Ekki frysta! Matthías Tryggvi Haraldsson skrifar 22. febrúar 2024 16:01 Tölfræði frá Gaza er þyngri en tárum tekur þessa dagana, tölfræði um veruleika sem við getum ekki ímyndað okkur. Mitt í krísunni berast þær alvarlegu fregnir að örfáir einstaklingar sem störfuðu fyrir Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna séu hugsanlega meðsekir í hrottalegri árás á Ísrael 7. október s.l. Þeir hafa verið látnir taka pokann sinn og óháð rannsókn á málinu sett af stað – eðlilega. Á sama tíma starfa tugþúsindir af heilum hug til að sporna gegn verstu mannúðarkrísu sem sögur fara af í seinni tíð. Þetta fólk vinnur ómissandi starf og það er heimsbyggðarinnar að styðja við það. Einmitt þegar þörfin reynist mest ákveður Ísland að frysta fjárframlög til flóttamannaaðstoðarinnar. Þar með tökum við þátt í að frysta samvisku heimsins gagnvart Palestínu, frysta alþjóðlegu mannúðaraðstoðina sem hefur verið líflína allt frá hrakningunum 1948. Nú biðla ég til ríkisstjórnarinnar – ekki frysta! Á meðan dómstóllinn í Haag ræðir í fúlustu alvöru hvort Ísrael fremji þjóðarmorð, á meðan mörghundruð þúsund borgarar eru í bráðri hættu í Rafah, á meðan mannúðarsamtök og alþjóðlegar stofnanir lýsa „ólýsanlegri“ eyðileggingu – ekki frysta! Höfundur er pabbi í Smáíbúðahverfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Tölfræði frá Gaza er þyngri en tárum tekur þessa dagana, tölfræði um veruleika sem við getum ekki ímyndað okkur. Mitt í krísunni berast þær alvarlegu fregnir að örfáir einstaklingar sem störfuðu fyrir Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna séu hugsanlega meðsekir í hrottalegri árás á Ísrael 7. október s.l. Þeir hafa verið látnir taka pokann sinn og óháð rannsókn á málinu sett af stað – eðlilega. Á sama tíma starfa tugþúsindir af heilum hug til að sporna gegn verstu mannúðarkrísu sem sögur fara af í seinni tíð. Þetta fólk vinnur ómissandi starf og það er heimsbyggðarinnar að styðja við það. Einmitt þegar þörfin reynist mest ákveður Ísland að frysta fjárframlög til flóttamannaaðstoðarinnar. Þar með tökum við þátt í að frysta samvisku heimsins gagnvart Palestínu, frysta alþjóðlegu mannúðaraðstoðina sem hefur verið líflína allt frá hrakningunum 1948. Nú biðla ég til ríkisstjórnarinnar – ekki frysta! Á meðan dómstóllinn í Haag ræðir í fúlustu alvöru hvort Ísrael fremji þjóðarmorð, á meðan mörghundruð þúsund borgarar eru í bráðri hættu í Rafah, á meðan mannúðarsamtök og alþjóðlegar stofnanir lýsa „ólýsanlegri“ eyðileggingu – ekki frysta! Höfundur er pabbi í Smáíbúðahverfinu.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar