Sjálfbær kosningaloforð Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 28. febrúar 2024 08:01 Það er alltaf örugg leið til að ná í góðan byr í skoðanakönnunum og kosningum, að tala fyrir öflugu velferðar og heilbrigðiskerfi. Reyndar er það nú svo, að flestir ef ekki allir Íslendingar, þar með talið stjórnmálafólk, vilja hafa þessi kerfi öflug. Flestir þeirra sem hafa hvað hæst um að bjarga þessum kerfum úr klóm meints fjársveltis og sinnuleysis, gjarnan stjórnmálamenn sem staðsetja sig vinstra megin við miðju, boða hér stórfelldar skattahækkanir, reyndar bara hjá þeim sem eiga nóga peninga, til þess að markmiðum um gott og öflugt velferðar og heilbrigðiskerfi verði náð. Það er auðvitað líka leið, sem að fer vel í íslenska þjóðarsál, að ríka pakkið fái nú loksins að borga brúsann. Sú leið er auðvitað, engan veginn sjálfbær. Enda mun fjárþörf þessara kerfa okkar fara vaxandi, á komandi árum og áratugum. Það er því einboðið að skattahækkanaleiðin leiðir bara af sér fleiri skattahækkanir, sem á endanum munu auðvitað bitna á þeim sem síst skyldi. Á launafólki og öllum þeim sem tekjur hafa yfir skattleysismörkum. Það mætti jafnvel færa fyrir því rök, að ef frekar yrði þrengt að tekjulægstu hópunum, að velferðarkerfið þyrfti að grípa fleiri einstaklinga og fjárþörf þess því enn meiri en þurft hefði. Það er því morgunljóst að þeir stjórnmálamenn sem boða þessa ósjálfbæruleið, til björgunar á velferðar og heilbrigðiskerfinu, gera lítið annað en að pissa í skóinn sinn. Eina sjálfbæra leiðin til þess að auka það fjármagn sem í þessi kerfi rennur, er því ekki að hækka skatta. Jafnvel þó þeir séu bara hækkaðir á ríka fólkið. Sú leið næst eingöngu með því að hér aukist umsvif og verðmætasköpun sem stækkar skattstofna og eykur almenna velmegun í landinu. Að fyrirtækin í landinu, smá sem stór, geti aukið umsvif og arðsemi. Það er að vísu svo að flest vinstra fólk, sér rautt, þegar minnst er á gróða einhverra annarra en þeirra sjálfra og arðsemi. Má reyndar halda því fram að huga margra vinstri manna, sé gróði þjófnaður. En það er auðvitað öðru nær og ættu þokkalega upplýstir einstaklingar að átta sig á því. Aukinn hagnaður fyrirtækja, gerir þeim kleift að fjárfesta í aukinni uppbyggingu, ráða til sín fleira starfsfólk og sækja á fleiri markaði til þess að halda vexti sínum áfram með enn meiri uppbyggingu og fleira starfsfólki. Stærsta hindrunin í vegi öflugs velferðar og heilbrigðiskerfis er þó ekki fjárskortur. Aukið fjármagn hjálpar að vísu til, en gagnast lítið sem ekkert ef þessi kerfi okkar fá ekki að nýta og sameina þann mikla mannauð sem í kerfunum starfa, bæði í hinu opinbera og því einkarekna. Nýta þarf einkaframtakið enn frekar til þess að ná niður biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Ekki bara þá biðlista sem snúa að líkamlegum krankleika, heldur einnig að þeim andlegu. Gott dæmi um það þegar einkaframtakið aðstoðar við það að ná niður biðlistum, má finna í því þegar samið samið var við tvær einkareknar læknastofur um framkvæmd liðskiptiaðgerða. Með þeim samningum var hægt að auka liðskiptiaðgerðir á síðasta ári um 60% og það með mun lægri kostnaði en orðið hefði með því að láta opinbera kerfið eingöngu sinna þessum aðgerðum. Þessi árangur á auðvitað að vera mönnum hvatning til þess að leita leiða í enn frekari mæli til þess að fá einkaframtakið í lið með sér við styttingu biðlista og í því að tryggja öllum góða og trausta heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags. Af nógu er að taka, augnsteinaaðgerðir, fleiri einkareknar heilsugæslur, semja við sjálfstætt starfandi geðlækna og sálfræðinga svo eitthvað sé nefnt. Vandinn liggur víða, en hann verður ekki eingöngu leystur með auknu fjármagni, heldur hvernig við nýtum það fjármagn sem nú þegar er veitt í heilbrigðiskerfið og til framtíðar og þann mannauð sem í því starfar núna og til framtíðar. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Það er alltaf örugg leið til að ná í góðan byr í skoðanakönnunum og kosningum, að tala fyrir öflugu velferðar og heilbrigðiskerfi. Reyndar er það nú svo, að flestir ef ekki allir Íslendingar, þar með talið stjórnmálafólk, vilja hafa þessi kerfi öflug. Flestir þeirra sem hafa hvað hæst um að bjarga þessum kerfum úr klóm meints fjársveltis og sinnuleysis, gjarnan stjórnmálamenn sem staðsetja sig vinstra megin við miðju, boða hér stórfelldar skattahækkanir, reyndar bara hjá þeim sem eiga nóga peninga, til þess að markmiðum um gott og öflugt velferðar og heilbrigðiskerfi verði náð. Það er auðvitað líka leið, sem að fer vel í íslenska þjóðarsál, að ríka pakkið fái nú loksins að borga brúsann. Sú leið er auðvitað, engan veginn sjálfbær. Enda mun fjárþörf þessara kerfa okkar fara vaxandi, á komandi árum og áratugum. Það er því einboðið að skattahækkanaleiðin leiðir bara af sér fleiri skattahækkanir, sem á endanum munu auðvitað bitna á þeim sem síst skyldi. Á launafólki og öllum þeim sem tekjur hafa yfir skattleysismörkum. Það mætti jafnvel færa fyrir því rök, að ef frekar yrði þrengt að tekjulægstu hópunum, að velferðarkerfið þyrfti að grípa fleiri einstaklinga og fjárþörf þess því enn meiri en þurft hefði. Það er því morgunljóst að þeir stjórnmálamenn sem boða þessa ósjálfbæruleið, til björgunar á velferðar og heilbrigðiskerfinu, gera lítið annað en að pissa í skóinn sinn. Eina sjálfbæra leiðin til þess að auka það fjármagn sem í þessi kerfi rennur, er því ekki að hækka skatta. Jafnvel þó þeir séu bara hækkaðir á ríka fólkið. Sú leið næst eingöngu með því að hér aukist umsvif og verðmætasköpun sem stækkar skattstofna og eykur almenna velmegun í landinu. Að fyrirtækin í landinu, smá sem stór, geti aukið umsvif og arðsemi. Það er að vísu svo að flest vinstra fólk, sér rautt, þegar minnst er á gróða einhverra annarra en þeirra sjálfra og arðsemi. Má reyndar halda því fram að huga margra vinstri manna, sé gróði þjófnaður. En það er auðvitað öðru nær og ættu þokkalega upplýstir einstaklingar að átta sig á því. Aukinn hagnaður fyrirtækja, gerir þeim kleift að fjárfesta í aukinni uppbyggingu, ráða til sín fleira starfsfólk og sækja á fleiri markaði til þess að halda vexti sínum áfram með enn meiri uppbyggingu og fleira starfsfólki. Stærsta hindrunin í vegi öflugs velferðar og heilbrigðiskerfis er þó ekki fjárskortur. Aukið fjármagn hjálpar að vísu til, en gagnast lítið sem ekkert ef þessi kerfi okkar fá ekki að nýta og sameina þann mikla mannauð sem í kerfunum starfa, bæði í hinu opinbera og því einkarekna. Nýta þarf einkaframtakið enn frekar til þess að ná niður biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Ekki bara þá biðlista sem snúa að líkamlegum krankleika, heldur einnig að þeim andlegu. Gott dæmi um það þegar einkaframtakið aðstoðar við það að ná niður biðlistum, má finna í því þegar samið samið var við tvær einkareknar læknastofur um framkvæmd liðskiptiaðgerða. Með þeim samningum var hægt að auka liðskiptiaðgerðir á síðasta ári um 60% og það með mun lægri kostnaði en orðið hefði með því að láta opinbera kerfið eingöngu sinna þessum aðgerðum. Þessi árangur á auðvitað að vera mönnum hvatning til þess að leita leiða í enn frekari mæli til þess að fá einkaframtakið í lið með sér við styttingu biðlista og í því að tryggja öllum góða og trausta heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags. Af nógu er að taka, augnsteinaaðgerðir, fleiri einkareknar heilsugæslur, semja við sjálfstætt starfandi geðlækna og sálfræðinga svo eitthvað sé nefnt. Vandinn liggur víða, en hann verður ekki eingöngu leystur með auknu fjármagni, heldur hvernig við nýtum það fjármagn sem nú þegar er veitt í heilbrigðiskerfið og til framtíðar og þann mannauð sem í því starfar núna og til framtíðar. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar