Night Country sem er undirtitill þáttaraðarinnar síðustu gerist í smábæ í Alaska en var tekin upp á Íslandi og bregður Keflavík, Reykjavík og Dalvík ásamt fleiri bæjum fyrir.
Þessi fjórða þáttaröð hlaut meira áhorf en allar fyrri þáttaraðir og horfðu tæpar þrettán milljónir á þá á helstu veitum.
As one mystery ends, another will begin. pic.twitter.com/OKhhk1GrGu
— True Detective (@TrueDetective) February 22, 2024
„Frá hugdettunni til útgáfunar var Night Country fallegasta samfstarf og ævintýri ferilsins míns,“ segir leikstýran Issa López í samtali við Variety.
Í fjórðu þáttaröðinni fór Jodie foster hlutverk rannsóknarlögreglukonunnar Liz Danvers sem rannsakar hvarf átta manna í afskekktri rannsóknarstofu í Alaska ásamt Kali Reis í hlutverki Evangeline Navarro. Þær munu þó líklega ekki birtast í fimmtu þáttaröðinni þar sem skipt hefur verið um aðalleikara í hverri þáttaröð hingað til.