Skagi inn í Kauphöllina í stað VÍS Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. febrúar 2024 08:28 Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga. Skagi er nýtt móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar. Framtíðarskipulag samstæðunnar hefur verið kynnt og samþykkt af hluthöfum með tilfærslu tryggingareksturs í dótturfélag. Skagi verður skráða félagið í félagið í Kauphöll Íslands, sem áður var undir merkjum VÍS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að með sameiningu VÍS, Fossa og SIV verði til nýtt afl á fjármálamarkaði sem stefni á arðbæran vöxt á sviði trygginga, fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringar. Félögin verði dótturfélög hins nýja félags. Segir í tilkynningunni að á síðasta ári hafi farið mikill kraftur í sameiningu félaganna og er samþættingu þeirra nú lokið. Nýtt nafn og vörumerki var kynnt til sögunnar í gær samhliða boðun til aðalfundar þann 21. mars næstkomandi. Fyrsta uppgjör nýrrar samstæðu var birt í kauphöllinni eftir lokun markaða í gær. 300 tillögur í nafnasamkeppni Þá kemur fram í tilkynningunni að eftir ítarlega leit, þar sem starfsfólk samstæðunnar skilaði inn hátt í þrjú hundruð tillögum, hafi fundist nafn sem stóðst allar kröfur. Nafnið Skagi sé innblásið af íslenskri náttúru, styrk hennar og samspili við líf fólksins í landinu. Það vísi í stórt nes eða langan höfða og þykir kröftugt en er á sama tíma stutt og hljómfagurt. Er þess getið að hinir ýmsu skagar landsins teygi sig tignarlega frá meginlandinu með fallegu útsýni yfir land og sjó. Tröllaskagi, Skipaskagi, Tindaskagi, Garðskagi og Skagatá. Skaga sé að finna í öllum landshlutum. Nafnið sé viðeigandi fyrir fyrirtæki með djúpar rætur í íslensku samfélagi líkt og tryggingafélagið en vísi í einnig í markmið félagsins að tengja íslenskt atvinnulíf við erlenda markaði. Samstæðan búi að langri og farsælli sögu í tryggingarekstri, framsækni í fjármálaþjónustu og langtímaárangri í fjárfestingum. Áhersla sé lögð á framúrskarandi þjónustu og traust langtímasamband við viðskiptavini. „Frá því að sameining félaganna var frágengin í byrjun október á síðasta ári hefur mikil vinna farið fram í tengslum við samþættingu þeirra og innleiðingu á framtíðarfyrirkomulagi samstæðunnar. Nú þegar samþættingu er lokið kynnum við nýtt nafn og vörumerki móðurfélagsins til sögunnar. Nýtt afl á fjármálamarkaði er tilbúið til sóknar,“ segir Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga. Skagi Kauphöllin Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að með sameiningu VÍS, Fossa og SIV verði til nýtt afl á fjármálamarkaði sem stefni á arðbæran vöxt á sviði trygginga, fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringar. Félögin verði dótturfélög hins nýja félags. Segir í tilkynningunni að á síðasta ári hafi farið mikill kraftur í sameiningu félaganna og er samþættingu þeirra nú lokið. Nýtt nafn og vörumerki var kynnt til sögunnar í gær samhliða boðun til aðalfundar þann 21. mars næstkomandi. Fyrsta uppgjör nýrrar samstæðu var birt í kauphöllinni eftir lokun markaða í gær. 300 tillögur í nafnasamkeppni Þá kemur fram í tilkynningunni að eftir ítarlega leit, þar sem starfsfólk samstæðunnar skilaði inn hátt í þrjú hundruð tillögum, hafi fundist nafn sem stóðst allar kröfur. Nafnið Skagi sé innblásið af íslenskri náttúru, styrk hennar og samspili við líf fólksins í landinu. Það vísi í stórt nes eða langan höfða og þykir kröftugt en er á sama tíma stutt og hljómfagurt. Er þess getið að hinir ýmsu skagar landsins teygi sig tignarlega frá meginlandinu með fallegu útsýni yfir land og sjó. Tröllaskagi, Skipaskagi, Tindaskagi, Garðskagi og Skagatá. Skaga sé að finna í öllum landshlutum. Nafnið sé viðeigandi fyrir fyrirtæki með djúpar rætur í íslensku samfélagi líkt og tryggingafélagið en vísi í einnig í markmið félagsins að tengja íslenskt atvinnulíf við erlenda markaði. Samstæðan búi að langri og farsælli sögu í tryggingarekstri, framsækni í fjármálaþjónustu og langtímaárangri í fjárfestingum. Áhersla sé lögð á framúrskarandi þjónustu og traust langtímasamband við viðskiptavini. „Frá því að sameining félaganna var frágengin í byrjun október á síðasta ári hefur mikil vinna farið fram í tengslum við samþættingu þeirra og innleiðingu á framtíðarfyrirkomulagi samstæðunnar. Nú þegar samþættingu er lokið kynnum við nýtt nafn og vörumerki móðurfélagsins til sögunnar. Nýtt afl á fjármálamarkaði er tilbúið til sóknar,“ segir Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga.
Skagi Kauphöllin Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Sjá meira