf. Vísir/Arnar Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi. Atkvæðagreiðslan um mögulegt verkfall verður auglýst á morgun en svo hefst hún á mánudaginn klukkan fjögur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að það sé sérstök ástæða fyrir því að hópurinn sem starfar við ræstingar hafi verið valinn. „Já, ræstingafólk hér á höfuðborgarsvæðinu það býr við verst kjör allra á íslenskum vinnumarkaði. Ég hvet fólk til þess að skoða til dæmis könnun vörðu, rannsóknarmiðstöðvar atvinnulífsins um kjör ræstingafólks þannig að við teljum að rétt og eðlilegt sé að gefa þeim tækifæri til þess að berjast fyrir bættum kjörum, við teljum að þar sé ríkulegur verkfallsvilji og svo er það eining svo að breiðfylkingin hefur sett baráttuna fyrir bættum kjörum ræstingafólks á oddinn í þessum kjaraviðræðum.“ Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði boðað breiðfylkinguna og Samtök atvinnulífsins til fundar í fyrramálið klukkan níu. „Efling mætir ásamt félögum sínum í breiðfylkingunni a þann fund og svo á morgun, seinna munum við jafnframt í samninganefnd Eflingar funda með samtökum atvinnulífsins.“ Sólveig telur að verkfallsvilji sé ríkur hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa við ræstingar. „Í síðustu kjaradeilu þá var ræstingafólk búið að samþykkja verkfallsboðun samtök atvinnulífsins settu á Eflingu verkbann þannig að af þessum verkföllum varð ekki. Við höfum einnig í yfirstandandi kjaradeilu látið framkvæma könnun um verkfallsvilja hjá ræstingafólki Eflingarmeðlima, 80% þeirra sem svöruðu þeirri könnun sögðust tilbúin til að leggja niðurstörf til að knýja á um betri kjör. Þannig að já, ég tel að verkfallsvilji þessa hóps sé mjög mikill,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Tengdar fréttir Funda ekki í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins funda ekki í dag. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið. 29. febrúar 2024 10:45 Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14 „Gjörsamlega misboðið yfir stöðunni“ Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið. 28. febrúar 2024 16:37 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Sjá meira
Atkvæðagreiðslan um mögulegt verkfall verður auglýst á morgun en svo hefst hún á mánudaginn klukkan fjögur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að það sé sérstök ástæða fyrir því að hópurinn sem starfar við ræstingar hafi verið valinn. „Já, ræstingafólk hér á höfuðborgarsvæðinu það býr við verst kjör allra á íslenskum vinnumarkaði. Ég hvet fólk til þess að skoða til dæmis könnun vörðu, rannsóknarmiðstöðvar atvinnulífsins um kjör ræstingafólks þannig að við teljum að rétt og eðlilegt sé að gefa þeim tækifæri til þess að berjast fyrir bættum kjörum, við teljum að þar sé ríkulegur verkfallsvilji og svo er það eining svo að breiðfylkingin hefur sett baráttuna fyrir bættum kjörum ræstingafólks á oddinn í þessum kjaraviðræðum.“ Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, sagði í samtali við fréttastofu að hann hefði boðað breiðfylkinguna og Samtök atvinnulífsins til fundar í fyrramálið klukkan níu. „Efling mætir ásamt félögum sínum í breiðfylkingunni a þann fund og svo á morgun, seinna munum við jafnframt í samninganefnd Eflingar funda með samtökum atvinnulífsins.“ Sólveig telur að verkfallsvilji sé ríkur hjá félagsmönnum Eflingar sem starfa við ræstingar. „Í síðustu kjaradeilu þá var ræstingafólk búið að samþykkja verkfallsboðun samtök atvinnulífsins settu á Eflingu verkbann þannig að af þessum verkföllum varð ekki. Við höfum einnig í yfirstandandi kjaradeilu látið framkvæma könnun um verkfallsvilja hjá ræstingafólki Eflingarmeðlima, 80% þeirra sem svöruðu þeirri könnun sögðust tilbúin til að leggja niðurstörf til að knýja á um betri kjör. Þannig að já, ég tel að verkfallsvilji þessa hóps sé mjög mikill,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Tengdar fréttir Funda ekki í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins funda ekki í dag. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið. 29. febrúar 2024 10:45 Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14 „Gjörsamlega misboðið yfir stöðunni“ Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið. 28. febrúar 2024 16:37 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Sjá meira
Funda ekki í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins funda ekki í dag. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið. 29. febrúar 2024 10:45
Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14
„Gjörsamlega misboðið yfir stöðunni“ Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið. 28. febrúar 2024 16:37