Tvö eyru og einn munn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 08:01 „Mundu að þú ert með tvö eyru og einn munn” sagði amma mín reglulega við okkur systkinin enda er það ágætis regla að við hlustum meira en við tölum. Við sem störfum í stjórnmálum þurfum að hafa þetta hlutfall milli eyrna og munns sérstaklega ofarlega í huga. Einn mikilvægasti þáttur starfsins er að hitta og hlusta á fólk. Hvað brennur þeim í brjósti, hverjar eru áskoranir þeirra og tækifæri. Skilja ólíkar aðstæður fólks, heyra af nýjum hugmyndum, tækifærum og framtíðarsýn. Hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefst í dag og þá gefst okkur tækifæri til að eiga milliliðalaust samtali við fólk um land allt. Í gær sóttum við fund í Reykjanesbæ. Í dag förum við á Akranes, Húnaþing vestra og Blönduós. Á laugardag verður ferðinni heitið á Sauðárkrók, Siglufjörð, Dalvík og Akureyri. Mývatnssveit, Egilsstaðir, Reyðarfjörður og Eskifjörður verður á leið okkar á sunnudag. Á mánudag verðum við á Djúpavogi, Höfn, Kirkjubæjarklaustri og Vík. Við endum hringferðina á Hvolsvelli, Reykholti, Flúðum, Hrunamannahreppi, Selfossi og Ölfus. Að lokinni hringferð mun ég síðan heimsækja skóla og fyrirtæki í mínu kjördæmi, Reykjavík. Að mæta fólki í sinni heimabyggð er verðmætt, við getum sett okkur inn í raunverulegar aðstæður fólks, hitt þau á heimavelli og í kjölfarið lagt okkar af mörkum til að knýja fram breytingar til góðs á samfélaginu okkar, mótað sterkari sýn og átt dýrmæt samtal. Það þekki ég vel úr ferðum mínum um land allt þar sem ég er reglulega með skrifstofu mína óháð staðsetningu og hef nú þegar heimsótt 25 sveitarfélög og mun halda áfram. Að heyra og skilja hvað brennur á þeim sem reka fyrirtæki, stór og smá, hvort sem er á landsbygðinni eða á höfuðborgarsvæðinu. Það skiptir máli að vita hvað brennur á þeim sem búa við skertar samgöngur eða lélegt netsamband. Það skiptir máli að heyra væntingar fólks til einfaldari og betri þjónustu, menntakerfisins og atvinnutækifæra. Vangaveltur um fleiri námstækifæri, öflug þekkingarsetur og meira fjarnám. Það skiptir máli að vita hvað má gera betur og hvernig við höldum áfram að bæta líf fólks og ná árangri. Í hringferðinni sækjum við heim tugi bæja og vinnustaða, höldum opna fundi og mætum í pottinn. Við munum hlusta og eiga árangursrík samtöl við fjölbreyttan hóp fólks, einstaklinga í sjálfstæðum rekstri, frumkvöðla, námsmenn, bændur, sjómenn og stjórnendur. Það er mikið tilhlökkunarefni að eiga samtal við fólk í öllum landsfjórðungum og vinna að því saman að leysa þá krafta sem búa um allt land úr læðingi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Sjá meira
„Mundu að þú ert með tvö eyru og einn munn” sagði amma mín reglulega við okkur systkinin enda er það ágætis regla að við hlustum meira en við tölum. Við sem störfum í stjórnmálum þurfum að hafa þetta hlutfall milli eyrna og munns sérstaklega ofarlega í huga. Einn mikilvægasti þáttur starfsins er að hitta og hlusta á fólk. Hvað brennur þeim í brjósti, hverjar eru áskoranir þeirra og tækifæri. Skilja ólíkar aðstæður fólks, heyra af nýjum hugmyndum, tækifærum og framtíðarsýn. Hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefst í dag og þá gefst okkur tækifæri til að eiga milliliðalaust samtali við fólk um land allt. Í gær sóttum við fund í Reykjanesbæ. Í dag förum við á Akranes, Húnaþing vestra og Blönduós. Á laugardag verður ferðinni heitið á Sauðárkrók, Siglufjörð, Dalvík og Akureyri. Mývatnssveit, Egilsstaðir, Reyðarfjörður og Eskifjörður verður á leið okkar á sunnudag. Á mánudag verðum við á Djúpavogi, Höfn, Kirkjubæjarklaustri og Vík. Við endum hringferðina á Hvolsvelli, Reykholti, Flúðum, Hrunamannahreppi, Selfossi og Ölfus. Að lokinni hringferð mun ég síðan heimsækja skóla og fyrirtæki í mínu kjördæmi, Reykjavík. Að mæta fólki í sinni heimabyggð er verðmætt, við getum sett okkur inn í raunverulegar aðstæður fólks, hitt þau á heimavelli og í kjölfarið lagt okkar af mörkum til að knýja fram breytingar til góðs á samfélaginu okkar, mótað sterkari sýn og átt dýrmæt samtal. Það þekki ég vel úr ferðum mínum um land allt þar sem ég er reglulega með skrifstofu mína óháð staðsetningu og hef nú þegar heimsótt 25 sveitarfélög og mun halda áfram. Að heyra og skilja hvað brennur á þeim sem reka fyrirtæki, stór og smá, hvort sem er á landsbygðinni eða á höfuðborgarsvæðinu. Það skiptir máli að vita hvað brennur á þeim sem búa við skertar samgöngur eða lélegt netsamband. Það skiptir máli að heyra væntingar fólks til einfaldari og betri þjónustu, menntakerfisins og atvinnutækifæra. Vangaveltur um fleiri námstækifæri, öflug þekkingarsetur og meira fjarnám. Það skiptir máli að vita hvað má gera betur og hvernig við höldum áfram að bæta líf fólks og ná árangri. Í hringferðinni sækjum við heim tugi bæja og vinnustaða, höldum opna fundi og mætum í pottinn. Við munum hlusta og eiga árangursrík samtöl við fjölbreyttan hóp fólks, einstaklinga í sjálfstæðum rekstri, frumkvöðla, námsmenn, bændur, sjómenn og stjórnendur. Það er mikið tilhlökkunarefni að eiga samtal við fólk í öllum landsfjórðungum og vinna að því saman að leysa þá krafta sem búa um allt land úr læðingi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun