Fann franskan kærasta skömmu eftir tökur Stefán Árni Pálsson skrifar 23. febrúar 2024 08:46 Unnur Sara elti drauminn og býr nú í Frakklandi. Hún segist vera Miðjarðarhafssál. „Mig hafði alltaf dreymt um að flytja til Frakklands, alveg frá því ég var unglingur,“ segir Unnur Sara Eldjárn sem seldi íbúðina sína í Reykjavík og yfirgaf öryggið á Íslandi til að elta drauminn um að búa í Frakklandi fyrir fáeinum árum. Sem krafðist hugrekkis, enda beið hennar ekki föst vinna og regluleg laun í Frakklandi. Hún er tónlistarkona og lagahöfundur sem framfleytir sér einkum á því að aðstoða annað tónlistarfólk við markaðssetningu á tónlist í gegnum netið. Þegar Covid skall á þá kynnti hún sér í þaula hvernig hún gæti komið lögum sínum á stóra lagalista á Spotify. Þetta grúsk varð grunnurinn að fyrirtækinu hennar og fyrirlestrum sem hún heldur fyrir annað tónlistarfólk sem hægt er að nálgast á heimasíðu hennar. Í öðrum þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Unni Söru og jafnöldru hennar Thelmu Rún Heimisdóttur en þær létu báðar drauminn um að búa í sínum draumalöndum rætast. Frakkland var draumaland Unnar – en það olli henni ekki vonbrigðum – þótt væntingarnar hafi verið miklar. Fékk fiðring í magann „Ég var 17 ára þegar ég kom fyrst og ég man rosa vel eftir því þegar við fórum yfir landamærin og ég sá fyrsta auglýsingaskiltið á frönsku og ég fékk alveg svona fiðring í magann,“ segir hún hlæjandi. „Ég get ekki alveg skýrt það, en það er bara einhver stemmning, einhverjir töfrar í loftinu hér. Mér finnst ég upplifa að fólk eigi auðveldara með að vera einlægt og með opið hjarta hér. Á meðan, og ég held það sé kuldinn sem hefur þessi áhrif, að við erum á Íslandi með svona töffarafront, þurfum að vera svolítið kúl. Ég held að ég sé meiri svona Miðjarðarhafssál í mér.“ Og hluti af því er að í Frakklandi segir hún mun auðveldara að fara á stefnumót. „Hér er actually til deitmenning og Frakkar eru mjög rómantískir,“ segir hún. Hún hafði þá ekki fallið fyrir neinum Frakka – en það breyttist skömmu eftir að tökum lauk eins og sjá má í þættinum sem var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 2. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Fann franskan kærasta skömmu eftir tökur Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Frakkland Ástin og lífið Tengdar fréttir Thelma býr í deilihúsi í Tókýó Thelma Rún Heimisdóttir heillaðist af Japan strax sem barn, lærði japönsku í háskólanum og fór seinna í leiklistarskóla í Japan. 19. febrúar 2024 20:30 Hanna skartgripi í Dúbaí: Flughjón vilja verða veldi „Markmiðið er að afla tekna á meðan við sofum,“ segir Þóra Eiríksdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Guðmundssyni, og þremur börnum þeirra í arabíska furstadæminu Dúbaí. 12. febrúar 2024 20:01 Margfaldur heimsmeistari bauð Þorgils út til Taílands og þau hjónin stukku á tækifærið Lóa Pind heimsótti Klöru Valgerði Ingu Haraldsdóttur og Þorgils Eið Einarsson í síðasta þætti af Hvar er best að búa, sem var á Stöð 2 í gærkvöldi. 17. apríl 2023 17:59 Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Sem krafðist hugrekkis, enda beið hennar ekki föst vinna og regluleg laun í Frakklandi. Hún er tónlistarkona og lagahöfundur sem framfleytir sér einkum á því að aðstoða annað tónlistarfólk við markaðssetningu á tónlist í gegnum netið. Þegar Covid skall á þá kynnti hún sér í þaula hvernig hún gæti komið lögum sínum á stóra lagalista á Spotify. Þetta grúsk varð grunnurinn að fyrirtækinu hennar og fyrirlestrum sem hún heldur fyrir annað tónlistarfólk sem hægt er að nálgast á heimasíðu hennar. Í öðrum þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Unni Söru og jafnöldru hennar Thelmu Rún Heimisdóttur en þær létu báðar drauminn um að búa í sínum draumalöndum rætast. Frakkland var draumaland Unnar – en það olli henni ekki vonbrigðum – þótt væntingarnar hafi verið miklar. Fékk fiðring í magann „Ég var 17 ára þegar ég kom fyrst og ég man rosa vel eftir því þegar við fórum yfir landamærin og ég sá fyrsta auglýsingaskiltið á frönsku og ég fékk alveg svona fiðring í magann,“ segir hún hlæjandi. „Ég get ekki alveg skýrt það, en það er bara einhver stemmning, einhverjir töfrar í loftinu hér. Mér finnst ég upplifa að fólk eigi auðveldara með að vera einlægt og með opið hjarta hér. Á meðan, og ég held það sé kuldinn sem hefur þessi áhrif, að við erum á Íslandi með svona töffarafront, þurfum að vera svolítið kúl. Ég held að ég sé meiri svona Miðjarðarhafssál í mér.“ Og hluti af því er að í Frakklandi segir hún mun auðveldara að fara á stefnumót. „Hér er actually til deitmenning og Frakkar eru mjög rómantískir,“ segir hún. Hún hafði þá ekki fallið fyrir neinum Frakka – en það breyttist skömmu eftir að tökum lauk eins og sjá má í þættinum sem var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 2. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Fann franskan kærasta skömmu eftir tökur
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Frakkland Ástin og lífið Tengdar fréttir Thelma býr í deilihúsi í Tókýó Thelma Rún Heimisdóttir heillaðist af Japan strax sem barn, lærði japönsku í háskólanum og fór seinna í leiklistarskóla í Japan. 19. febrúar 2024 20:30 Hanna skartgripi í Dúbaí: Flughjón vilja verða veldi „Markmiðið er að afla tekna á meðan við sofum,“ segir Þóra Eiríksdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Guðmundssyni, og þremur börnum þeirra í arabíska furstadæminu Dúbaí. 12. febrúar 2024 20:01 Margfaldur heimsmeistari bauð Þorgils út til Taílands og þau hjónin stukku á tækifærið Lóa Pind heimsótti Klöru Valgerði Ingu Haraldsdóttur og Þorgils Eið Einarsson í síðasta þætti af Hvar er best að búa, sem var á Stöð 2 í gærkvöldi. 17. apríl 2023 17:59 Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Thelma býr í deilihúsi í Tókýó Thelma Rún Heimisdóttir heillaðist af Japan strax sem barn, lærði japönsku í háskólanum og fór seinna í leiklistarskóla í Japan. 19. febrúar 2024 20:30
Hanna skartgripi í Dúbaí: Flughjón vilja verða veldi „Markmiðið er að afla tekna á meðan við sofum,“ segir Þóra Eiríksdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Guðmundssyni, og þremur börnum þeirra í arabíska furstadæminu Dúbaí. 12. febrúar 2024 20:01
Margfaldur heimsmeistari bauð Þorgils út til Taílands og þau hjónin stukku á tækifærið Lóa Pind heimsótti Klöru Valgerði Ingu Haraldsdóttur og Þorgils Eið Einarsson í síðasta þætti af Hvar er best að búa, sem var á Stöð 2 í gærkvöldi. 17. apríl 2023 17:59