Náttúra, vinátta og tilgangur er lausnin við versnandi geðheilsu barna og ungmenna Harpa Ósk Valgeirsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 14:01 Undanfarnar vikur hefur verið áberandi umræða um andlega líðan barna og ungmenna og hvernig hún virðist fara versnandi. Unglingar einangrast í meiri mæli en nokkurn tímann fyrr, tækjanotkun kemur í veg fyrir eðlileg félagsleg samskipti og samanburður og neysluhyggja veldur enn meiri kvíða. Til viðbótar leggst ofan á ungu kynslóðina ótti vegna hamfara í heiminum, loftslagskvíði og spenna vegna yfirvofandi náttúruhamfara. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig stendur á því að það virðist sem æskulýðshreyfing skáta hafi verið hönnuð fyrir þá tíma sem við lifum nú þrátt fyrir að hafa átt upptök sín í byrjun 20.aldar. Í skátastarfi fá börn og ungmenni tilgang og hvatningu til góðra verka, þétt tengslanet jafningja frá ólíkum heimilum, hverfum og menningarheimum, stuðning til að þroska leiðtogahæfileika, hæfnina til að starfa í teymi og hvatningu til að tileinka sér gildi til að þroska einstaklinginn í að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Ég hef sjálf séð það ítrekað með eigin augum hvernig tilgangur og ábyrgð eflir seiglu og kætir þau börn sem taka þátt í starfinu okkar. Unglingar rétta úr bakinu og brosa þegar þau finna að þeim er treyst. Ungmenni taka hástökk í verkefnastjórnun þegar þau fá að taka að sér mótstjórn fyrir 3000 skáta. Leikvöllur skáta og umhverfi sjálfsnámsins er úti í náttúrunni. Útivistin hefur ekki eingöngu þann tilgang að kynna óspilta náttúru fyrir borgarbörnum heldur vitum við að það að eyða tíma sínum við leik og störf í náttúrunni eykur einbeitingu, dregur úr streitu, bætir svefn, eflir líkamlegt atgervi og minnkar líkur á þunglyndi og öðrum geðrænum kvillum. Skátastarf er opið öllum börnum og ungmennum. Auk þess eru fullorðnir sjálfboðaliðar ávallt velkomin þó þau hafi ekki áður verið skátar. Það að taka þátt í slíku sjálfboðaliðastarfi er gefandi og eflir hvern sem á það reynir í leiðtogafærni, verkefnastjórnun og sjálfsbjargargetu. Auk þess er það skemmtilegt, opnar nýjar víddir í starfi erlendis, eykur tengslanetið og minnkar eingangrun. Líttu í kring um þig og finndu skátafélagið í þínu hverfi eða sveitarfélagi, fyrir þig eða barnið þitt. Það er eðli ungmenna að vilja aukin samskipti við jafnaldra og prófa að taka fyrstu skrefin án fjölskyldunnar, ef barnið þitt er unglingur eða ungmenni sem er að draga sig inn í skel tölvuheimsins, ekki hika við að láta reyna á skátastarfið. Til viðbótar við hið hefðbundna skátastarf er nýtt form skátastarfs sem kallast fjölskylduskátastarf er spennandi valkostur fyrir fjölskyldur sem vilja fá stuðning til þess að eiga gæðastundir saman úti í náttúrunni, og er hægt að byrja hvar sem er á landinu hvenær sem er. Fjölskyldurnar hittast einu sinni til tvisvar í mánuði, fá skemmtilega þraut til að leysa saman og í lok dagskrárinnar koma allar fjölskyldurnar saman og elda úti í náttúrunni, borða saman og deila uppgötvunum dagsins. 22.febrúar halda skátar hátíðlegan um allan heim því þann dag fæddist stofnandi skátahreyfingarinnar Baden Powell. Þó að skátahreyfingin í heiminum sé 117 ára gömul hefur starfsemi hennar aldrei verið jafn nauðsynleg og í dag, því skátastarf er sannarlega góður kostur til að veita mótvægi fyrir andlega heilsu barna og ungmenna. Við skátar á Íslandi fögnum 100 ára afmæli Bandalags íslenskra skáta nú árið 2024 og hlökkum til að bjóða íslenskum skátum, erlendum skátum og öllum þeim fjölskyldum sem vilja kynna sér ævintýrið í skátunum á Landsmót skáta í sumar. Höfundur er skátahöfðingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skátar Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur verið áberandi umræða um andlega líðan barna og ungmenna og hvernig hún virðist fara versnandi. Unglingar einangrast í meiri mæli en nokkurn tímann fyrr, tækjanotkun kemur í veg fyrir eðlileg félagsleg samskipti og samanburður og neysluhyggja veldur enn meiri kvíða. Til viðbótar leggst ofan á ungu kynslóðina ótti vegna hamfara í heiminum, loftslagskvíði og spenna vegna yfirvofandi náttúruhamfara. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig stendur á því að það virðist sem æskulýðshreyfing skáta hafi verið hönnuð fyrir þá tíma sem við lifum nú þrátt fyrir að hafa átt upptök sín í byrjun 20.aldar. Í skátastarfi fá börn og ungmenni tilgang og hvatningu til góðra verka, þétt tengslanet jafningja frá ólíkum heimilum, hverfum og menningarheimum, stuðning til að þroska leiðtogahæfileika, hæfnina til að starfa í teymi og hvatningu til að tileinka sér gildi til að þroska einstaklinginn í að vera virkur þátttakandi í samfélaginu. Ég hef sjálf séð það ítrekað með eigin augum hvernig tilgangur og ábyrgð eflir seiglu og kætir þau börn sem taka þátt í starfinu okkar. Unglingar rétta úr bakinu og brosa þegar þau finna að þeim er treyst. Ungmenni taka hástökk í verkefnastjórnun þegar þau fá að taka að sér mótstjórn fyrir 3000 skáta. Leikvöllur skáta og umhverfi sjálfsnámsins er úti í náttúrunni. Útivistin hefur ekki eingöngu þann tilgang að kynna óspilta náttúru fyrir borgarbörnum heldur vitum við að það að eyða tíma sínum við leik og störf í náttúrunni eykur einbeitingu, dregur úr streitu, bætir svefn, eflir líkamlegt atgervi og minnkar líkur á þunglyndi og öðrum geðrænum kvillum. Skátastarf er opið öllum börnum og ungmennum. Auk þess eru fullorðnir sjálfboðaliðar ávallt velkomin þó þau hafi ekki áður verið skátar. Það að taka þátt í slíku sjálfboðaliðastarfi er gefandi og eflir hvern sem á það reynir í leiðtogafærni, verkefnastjórnun og sjálfsbjargargetu. Auk þess er það skemmtilegt, opnar nýjar víddir í starfi erlendis, eykur tengslanetið og minnkar eingangrun. Líttu í kring um þig og finndu skátafélagið í þínu hverfi eða sveitarfélagi, fyrir þig eða barnið þitt. Það er eðli ungmenna að vilja aukin samskipti við jafnaldra og prófa að taka fyrstu skrefin án fjölskyldunnar, ef barnið þitt er unglingur eða ungmenni sem er að draga sig inn í skel tölvuheimsins, ekki hika við að láta reyna á skátastarfið. Til viðbótar við hið hefðbundna skátastarf er nýtt form skátastarfs sem kallast fjölskylduskátastarf er spennandi valkostur fyrir fjölskyldur sem vilja fá stuðning til þess að eiga gæðastundir saman úti í náttúrunni, og er hægt að byrja hvar sem er á landinu hvenær sem er. Fjölskyldurnar hittast einu sinni til tvisvar í mánuði, fá skemmtilega þraut til að leysa saman og í lok dagskrárinnar koma allar fjölskyldurnar saman og elda úti í náttúrunni, borða saman og deila uppgötvunum dagsins. 22.febrúar halda skátar hátíðlegan um allan heim því þann dag fæddist stofnandi skátahreyfingarinnar Baden Powell. Þó að skátahreyfingin í heiminum sé 117 ára gömul hefur starfsemi hennar aldrei verið jafn nauðsynleg og í dag, því skátastarf er sannarlega góður kostur til að veita mótvægi fyrir andlega heilsu barna og ungmenna. Við skátar á Íslandi fögnum 100 ára afmæli Bandalags íslenskra skáta nú árið 2024 og hlökkum til að bjóða íslenskum skátum, erlendum skátum og öllum þeim fjölskyldum sem vilja kynna sér ævintýrið í skátunum á Landsmót skáta í sumar. Höfundur er skátahöfðingi.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun