Tvö ár af samviskubiti yfir því að vera örugg Nataliia Pelypets skrifar 24. febrúar 2024 08:01 Í dag eru liðin tvö ár frá því að átökin í heimalandi mínu, Úkraínu, stigmögnuðust. Að morgni 24. febrúar 2022 breyttist allt fyrir mig og alla aðra Úkraínumenn. Ég kom til Íslands sem nemi í gegnum Erasmus+ hálfu ári áður og eins og allir aðrir hafði ég alls kyns vonir, áætlanir og væntingar, en átökin eyðilögðu áætlanir allra Úkraínumanna og skildu aðeins eftir sameiginlegan draum um frið. Með samviskubit yfir að vera örugg Orð ná ekki að lýsa sársaukanum, gremjunni og reiðinni sem fylgdu þessum degi, en það vöknuðu um leið upp ýmsar flóknar tilfinningar. Annars vegar var ég svo heppinn að vera hér á Íslandi, eiga hlýtt heimili, mat og að búa við frelsi, en á hinn bóginn voru vinir mínir og fjölskylda að upplifa hræðilegt stríð. Ég var með samviskubit yfir því að vera örugg. En á meðan vinir mínir og ættingjar í heimalandinu börðust á víglínunum ákvað ég að gera mitt besta til að hjálpa þeim samlöndum mínum sem flúðu átökin til Íslands. Ég sótti strax um sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og í apríl 2022 hóf ég störf sem verkefnastjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, með sérstaka áherslu á að styðja Úkraínumenn. Minni umfjöllun en verra ástand Nú, tveimur árum síðar, sér enn ekki fyrir endann á átökunum. Um daginn var ég spurð hvort ástandið væri að skána í Úkraínu, því fjölmiðlaumfjöllun um átökin hefði minnkað svo mikið, en ástandið er ekkert betra en fyrir tveimur árum og gæti verið að versna. Úkraína og Rússland hafa misst yfir 500 þúsund mannslíf og milljónir saklausra Úkraínumanna þurfa að þola afleiðingar stríðsins daglega. Heilu borgirnar í Úkraínu, eins og Mariupol, sem áður hafði 450 þúsund íbúa, fleiri en allt Ísland, hafa verið gjöreyðilagðar. Ég á níu mánaða gamlan son og mig dreymir um að fara með hann til Úkraínu, sýna honum húsið sem ég ólst upp í og kynna hann fyrir úkraínskri menningu. En ég spyr mig á hverjum degi hvort það verði nokkurn tímann möguleiki. Íslendingar opnuðu hjörtu sín og heimili Ísland hefur nú tekið á móti um fjögur þúsund flóttamönnum frá Úkraínu og veitt þeim fjárhagslega aðstoð, húsnæði, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun fyrir börn. Öll erum við mjög þakklát fyrir þennan stuðning og auk hans hafa margir Íslendingar opnað hjörtu sín og heimili fyrir Úkraínumönnum. Það er huggun í því að Ísland hafi orðið annað heimili marga Úkraínumanna. Sjálf hef ég unnið að því að veita samlöndum mínum félagslegan stuðning, en við hjá Rauða krossinum vinnum að því að draga úr félagslegri einangrun flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd og veita þeim öruggt rými til að hittast, tengjast og verja tíma með hvort öðru og öðrum meðlimum í íslensku samfélagi. Við bjóðum upp á fjölbreytt félagsstarf og kennum bæði íslensku og ensku. Gagnsemi heldur með gangandi Þegar ég hitti aðra Úkraínumenn sem hafa gengið í gegnum ólýsanlega erfiðleika í heimalandinu fæ ég oft samviskubit. En móttaka og stuðningur við flóttafólk er hluti af kjarnanum í starfsemi Rauða krossins og það hjálpar að vita að félagið getur bætt líf þessa fólks. Á hverjum degi vinnur starfsfólk og sjálfboðaliðar okkar að því að veita þeim sálrænan stuðning, fataaðstoð