VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Oddur Ævar Gunnarsson og Jakob Bjarnar skrifa 23. febrúar 2024 15:51 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Einar Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. „Samninganefnd VR hefur ákveðið að draga félagið út úr samstarfi við breiðfylkinguna í kjaraviðræðum við atvinnurekendur. Ekki náðist samkomulag innan breiðfylkingarinnar um leiðir þegar kemur að forsenduákvæðum samninganna en að mati VR eru skýr og öflug forsenduákvæði grunnforsenda nýrra kjarasamninga,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Óskar félögum sínum góðs gengis Spurður hvort um hafi verið að ræða ágreining við Breiðfylkinguna frekar en SA segir Ragnar Þór: „Jú, auðvitað er þetta ágreiningur við SA en ekki náðist samstaða innan Breiðfylkingarinnar um endanlega niðurstöðu. Sem þau náðu sátt um en ekki við.” Ragnar Þór segir einhug hafa ríkt innan saminganefndar VR um að þessi yrði lendingin. En hver verða þá næstu skref? “Við erum langstærsta stéttarfélag landsins og við erum að skoða næstu skref. Ég óska auðvitað félögum mínum sem enn eru við samningsborðið alls hins besta. Spurður um hvað það var nákvæmlega sem út af stóð og steytti á segist Ragnar Þór ekki tilbúinn til að fara út í einstök atriði. Samkvæmt heimildum fréttastofu snýr ákvæðið aðeins að verðbólgu og að ekki er minnst á neina vexti. Meginmarkmið viðsemjenda hefur verið að ná niður verðbólgu og vöxtum og að samningar skapi skilyrði svo að það gerist. Forsenduákvæði um þróun verðbóta og vaxta Allir innan breiðfylkingar ASÍ að VR og LÍV undanskildum hafa skrifað undir ákvæðið. Til stóð að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og LÍV, myndi funda með sínu baklandi um málið í dag. Þá herma heimildir fréttastofu að engin önnur stór ágreiningsefni séu eftir í viðræðunum. Búið sé að semja um launalið og nú þegar forsenduákvæðið er komið sé lítið eftir. Þegar kjaraviðræðum var slitið fyrr í þessum mánuði kom fram í tilkynningu frá breiðfylkingunni að ásteytingarsteinninn hafi verið forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. „Ásteytingarsteinninn er forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. SA hafa hafnað með öllu að í fjögurra ára samningi verði forsenduákvæði til varnar launafólki, hafi markmið varðandi verðbólgu og vexti ekki náðst,“ sagði í yfirlýsingu og að launafólk eitt myndi bera ábyrgð ef að markmið samninga um lækkun verðbólgu og vaxta myndu ekki nást. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
„Samninganefnd VR hefur ákveðið að draga félagið út úr samstarfi við breiðfylkinguna í kjaraviðræðum við atvinnurekendur. Ekki náðist samkomulag innan breiðfylkingarinnar um leiðir þegar kemur að forsenduákvæðum samninganna en að mati VR eru skýr og öflug forsenduákvæði grunnforsenda nýrra kjarasamninga,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. Óskar félögum sínum góðs gengis Spurður hvort um hafi verið að ræða ágreining við Breiðfylkinguna frekar en SA segir Ragnar Þór: „Jú, auðvitað er þetta ágreiningur við SA en ekki náðist samstaða innan Breiðfylkingarinnar um endanlega niðurstöðu. Sem þau náðu sátt um en ekki við.” Ragnar Þór segir einhug hafa ríkt innan saminganefndar VR um að þessi yrði lendingin. En hver verða þá næstu skref? “Við erum langstærsta stéttarfélag landsins og við erum að skoða næstu skref. Ég óska auðvitað félögum mínum sem enn eru við samningsborðið alls hins besta. Spurður um hvað það var nákvæmlega sem út af stóð og steytti á segist Ragnar Þór ekki tilbúinn til að fara út í einstök atriði. Samkvæmt heimildum fréttastofu snýr ákvæðið aðeins að verðbólgu og að ekki er minnst á neina vexti. Meginmarkmið viðsemjenda hefur verið að ná niður verðbólgu og vöxtum og að samningar skapi skilyrði svo að það gerist. Forsenduákvæði um þróun verðbóta og vaxta Allir innan breiðfylkingar ASÍ að VR og LÍV undanskildum hafa skrifað undir ákvæðið. Til stóð að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og LÍV, myndi funda með sínu baklandi um málið í dag. Þá herma heimildir fréttastofu að engin önnur stór ágreiningsefni séu eftir í viðræðunum. Búið sé að semja um launalið og nú þegar forsenduákvæðið er komið sé lítið eftir. Þegar kjaraviðræðum var slitið fyrr í þessum mánuði kom fram í tilkynningu frá breiðfylkingunni að ásteytingarsteinninn hafi verið forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. „Ásteytingarsteinninn er forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. SA hafa hafnað með öllu að í fjögurra ára samningi verði forsenduákvæði til varnar launafólki, hafi markmið varðandi verðbólgu og vexti ekki náðst,“ sagði í yfirlýsingu og að launafólk eitt myndi bera ábyrgð ef að markmið samninga um lækkun verðbólgu og vaxta myndu ekki nást. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira