Að minnsta kosti fjórir látnir í eldsvoðanum í Valencia Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2024 08:28 Eldurinn breiddist hratt út og ekkert virðist eftir nema burðarvirkið. Getty/Manuel Queimadelos Alonso Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán slasaðir eftir að eldur braust út í Valencia á Spáni í gær og gleypti stórt og mikið fjölbýlishús. Nítján er enn saknað. Meðal slösuðu er sjö ára barn en flestir urðu fyrir skaða þegar þeir önduðu að sér reyk. Alls voru 22 teymi slökkviliðsmanna kölluð út til að berjast við eldinn, sem braust út rétt fyrir kvöldmat í gær í Campanar-hverfinu í Valencia. Eldurinn náði að læsa klónum í nærliggjandi byggingar og er mikill vindur sagður hafa hamlað slökkvistarfi. Eldurinn breiddist hratt út að sögn vitna og viðbragðsaðilar og myndir sýna bygginguna standa í ljósum logum og mikinn og dökkan reyk stíga til himins. Ríkissjónvarpsstöðin TVE sagði 130 íbúðir í byggingunni, sem eldurinn hefði fljótt gert að „beinagrind“. A large fire has engulfed two residential buildings in Valencia in eastern Spain - with people seen trapped on balconies waiting to be rescued.Read more: https://t.co/7O4a5GqpRw pic.twitter.com/y7eFMlM8RS— Sky News (@SkyNews) February 23, 2024 Varaformaður samtaka verkfræðinga í Valencia segir hinn hraða bruna mega rekja til klæðningar hússins, sem hafi verið úr afar eldfimu pólýúretani. Guardian líkir eldsvoðanum við þann sem braust út í Grenfell Tower í Lundúnum áirð 2017, þar sem 72 lét lífið. Þar kom klæðning byggingarinnar einnig við sögu. Íbúi í nágrenninu sagðist hafa litið út um gluggann og fylgst með því hvernig eldurinn gleypti húsið í sig eins og það væri gert úr korki. Vindurinn hefði augljóslega hjálpað logunum við að teygja úr sér. Á myndskeiðum má sjá föður og dóttur bjargað af svölum. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, sagði eldsvoðann mikið áfall og að hann hefði haft samband við borgarstjóra Valencia og yfirvöld til að bjóða þeim alla þá hjálp sem þá vantaði. Spánn Tengdar fréttir Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. 22. febrúar 2024 18:41 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Meðal slösuðu er sjö ára barn en flestir urðu fyrir skaða þegar þeir önduðu að sér reyk. Alls voru 22 teymi slökkviliðsmanna kölluð út til að berjast við eldinn, sem braust út rétt fyrir kvöldmat í gær í Campanar-hverfinu í Valencia. Eldurinn náði að læsa klónum í nærliggjandi byggingar og er mikill vindur sagður hafa hamlað slökkvistarfi. Eldurinn breiddist hratt út að sögn vitna og viðbragðsaðilar og myndir sýna bygginguna standa í ljósum logum og mikinn og dökkan reyk stíga til himins. Ríkissjónvarpsstöðin TVE sagði 130 íbúðir í byggingunni, sem eldurinn hefði fljótt gert að „beinagrind“. A large fire has engulfed two residential buildings in Valencia in eastern Spain - with people seen trapped on balconies waiting to be rescued.Read more: https://t.co/7O4a5GqpRw pic.twitter.com/y7eFMlM8RS— Sky News (@SkyNews) February 23, 2024 Varaformaður samtaka verkfræðinga í Valencia segir hinn hraða bruna mega rekja til klæðningar hússins, sem hafi verið úr afar eldfimu pólýúretani. Guardian líkir eldsvoðanum við þann sem braust út í Grenfell Tower í Lundúnum áirð 2017, þar sem 72 lét lífið. Þar kom klæðning byggingarinnar einnig við sögu. Íbúi í nágrenninu sagðist hafa litið út um gluggann og fylgst með því hvernig eldurinn gleypti húsið í sig eins og það væri gert úr korki. Vindurinn hefði augljóslega hjálpað logunum við að teygja úr sér. Á myndskeiðum má sjá föður og dóttur bjargað af svölum. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, sagði eldsvoðann mikið áfall og að hann hefði haft samband við borgarstjóra Valencia og yfirvöld til að bjóða þeim alla þá hjálp sem þá vantaði.
Spánn Tengdar fréttir Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. 22. febrúar 2024 18:41 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. 22. febrúar 2024 18:41