Anníe Mist: Ef þið viljið vinna mig í The Open þá er tækifærið núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir lætur ekki sjö mánaða bumbu stoppa sig frá því að taka þátt í The Open í ár. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir er kasólétt, eins og flestir vita, en það stoppar hana ekkert í því að mæta í lyftingasalinn. Það stoppar Anníe heldur ekkert í því að taka þátt í The Open í ár en það er fyrsta stig undankeppni heimsleikanna sem fara fram í Texas fylki í Bandaríkjunum í haust. The Open eru þrjár vikur af ákveðnum hópi æfinga sem allir þátttakendur þurfa að skila inn. Í hverri viku eru kynntar nýjar æfingar sem allir reyna sig við. Fyrsta vikan er 29. febrúar til 4. mars en sú síðasta er 14. til 18. mars. Það eiga fleiri nú möguleika á því að komast í fjórðungsúrslitin en þangað komast 25 prósent af keppendum í stað tíu prósenta undanfarin ár. Anníe á von á sér í maí og er því komin tæplega sjö mánuði á leið. Einhverjir hafa verið að forvitnast um það hvort hún myndi reyna að taka þátt í The Open í ár enda hefur hún verið dugleg að sýna frá sér æfa að undanförnu. Anníe er náttúrulega komin með stóra bumbu sem takmarkar hana auðvitað eitthvað en hún gefur engu að síður ekkert eftir við lyftingarnar. Hún svaraði líka forvitni aðdáenda sinna í nýjasta pistli sínum á samfélagsmiðlum. „Svo, erum við að taka þátt í The Open í ár? Þetta verður auðvitað allt öðruvísi fyrir mig en ég plana það að skrá mig til leiks og gera ‚sköluðu' útgáfuna þegar það á við og þegar það er best að vera skynsöm. Ég vil leika mér með ykkur,“ skrifaði Anníe. „Ef þið viljið vinna mig í The Open þá er tækifærið núna,“ skrifaði Anníe. Hún sýndi líka myndband af sér á fullu að lyfta með næstum því sjö mánaða bumbu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Það stoppar Anníe heldur ekkert í því að taka þátt í The Open í ár en það er fyrsta stig undankeppni heimsleikanna sem fara fram í Texas fylki í Bandaríkjunum í haust. The Open eru þrjár vikur af ákveðnum hópi æfinga sem allir þátttakendur þurfa að skila inn. Í hverri viku eru kynntar nýjar æfingar sem allir reyna sig við. Fyrsta vikan er 29. febrúar til 4. mars en sú síðasta er 14. til 18. mars. Það eiga fleiri nú möguleika á því að komast í fjórðungsúrslitin en þangað komast 25 prósent af keppendum í stað tíu prósenta undanfarin ár. Anníe á von á sér í maí og er því komin tæplega sjö mánuði á leið. Einhverjir hafa verið að forvitnast um það hvort hún myndi reyna að taka þátt í The Open í ár enda hefur hún verið dugleg að sýna frá sér æfa að undanförnu. Anníe er náttúrulega komin með stóra bumbu sem takmarkar hana auðvitað eitthvað en hún gefur engu að síður ekkert eftir við lyftingarnar. Hún svaraði líka forvitni aðdáenda sinna í nýjasta pistli sínum á samfélagsmiðlum. „Svo, erum við að taka þátt í The Open í ár? Þetta verður auðvitað allt öðruvísi fyrir mig en ég plana það að skrá mig til leiks og gera ‚sköluðu' útgáfuna þegar það á við og þegar það er best að vera skynsöm. Ég vil leika mér með ykkur,“ skrifaði Anníe. „Ef þið viljið vinna mig í The Open þá er tækifærið núna,“ skrifaði Anníe. Hún sýndi líka myndband af sér á fullu að lyfta með næstum því sjö mánaða bumbu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira