Leigubílstjóri olli Sveindísi vonbrigðum: „Þau eru bara eftir á hérna“ Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2024 10:32 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur skorað átta mörk fyrir Ísland og er mætt aftur í landsliðið eftir meiðsli í haust. VÍSIR/VILHELM Þó að uppgangur og áhugi á knattspyrnu kvenna hafi aukist hratt víða um heim á síðustu árum þá er það ekki algilt eins og Sveindís Jane Jónsdóttir rak sig á við komuna til Serbíu. Hún segir Serba virðast aftarlega á merinni í þessum efnum. Sveindís er mætt aftur í íslenska landsliðið eftir meiðsli í haust, fyrir leikina mikilvægu við Serba í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildar UEFA. Fyrri leikurinn er ytra á morgun, klukkan 15 að íslenskum tíma, en sá seinni á Kópavogsvelli á þriðjudag klukkan 14:30. Sveindís hefur sem leikmaður Wolfsburg í Þýskalandi spilað leiki þar sem áhorfendamet hafa verið sett síðustu misseri, til að mynda fyrir framan fullan Nou Camp í Barcelona og í úrslitaleikjum þýska bikarsins og Meistaradeildar Evrópu í fyrra. Þá var hún í landsliðinu á afar vel heppnuðu EM í Englandi 2022. Hún er því vel meðvituð um uppganginn í knattspyrnu kvenna en þykir ljóst að annað sé uppi á teningnum í Serbíu, eins og fram kom í viðtali við Sveindísi á RÚV. „Við erum ekkert mikið að pæla í kvennaboltanum hér“ „Mér finnst mjög mikill áhugi á fótbolta í Þýskalandi. Þetta er auðvitað allt á uppleið á Íslandi. Þegar ég var að byrja í fótbolta vorum við ekki margar stelpur að æfa. Núna eru bara allar stelpur í fótbolta liggur við. Mér finnst þetta allt vera á uppleið en ég veit ekki með Serbíu,“ sagði Sveindís og bætti við: „Ég tók leigubíl frá flugvellinum upp á hótelið og talaði við leigubílstjórann. Hann sagði bara: „Fótbolta? Við erum ekkert mikið að pæla í kvennaboltanum hér“. Ég bara: „Já, ókei“. Auðvitað er það leiðinlegt en þau eru bara eftir á hérna. Vonandi breytist það einhvern tímann.“ Unnu Þýskaland fyrir tveimur árum Þrátt fyrir orð leigubílstjórans hefur kvennalandslið Serbíu gert ágæta hluti undanfarin ár, þar sem hæst ber magnaður sigur á einu besta landsliði heims, Þýskalandi, 3-2 í undankeppni HM fyrir tveimur árum. Liðið er í 36. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í 15. sæti. Ísland og Serbía mætast vegna þess að Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í A-deild Þjóðadeildarinnar, en Serbía í 2. sæti síns riðils í B-deild. Liðið sem vinnur umspilið leikur í A-deildinni í ár en tapliðið í B-deild. Að leika í A-deildinni hefur aukið mikilvægi í ár því aðeins lið þaðan geta komist beint á EM 2025, öll lið í A-deild eru örugg um að komast í umspil um EM-sæti, og umspilsleið A-deildarliðanna er þægilegri en liða úr B-deild. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Natasha kölluð inn í landsliðið Natasha Anasi, miðvörður Brann í Noregi, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið fyrir leikina mikilvægu við Serbíu sem framundan eru. 15. febrúar 2024 10:30 „Ekki draumastaða, ég get alveg sagt það“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins hefur valið leikmannahóp sem tekur þátt í mikilvægu einvígi um laust sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar undir lok mánaðarins. Hann tekur andstæðinginn í umspilinu alvarlega og segir okkar konur þurfa að mæta klárar í allt. 9. febrúar 2024 18:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Sjá meira
Sveindís er mætt aftur í íslenska landsliðið eftir meiðsli í haust, fyrir leikina mikilvægu við Serba í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildar UEFA. Fyrri leikurinn er ytra á morgun, klukkan 15 að íslenskum tíma, en sá seinni á Kópavogsvelli á þriðjudag klukkan 14:30. Sveindís hefur sem leikmaður Wolfsburg í Þýskalandi spilað leiki þar sem áhorfendamet hafa verið sett síðustu misseri, til að mynda fyrir framan fullan Nou Camp í Barcelona og í úrslitaleikjum þýska bikarsins og Meistaradeildar Evrópu í fyrra. Þá var hún í landsliðinu á afar vel heppnuðu EM í Englandi 2022. Hún er því vel meðvituð um uppganginn í knattspyrnu kvenna en þykir ljóst að annað sé uppi á teningnum í Serbíu, eins og fram kom í viðtali við Sveindísi á RÚV. „Við erum ekkert mikið að pæla í kvennaboltanum hér“ „Mér finnst mjög mikill áhugi á fótbolta í Þýskalandi. Þetta er auðvitað allt á uppleið á Íslandi. Þegar ég var að byrja í fótbolta vorum við ekki margar stelpur að æfa. Núna eru bara allar stelpur í fótbolta liggur við. Mér finnst þetta allt vera á uppleið en ég veit ekki með Serbíu,“ sagði Sveindís og bætti við: „Ég tók leigubíl frá flugvellinum upp á hótelið og talaði við leigubílstjórann. Hann sagði bara: „Fótbolta? Við erum ekkert mikið að pæla í kvennaboltanum hér“. Ég bara: „Já, ókei“. Auðvitað er það leiðinlegt en þau eru bara eftir á hérna. Vonandi breytist það einhvern tímann.“ Unnu Þýskaland fyrir tveimur árum Þrátt fyrir orð leigubílstjórans hefur kvennalandslið Serbíu gert ágæta hluti undanfarin ár, þar sem hæst ber magnaður sigur á einu besta landsliði heims, Þýskalandi, 3-2 í undankeppni HM fyrir tveimur árum. Liðið er í 36. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í 15. sæti. Ísland og Serbía mætast vegna þess að Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í A-deild Þjóðadeildarinnar, en Serbía í 2. sæti síns riðils í B-deild. Liðið sem vinnur umspilið leikur í A-deildinni í ár en tapliðið í B-deild. Að leika í A-deildinni hefur aukið mikilvægi í ár því aðeins lið þaðan geta komist beint á EM 2025, öll lið í A-deild eru örugg um að komast í umspil um EM-sæti, og umspilsleið A-deildarliðanna er þægilegri en liða úr B-deild.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Natasha kölluð inn í landsliðið Natasha Anasi, miðvörður Brann í Noregi, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið fyrir leikina mikilvægu við Serbíu sem framundan eru. 15. febrúar 2024 10:30 „Ekki draumastaða, ég get alveg sagt það“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins hefur valið leikmannahóp sem tekur þátt í mikilvægu einvígi um laust sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar undir lok mánaðarins. Hann tekur andstæðinginn í umspilinu alvarlega og segir okkar konur þurfa að mæta klárar í allt. 9. febrúar 2024 18:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Sjá meira
Natasha kölluð inn í landsliðið Natasha Anasi, miðvörður Brann í Noregi, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið fyrir leikina mikilvægu við Serbíu sem framundan eru. 15. febrúar 2024 10:30
„Ekki draumastaða, ég get alveg sagt það“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins hefur valið leikmannahóp sem tekur þátt í mikilvægu einvígi um laust sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar undir lok mánaðarins. Hann tekur andstæðinginn í umspilinu alvarlega og segir okkar konur þurfa að mæta klárar í allt. 9. febrúar 2024 18:00