og stuðning í daglegu lífi. Fleiri en 1760 Úkraínumenn hafa gist í skammtímadvöl fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og meira en þúsund Úkraínumenn hafa tekið þátt í félagsstarfinu okkar og nýtt sér verkefni sem stuðla að inngildingu. Auk þess vinnur Rauði krossinn að fjölskyldusameiningum, sem ganga út á að því að sameina fjölskyldur sem hafa orðið aðskildar. Ég kom líka á fót verkefni fyrir Úkraínumenn sem heitir „Velkomin til Íslands“, en það eru vinnustofur um menningu og gildi íslensks samfélags og fleira sem miðar að inngildingu Úkraínumanna á Íslandi. Þessi vinna hefur veitt mér styrk og sú tilfinning að ég sé að gera gagn fyrir samlanda mína og hafa áhrif er eldsneytið sem heldur mér gangandi. Evrópuverkefni fyrir andlega heilsu Nú vinn ég í verkefni sem heitir EU4Health og er styrkt af Evrópusambandinu. Verkefnið gengur út á að veita þolendum átakanna í Úkraínu sálrænan stuðning, en mörg þeirra sem koma frá Úkraínu hafa misst ættingja og heimili og orðið viðskila við ástvini eða þurft að flýja sprengjuárásir eða hernám. Þetta hefur allt umtalsverð áhrif á fólk og getur skapað líkamleg og andleg heilsufarsvandamál. Þessi leyndu sár geta valdið alvarlegum og langtíma skaða, bæði fyrir einstaklinga og heilu samfélögin. EU4Health verkefnið sér til þess að það sé einhver til staðar sem hlustar, sýnir samkennd og bendir á lífsnauðsynlegar upplýsingar. Verkefnið er hluti af viðbrögðum Evrópusambandsins við átökunum í Úkraínu og leggur áherslu á sálræna fyrstu hjálp til að bæta andlega heilsu þolenda átakanna. Höfundur er verkefnafulltrúi í sálfélagslegum stuðningi hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Sjá meira
Í dag eru liðin tvö ár frá því að átökin í heimalandi mínu, Úkraínu, stigmögnuðust. Að morgni 24. febrúar 2022 breyttist allt fyrir mig og alla aðra Úkraínumenn. Ég kom til Íslands sem nemi í gegnum Erasmus+ hálfu ári áður og eins og allir aðrir hafði ég alls kyns vonir, áætlanir og væntingar, en átökin eyðilögðu áætlanir allra Úkraínumanna og skildu aðeins eftir sameiginlegan draum um frið. Með samviskubit yfir að vera örugg Orð ná ekki að lýsa sársaukanum, gremjunni og reiðinni sem fylgdu þessum degi, en það vöknuðu um leið upp ýmsar flóknar tilfinningar. Annars vegar var ég svo heppinn að vera hér á Íslandi, eiga hlýtt heimili, mat og að búa við frelsi, en á hinn bóginn voru vinir mínir og fjölskylda að upplifa hræðilegt stríð. Ég var með samviskubit yfir því að vera örugg. En á meðan vinir mínir og ættingjar í heimalandinu börðust á víglínunum ákvað ég að gera mitt besta til að hjálpa þeim samlöndum mínum sem flúðu átökin til Íslands. Ég sótti strax um sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og í apríl 2022 hóf ég störf sem verkefnastjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, með sérstaka áherslu á að styðja Úkraínumenn. Minni umfjöllun en verra ástand Nú, tveimur árum síðar, sér enn ekki fyrir endann á átökunum. Um daginn var ég spurð hvort ástandið væri að skána í Úkraínu, því fjölmiðlaumfjöllun um átökin hefði minnkað svo mikið, en ástandið er ekkert betra en fyrir tveimur árum og gæti verið að versna. Úkraína og Rússland hafa misst yfir 500 þúsund mannslíf og milljónir saklausra Úkraínumanna þurfa að þola afleiðingar stríðsins daglega. Heilu borgirnar í Úkraínu, eins og Mariupol, sem áður hafði 450 þúsund íbúa, fleiri en allt Ísland, hafa verið gjöreyðilagðar. Ég á níu mánaða gamlan son og mig dreymir um að fara með hann til Úkraínu, sýna honum húsið sem ég ólst upp í og kynna hann fyrir úkraínskri menningu. En ég spyr mig á hverjum degi hvort það verði nokkurn tímann möguleiki. Íslendingar opnuðu hjörtu sín og heimili Ísland hefur nú tekið á móti um fjögur þúsund flóttamönnum frá Úkraínu og veitt þeim fjárhagslega aðstoð, húsnæði, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun fyrir börn. Öll erum við mjög þakklát fyrir þennan stuðning og auk hans hafa margir Íslendingar opnað hjörtu sín og heimili fyrir Úkraínumönnum. Það er huggun í því að Ísland hafi orðið annað heimili marga Úkraínumanna. Sjálf hef ég unnið að því að veita samlöndum mínum félagslegan stuðning, en við hjá Rauða krossinum vinnum að því að draga úr félagslegri einangrun flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd og veita þeim öruggt rými til að hittast, tengjast og verja tíma með hvort öðru og öðrum meðlimum í íslensku samfélagi. Við bjóðum upp á fjölbreytt félagsstarf og kennum bæði íslensku og ensku. Gagnsemi heldur með gangandi Þegar ég hitti aðra Úkraínumenn sem hafa gengið í gegnum ólýsanlega erfiðleika í heimalandinu fæ ég oft samviskubit. En móttaka og stuðningur við flóttafólk er hluti af kjarnanum í starfsemi Rauða krossins og það hjálpar að vita að félagið getur bætt líf þessa fólks. Á hverjum degi vinnur starfsfólk og sjálfboðaliðar okkar að því að veita þeim sálrænan stuðning, fataaðstoð og stuðning í daglegu lífi. Fleiri en 1760 Úkraínumenn hafa gist í skammtímadvöl fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og meira en þúsund Úkraínumenn hafa tekið þátt í félagsstarfinu okkar og nýtt sér verkefni sem stuðla að inngildingu. Auk þess vinnur Rauði krossinn að fjölskyldusameiningum, sem ganga út á að því að sameina fjölskyldur sem hafa orðið aðskildar. Ég kom líka á fót verkefni fyrir Úkraínumenn sem heitir „Velkomin til Íslands“, en það eru vinnustofur um menningu og gildi íslensks samfélags og fleira sem miðar að inngildingu Úkraínumanna á Íslandi. Þessi vinna hefur veitt mér styrk og sú tilfinning að ég sé að gera gagn fyrir samlanda mína og hafa áhrif er eldsneytið sem heldur mér gangandi. Evrópuverkefni fyrir andlega heilsu Nú vinn ég í verkefni sem heitir EU4Health og er styrkt af Evrópusambandinu. Verkefnið gengur út á að veita þolendum átakanna í Úkraínu sálrænan stuðning, en mörg þeirra sem koma frá Úkraínu hafa misst ættingja og heimili og orðið viðskila við ástvini eða þurft að flýja sprengjuárásir eða hernám. Þetta hefur allt umtalsverð áhrif á fólk og getur skapað líkamleg og andleg heilsufarsvandamál. Þessi leyndu sár geta valdið alvarlegum og langtíma skaða, bæði fyrir einstaklinga og heilu samfélögin. EU4Health verkefnið sér til þess að það sé einhver til staðar sem hlustar, sýnir samkennd og bendir á lífsnauðsynlegar upplýsingar. Verkefnið er hluti af viðbrögðum Evrópusambandsins við átökunum í Úkraínu og leggur áherslu á sálræna fyrstu hjálp til að bæta andlega heilsu þolenda átakanna. Höfundur er verkefnafulltrúi í sálfélagslegum stuðningi hjá Rauða krossinum.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun