Vonin við enda regnbogans Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Daníel E. Arnarsson skrifa 28. febrúar 2024 19:01 Samtökin ’78 þjónusta milli 60-70 einstaklinga sem leita að alþjóðlegri vernd á Íslandi eða hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Okkar fólk er mislangt komið í ferlinu. Sum þeirra eru nýkomin til landsins, önnur hafa verið lengi, sum hafa fengið sjálfkrafa viðbótarvernd og önnur dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Öll bera þau þá von í brjósti að geta lifað lífinu sem þau sjálf. Í vísi að nýrri heildarstefnumótun ríkisstjórnarinnar í málefnum útlendinga, sem kynnt var í síðustu viku, er tekið sérstaklega fram að stjórnvöld vilji taka á móti hinsegin fólki sem leitar alþjóðlegrar verndar. Á nákvæmlega sama tíma standa tugir hinsegin fólks frá Venesúela, sem komu til Íslands í góðri trú um að þeim yrði veitt viðbótarvernd vegna fyrri ákvörðunar stjórnvalda, frammi fyrir því að þeim verði vísað brott. Markaðssetning Íslands sem fyrirmyndarríkis fyrir mannréttindi hafði m.a. þau áhrif að hinsegin fólk flúði Venesúela í stórum stíl þegar íslensk stjórnvöld tilkynntu um viðbótarvernd til handa venesúelskum ríkisborgurum. Staða hinsegin fólks í Venesúela er þannig að það er mörgum félagslega ómögulegt að koma út úr skápnum og mörg eygðu því tækifæri til að búa í fyrsta sinn við frelsi frá ofbeldi og mismunun. Fólkið sem sækir stuðningsfundi og ráðgjöf hjá okkur í Samtökunum ‘78 er margt að segja frá kynhneigð sinni í fyrsta skipti. Pör sem hafa verið saman í árafjöld haldast í fyrsta sinn í hendur innan um annað fólk, segja í fyrsta skipti upphátt frá sambandi sínu í hópi jafningja. Eftir að ríkisstjórnin tilkynnti þeim einstaklingum sem komu hingað frá Venesúela að sú sjálfkrafa viðbótarvernd sem þau áttu von á áður væri ekki lengur til staðar hefur starfsfólk Samtakanna ‘78 þurft að hafa hraðar hendur við að kortleggja hvert öll eru komin í ferlinu og bregðast við öllum málum á einstaklingsgrundvelli. Þegar þessi texti er skrifaður þá eru að minnsta kosti átta manneskjur sem hafa fengið neitun um vernd. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera búin að festa hér rætur - enda höfðu þau ekki forsendur til annars en að ætla að þau fengju hér skjól. Fólk hefur jafnvel sagt frá kynhneigð sinni eða kynvitund á samfélagsmiðlum, með þeim afleiðingum að þau eiga ekki afturkvæmt til fjölskyldna sinna. Það er ómannúðlegt að gefa fólki von til þess eins að hrifsa hana af því. Við hvetjum stjórnvöld til þess að gera það eina rétta í stöðunni: Veitið því fólki sem nú þegar er komið frá Venesúela dvalarleyfi á Íslandi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri Samtakanna ‘78 Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Daníel E. Arnarsson Hinsegin Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Venesúela Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Samtökin ’78 þjónusta milli 60-70 einstaklinga sem leita að alþjóðlegri vernd á Íslandi eða hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Okkar fólk er mislangt komið í ferlinu. Sum þeirra eru nýkomin til landsins, önnur hafa verið lengi, sum hafa fengið sjálfkrafa viðbótarvernd og önnur dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Öll bera þau þá von í brjósti að geta lifað lífinu sem þau sjálf. Í vísi að nýrri heildarstefnumótun ríkisstjórnarinnar í málefnum útlendinga, sem kynnt var í síðustu viku, er tekið sérstaklega fram að stjórnvöld vilji taka á móti hinsegin fólki sem leitar alþjóðlegrar verndar. Á nákvæmlega sama tíma standa tugir hinsegin fólks frá Venesúela, sem komu til Íslands í góðri trú um að þeim yrði veitt viðbótarvernd vegna fyrri ákvörðunar stjórnvalda, frammi fyrir því að þeim verði vísað brott. Markaðssetning Íslands sem fyrirmyndarríkis fyrir mannréttindi hafði m.a. þau áhrif að hinsegin fólk flúði Venesúela í stórum stíl þegar íslensk stjórnvöld tilkynntu um viðbótarvernd til handa venesúelskum ríkisborgurum. Staða hinsegin fólks í Venesúela er þannig að það er mörgum félagslega ómögulegt að koma út úr skápnum og mörg eygðu því tækifæri til að búa í fyrsta sinn við frelsi frá ofbeldi og mismunun. Fólkið sem sækir stuðningsfundi og ráðgjöf hjá okkur í Samtökunum ‘78 er margt að segja frá kynhneigð sinni í fyrsta skipti. Pör sem hafa verið saman í árafjöld haldast í fyrsta sinn í hendur innan um annað fólk, segja í fyrsta skipti upphátt frá sambandi sínu í hópi jafningja. Eftir að ríkisstjórnin tilkynnti þeim einstaklingum sem komu hingað frá Venesúela að sú sjálfkrafa viðbótarvernd sem þau áttu von á áður væri ekki lengur til staðar hefur starfsfólk Samtakanna ‘78 þurft að hafa hraðar hendur við að kortleggja hvert öll eru komin í ferlinu og bregðast við öllum málum á einstaklingsgrundvelli. Þegar þessi texti er skrifaður þá eru að minnsta kosti átta manneskjur sem hafa fengið neitun um vernd. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera búin að festa hér rætur - enda höfðu þau ekki forsendur til annars en að ætla að þau fengju hér skjól. Fólk hefur jafnvel sagt frá kynhneigð sinni eða kynvitund á samfélagsmiðlum, með þeim afleiðingum að þau eiga ekki afturkvæmt til fjölskyldna sinna. Það er ómannúðlegt að gefa fólki von til þess eins að hrifsa hana af því. Við hvetjum stjórnvöld til þess að gera það eina rétta í stöðunni: Veitið því fólki sem nú þegar er komið frá Venesúela dvalarleyfi á Íslandi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri Samtakanna ‘78 Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun