Náttúra, vinátta og tilgangur er lausnin við versnandi geðheilsu barna og ungmenna Harpa Ósk Valgeirsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 14:01 Undanfarnar vikur hefur verið áberandi umræða um andlega líðan barna og ungmenna og hvernig hún virðist fara versnandi. Unglingar einangrast í meiri mæli en nokkurn tímann fyrr, tækjanotkun kemur í veg fyrir eðlileg félagsleg samskipti og samanburður og neysluhyggja veldur enn meiri kvíða. Til viðbótar leggst ofan á ungu kynslóðina ótti vegna hamfara í heiminum, loftslagskvíði og spenna vegna yfirvofandi náttúruhamfara. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig stendur á því að það virðist sem æskulýðshreyfing skáta hafi verið hönnuð fyrir þá tíma sem við lifum nú þrátt fyrir að hafa átt upptök sín í byrjun 20.aldar. Í skátastarfi fá börn og ungmenni tilgang og hvatningu til góðra verka, þétt tengslanet jafningja frá ólíkum heimilum, hverfum og menningarheimum, stuðning til að þroska leiðtogahæfileika, hæfnina til að starfa í teymi og hvatningu til að tileinka sér gildi til að þroska einstaklinginn í að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Ég hef sjálf séð það ítrekað með eigin augum hvernig tilgangur og ábyrgð eflir seiglu og kætir þau börn sem taka þátt í starfinu okkar. Unglingar rétta úr bakinu og brosa þegar þau finna að þeim er treyst. Ungmenni taka hástökk í verkefnastjórnun þegar þau fá að taka að sér mótstjórn fyrir 3000 skáta. Leikvöllur skáta og umhverfi sjálfsnámsins er úti í náttúrunni. Útivistin hefur ekki eingöngu þann tilgang að kynna óspilta náttúru fyrir borgarbörnum heldur vitum við að það að eyða tíma sínum við leik og störf í náttúrunni eykur einbeitingu, dregur úr streitu, bætir svefn, eflir líkamlegt atgervi og minnkar líkur á þunglyndi og öðrum geðrænum kvillum. Skátastarf er opið öllum börnum og ungmennum. Auk þess eru fullorðnir sjálfboðaliðar ávallt velkomin þó þau hafi ekki áður verið skátar. Það að taka þátt í slíku sjálfboðaliðastarfi er gefandi og eflir hvern sem á það reynir í leiðtogafærni, verkefnastjórnun og sjálfsbjargargetu. Auk þess er það skemmtilegt, opnar nýjar víddir í starfi erlendis, eykur tengslanetið og minnkar eingangrun. Líttu í kring um þig og finndu skátafélagið í þínu hverfi eða sveitarfélagi, fyrir þig eða barnið þitt. Það er eðli ungmenna að vilja aukin samskipti við jafnaldra og prófa að taka fyrstu skrefin án fjölskyldunnar, ef barnið þitt er unglingur eða ungmenni sem er að draga sig inn í skel tölvuheimsins, ekki hika við að láta reyna á skátastarfið. Til viðbótar við hið hefðbundna skátastarf er nýtt form skátastarfs sem kallast fjölskylduskátastarf er spennandi valkostur fyrir fjölskyldur sem vilja fá stuðning til þess að eiga gæðastundir saman úti í náttúrunni, og er hægt að byrja hvar sem er á landinu hvenær sem er. Fjölskyldurnar hittast einu sinni til tvisvar í mánuði, fá skemmtilega þraut til að leysa saman og í lok dagskrárinnar koma allar fjölskyldurnar saman og elda úti í náttúrunni, borða saman og deila uppgötvunum dagsins. 22.febrúar halda skátar hátíðlegan um allan heim því þann dag fæddist stofnandi skátahreyfingarinnar Baden Powell. Þó að skátahreyfingin í heiminum sé 117 ára gömul hefur starfsemi hennar aldrei verið jafn nauðsynleg og í dag, því skátastarf er sannarlega góður kostur til að veita mótvægi fyrir andlega heilsu barna og ungmenna. Við skátar á Íslandi fögnum 100 ára afmæli Bandalags íslenskra skáta nú árið 2024 og hlökkum til að bjóða íslenskum skátum, erlendum skátum og öllum þeim fjölskyldum sem vilja kynna sér ævintýrið í skátunum á Landsmót skáta í sumar. Höfundur er skátahöfðingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skátar Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur verið áberandi umræða um andlega líðan barna og ungmenna og hvernig hún virðist fara versnandi. Unglingar einangrast í meiri mæli en nokkurn tímann fyrr, tækjanotkun kemur í veg fyrir eðlileg félagsleg samskipti og samanburður og neysluhyggja veldur enn meiri kvíða. Til viðbótar leggst ofan á ungu kynslóðina ótti vegna hamfara í heiminum, loftslagskvíði og spenna vegna yfirvofandi náttúruhamfara. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig stendur á því að það virðist sem æskulýðshreyfing skáta hafi verið hönnuð fyrir þá tíma sem við lifum nú þrátt fyrir að hafa átt upptök sín í byrjun 20.aldar. Í skátastarfi fá börn og ungmenni tilgang og hvatningu til góðra verka, þétt tengslanet jafningja frá ólíkum heimilum, hverfum og menningarheimum, stuðning til að þroska leiðtogahæfileika, hæfnina til að starfa í teymi og hvatningu til að tileinka sér gildi til að þroska einstaklinginn í að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Ég hef sjálf séð það ítrekað með eigin augum hvernig tilgangur og ábyrgð eflir seiglu og kætir þau börn sem taka þátt í starfinu okkar. Unglingar rétta úr bakinu og brosa þegar þau finna að þeim er treyst. Ungmenni taka hástökk í verkefnastjórnun þegar þau fá að taka að sér mótstjórn fyrir 3000 skáta. Leikvöllur skáta og umhverfi sjálfsnámsins er úti í náttúrunni. Útivistin hefur ekki eingöngu þann tilgang að kynna óspilta náttúru fyrir borgarbörnum heldur vitum við að það að eyða tíma sínum við leik og störf í náttúrunni eykur einbeitingu, dregur úr streitu, bætir svefn, eflir líkamlegt atgervi og minnkar líkur á þunglyndi og öðrum geðrænum kvillum. Skátastarf er opið öllum börnum og ungmennum. Auk þess eru fullorðnir sjálfboðaliðar ávallt velkomin þó þau hafi ekki áður verið skátar. Það að taka þátt í slíku sjálfboðaliðastarfi er gefandi og eflir hvern sem á það reynir í leiðtogafærni, verkefnastjórnun og sjálfsbjargargetu. Auk þess er það skemmtilegt, opnar nýjar víddir í starfi erlendis, eykur tengslanetið og minnkar eingangrun. Líttu í kring um þig og finndu skátafélagið í þínu hverfi eða sveitarfélagi, fyrir þig eða barnið þitt. Það er eðli ungmenna að vilja aukin samskipti við jafnaldra og prófa að taka fyrstu skrefin án fjölskyldunnar, ef barnið þitt er unglingur eða ungmenni sem er að draga sig inn í skel tölvuheimsins, ekki hika við að láta reyna á skátastarfið. Til viðbótar við hið hefðbundna skátastarf er nýtt form skátastarfs sem kallast fjölskylduskátastarf er spennandi valkostur fyrir fjölskyldur sem vilja fá stuðning til þess að eiga gæðastundir saman úti í náttúrunni, og er hægt að byrja hvar sem er á landinu hvenær sem er. Fjölskyldurnar hittast einu sinni til tvisvar í mánuði, fá skemmtilega þraut til að leysa saman og í lok dagskrárinnar koma allar fjölskyldurnar saman og elda úti í náttúrunni, borða saman og deila uppgötvunum dagsins. 22.febrúar halda skátar hátíðlegan um allan heim því þann dag fæddist stofnandi skátahreyfingarinnar Baden Powell. Þó að skátahreyfingin í heiminum sé 117 ára gömul hefur starfsemi hennar aldrei verið jafn nauðsynleg og í dag, því skátastarf er sannarlega góður kostur til að veita mótvægi fyrir andlega heilsu barna og ungmenna. Við skátar á Íslandi fögnum 100 ára afmæli Bandalags íslenskra skáta nú árið 2024 og hlökkum til að bjóða íslenskum skátum, erlendum skátum og öllum þeim fjölskyldum sem vilja kynna sér ævintýrið í skátunum á Landsmót skáta í sumar. Höfundur er skátahöfðingi.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar