Ísraelsmenn og Hamas segja Biden hafa verið helst til bráðlátan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2024 06:33 Samkomulagið kveður á um stóraukna neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa og að öllum nema fullorðnum mönnum verði hleypt aftur norður. AP/Fatima Shbair Bæði Ísraelsmenn og fulltrúar Hamas-samtakanna segja Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagðist í fyrradag vonast til þess að vopnhlé yrði í höfn eftir næstu helgi, hafa verið helst til bráðlátann þegar hann lét ummælin falla. Basem Naim, leiðtogi stjórnmálaarms Hamas á Gasa sagði í gær að samtökin hefðu ekki fengið nýjar tillögur formlega í hendur eftir viðræður í París í síðustu viku, sem áttu sér stað fyrir millgöngu Bandaríkjanna, Egyptalands og Katar. Ummæli Biden væru ekki í takt við raunveruleikann „á víglínunni“. Embættismenn í Ísrael sögðu sömuleiðis í samtali við Reuters að ummæli Biden hefðu komið á óvart og að ekkert samráð hefði verið haft við stjórnvöld í Ísrael áður en þau voru látin falla. Þannig væru Hamas-liðar enn að gera óraunhæfar kröfur í viðræðunum. Biden sagði meðal annars að Ísraelsmenn hefðu samþykkt að láta af árásum yfir Ramadan, föstuhátíð múslima, í þeim tilgangi að gefa samningateyminu tækifæri til að ná öllum gíslum frá Gasa. Vísir greindi frá ákveðnum skilmálum vopnahléssamkomulagsins sem nú liggur á borðinu í gær en samkvæmt Guardian felur það einnig í sér að Ísraelsmenn heimiluðu viðgerðir á heilbrigðisstofnunum og bakaríum á Gasa, hleyptu 500 flutningabifreiðum með neyðaraðstoð inn á svæðið á hverjum degi og að þeim gríðarlega fjölda sem væri á vergangi yrði séð fyrir tjöldum og öðru skjóli. Þá yrði öðrum en fullorðnum mönnum leyft að snúa aftur til norðurhluta Gasa. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. 27. febrúar 2024 07:37 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Basem Naim, leiðtogi stjórnmálaarms Hamas á Gasa sagði í gær að samtökin hefðu ekki fengið nýjar tillögur formlega í hendur eftir viðræður í París í síðustu viku, sem áttu sér stað fyrir millgöngu Bandaríkjanna, Egyptalands og Katar. Ummæli Biden væru ekki í takt við raunveruleikann „á víglínunni“. Embættismenn í Ísrael sögðu sömuleiðis í samtali við Reuters að ummæli Biden hefðu komið á óvart og að ekkert samráð hefði verið haft við stjórnvöld í Ísrael áður en þau voru látin falla. Þannig væru Hamas-liðar enn að gera óraunhæfar kröfur í viðræðunum. Biden sagði meðal annars að Ísraelsmenn hefðu samþykkt að láta af árásum yfir Ramadan, föstuhátíð múslima, í þeim tilgangi að gefa samningateyminu tækifæri til að ná öllum gíslum frá Gasa. Vísir greindi frá ákveðnum skilmálum vopnahléssamkomulagsins sem nú liggur á borðinu í gær en samkvæmt Guardian felur það einnig í sér að Ísraelsmenn heimiluðu viðgerðir á heilbrigðisstofnunum og bakaríum á Gasa, hleyptu 500 flutningabifreiðum með neyðaraðstoð inn á svæðið á hverjum degi og að þeim gríðarlega fjölda sem væri á vergangi yrði séð fyrir tjöldum og öðru skjóli. Þá yrði öðrum en fullorðnum mönnum leyft að snúa aftur til norðurhluta Gasa. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. 27. febrúar 2024 07:37 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. 27. febrúar 2024 07:37