Vonin við enda regnbogans Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Daníel E. Arnarsson skrifa 28. febrúar 2024 19:01 Samtökin ’78 þjónusta milli 60-70 einstaklinga sem leita að alþjóðlegri vernd á Íslandi eða hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Okkar fólk er mislangt komið í ferlinu. Sum þeirra eru nýkomin til landsins, önnur hafa verið lengi, sum hafa fengið sjálfkrafa viðbótarvernd og önnur dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Öll bera þau þá von í brjósti að geta lifað lífinu sem þau sjálf. Í vísi að nýrri heildarstefnumótun ríkisstjórnarinnar í málefnum útlendinga, sem kynnt var í síðustu viku, er tekið sérstaklega fram að stjórnvöld vilji taka á móti hinsegin fólki sem leitar alþjóðlegrar verndar. Á nákvæmlega sama tíma standa tugir hinsegin fólks frá Venesúela, sem komu til Íslands í góðri trú um að þeim yrði veitt viðbótarvernd vegna fyrri ákvörðunar stjórnvalda, frammi fyrir því að þeim verði vísað brott. Markaðssetning Íslands sem fyrirmyndarríkis fyrir mannréttindi hafði m.a. þau áhrif að hinsegin fólk flúði Venesúela í stórum stíl þegar íslensk stjórnvöld tilkynntu um viðbótarvernd til handa venesúelskum ríkisborgurum. Staða hinsegin fólks í Venesúela er þannig að það er mörgum félagslega ómögulegt að koma út úr skápnum og mörg eygðu því tækifæri til að búa í fyrsta sinn við frelsi frá ofbeldi og mismunun. Fólkið sem sækir stuðningsfundi og ráðgjöf hjá okkur í Samtökunum ‘78 er margt að segja frá kynhneigð sinni í fyrsta skipti. Pör sem hafa verið saman í árafjöld haldast í fyrsta sinn í hendur innan um annað fólk, segja í fyrsta skipti upphátt frá sambandi sínu í hópi jafningja. Eftir að ríkisstjórnin tilkynnti þeim einstaklingum sem komu hingað frá Venesúela að sú sjálfkrafa viðbótarvernd sem þau áttu von á áður væri ekki lengur til staðar hefur starfsfólk Samtakanna ‘78 þurft að hafa hraðar hendur við að kortleggja hvert öll eru komin í ferlinu og bregðast við öllum málum á einstaklingsgrundvelli. Þegar þessi texti er skrifaður þá eru að minnsta kosti átta manneskjur sem hafa fengið neitun um vernd. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera búin að festa hér rætur - enda höfðu þau ekki forsendur til annars en að ætla að þau fengju hér skjól. Fólk hefur jafnvel sagt frá kynhneigð sinni eða kynvitund á samfélagsmiðlum, með þeim afleiðingum að þau eiga ekki afturkvæmt til fjölskyldna sinna. Það er ómannúðlegt að gefa fólki von til þess eins að hrifsa hana af því. Við hvetjum stjórnvöld til þess að gera það eina rétta í stöðunni: Veitið því fólki sem nú þegar er komið frá Venesúela dvalarleyfi á Íslandi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri Samtakanna ‘78 Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Daníel E. Arnarsson Hinsegin Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Venesúela Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Samtökin ’78 þjónusta milli 60-70 einstaklinga sem leita að alþjóðlegri vernd á Íslandi eða hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Okkar fólk er mislangt komið í ferlinu. Sum þeirra eru nýkomin til landsins, önnur hafa verið lengi, sum hafa fengið sjálfkrafa viðbótarvernd og önnur dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Öll bera þau þá von í brjósti að geta lifað lífinu sem þau sjálf. Í vísi að nýrri heildarstefnumótun ríkisstjórnarinnar í málefnum útlendinga, sem kynnt var í síðustu viku, er tekið sérstaklega fram að stjórnvöld vilji taka á móti hinsegin fólki sem leitar alþjóðlegrar verndar. Á nákvæmlega sama tíma standa tugir hinsegin fólks frá Venesúela, sem komu til Íslands í góðri trú um að þeim yrði veitt viðbótarvernd vegna fyrri ákvörðunar stjórnvalda, frammi fyrir því að þeim verði vísað brott. Markaðssetning Íslands sem fyrirmyndarríkis fyrir mannréttindi hafði m.a. þau áhrif að hinsegin fólk flúði Venesúela í stórum stíl þegar íslensk stjórnvöld tilkynntu um viðbótarvernd til handa venesúelskum ríkisborgurum. Staða hinsegin fólks í Venesúela er þannig að það er mörgum félagslega ómögulegt að koma út úr skápnum og mörg eygðu því tækifæri til að búa í fyrsta sinn við frelsi frá ofbeldi og mismunun. Fólkið sem sækir stuðningsfundi og ráðgjöf hjá okkur í Samtökunum ‘78 er margt að segja frá kynhneigð sinni í fyrsta skipti. Pör sem hafa verið saman í árafjöld haldast í fyrsta sinn í hendur innan um annað fólk, segja í fyrsta skipti upphátt frá sambandi sínu í hópi jafningja. Eftir að ríkisstjórnin tilkynnti þeim einstaklingum sem komu hingað frá Venesúela að sú sjálfkrafa viðbótarvernd sem þau áttu von á áður væri ekki lengur til staðar hefur starfsfólk Samtakanna ‘78 þurft að hafa hraðar hendur við að kortleggja hvert öll eru komin í ferlinu og bregðast við öllum málum á einstaklingsgrundvelli. Þegar þessi texti er skrifaður þá eru að minnsta kosti átta manneskjur sem hafa fengið neitun um vernd. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera búin að festa hér rætur - enda höfðu þau ekki forsendur til annars en að ætla að þau fengju hér skjól. Fólk hefur jafnvel sagt frá kynhneigð sinni eða kynvitund á samfélagsmiðlum, með þeim afleiðingum að þau eiga ekki afturkvæmt til fjölskyldna sinna. Það er ómannúðlegt að gefa fólki von til þess eins að hrifsa hana af því. Við hvetjum stjórnvöld til þess að gera það eina rétta í stöðunni: Veitið því fólki sem nú þegar er komið frá Venesúela dvalarleyfi á Íslandi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri Samtakanna ‘78 Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun