Útlendingahatur er eitur í samfélaginu Jón Frímann Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 08:01 Útlendingahatur er byggt á lygi, sem er uppfinning fólks á 16. öldinni til þess að réttlæta þrælahald, misnotkun og slæma meðferð á fólki. Síðan þá hefur þessi lygi lifað góðu lífi í samfélögum og valdið þar skaða, tjóni og kostað ótalin mannslíf. Staðreyndin er sú að íslendingar eru hvorki betri eða verri en aðrir. Það að blása til útlendingahaturs er lægsta og ógeðslegasta form stjórnmála sem hægt er að fara í til þess að ná sér í atkvæði fólk sem er jafn hrætt við sinn eigin skugga eins og annað fólk. Það á skilyrðislaust að hafna stjórnmálum sem byggja á hatri og því að koma af stað deilum í samfélaginu með því að skipta því í andstæða hópa eins og er verið að gera hérna. Samkvæmt mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna sem Ísland er aðili að. Þá er það réttur fólk sem er undir ofsóknum að sækja um hæli og að fá að lifa á Íslandi eins og öllum öðrum ríkjum sem eru aðili að þessum sáttmála. Það á að virða það eins og önnur alþjóðalög sem Ísland er aðili að. Ég hef þá hörðu stefnu að kjósa ekki stjórnmálaflokka sem boða útlendingahatur af einhverri gerðinni. Þar sem sagan sýnir að það sem kemur í kjölfarið er svo miklu verra ef þetta er ekki stöðvað strax. Enda er þessu blandað saman við öfgafulla þjóðernishyggju og niðurstaðan verður alltaf mannleg hörmung sem kemur í kjölfarið og býr til skaða sem varir í margar kynslóðir. Það er hvorki innflytjendum eða flóttamönnum að kenna að innviðir á Íslandi eru í því ástandi sem þeim eru. Það er einnig lygi að útgjöld séu orðin stjórnlaus, þau hafa hækkað vegna þess að allt annað hefur hækkað. Einnig sem að íslendingum hefur fjölgað á síðustu árum, og þá þarf að stækka kerfin sem sjá um allt. Það hefur ekki verið gert almennilega og því er ástandið eins og það er núna. Niðurskurður og skortur á fjármagni í málaflokk flóttamanna er eingöngu ríkisstjórnarflokkunum að kenna og það hefur alltaf verið þannig. Að kenna slíku á innflytjendur og flóttamenn er fáránlegt enda fær þetta fólk ekki að kjósa til Alþingis á Íslandi og getur ekki komið skoðunum sínum á framfæri í kosningum. Þarna er ábyrgðin hjá íslendingum og hefur alltaf verið. Staðreyndin er að mannúð er svarið sem allir eru að leita eftir. Með því að hætta við fangabúðir sem eru kallaðar „búsetuúrræði“. Staðreyndir hætta ekki að vera staðreyndir, þó svo að þær séu kallaðar einhverju öðru nafni. Þeir sem kjósa að flytja til Íslands eru langflestir frá ríkjum Evrópusambandsins og það fólk hefur rétt á því að búa á Íslandi á grundvelli frjálsrar farar milli ríkja Evrópusambandsins og EES. Það eru ekkert rosalega margir sem kjósa á búa á Íslandi til lengri tíma eða flytja hingað varanlega. Flest af þessu fólki flytur frá Íslandi innan nokkura ára, þá fer það til síns heimaríkis eða annars ríki innan Evrópusambandsins (þar sem veðrið er ögn betra og hlýrra). Það er síðan fólk sem flytur til Íslands frá ríkjum utan Evrópusambandsins, það fólk þarf að fara í gegnum allt ferlið hjá Útlendingastofnun og fá leyfi til þess að vinna og búa á Íslandi, eitthvað sem er hvorki sjálfgefið eða einfalt. Síðan er það þeir sem koma til Íslands sem eru á flótta. Vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu og stríðsins þar, þá hefur fólki þaðan fjölgað á Íslandi. Þetta er samt ekkert stór hópur, rétt innan við 4000 manns samkvæmt síðustu tölum. Eins og þetta er talið á Íslandi, þá er þetta fólk talið með öðrum flóttamönnum á Íslandi. Það ýkir þær tölur um komur flóttamanna um mörg þúsund manns, það sama gerðist með fólk sem kom frá Venesúela til Íslands, þegar það gat sótt um leyfi til þess að búa á Íslandi án vandamála (þangað til ákveðnir stjórnmálamenn fóru að ljúga upp á þetta fólk og blása til hræðsluáróðurs um það). Þetta er ennþá minni hópur, rétt um 1800 manns eða færri. Síðan eru það flóttamenn frá öðrum ríkjum. Það eru innan við 1000 manns og stjórnvöld á Íslandi vísa um 95% af því fólki aftur til þess ríkis sem það kom frá. Það er yfirleitt Grikkland eða Ítalía. Þegar nánar er skoðað, þá er þessi málaflokkur hvorki flókinn eða erfiður. Það er hinsvegar íslenskra stjórnvalda að standa sig í þessu og núna kjósa þau að gera það ekki. Setja upp fullt af takmörkunum, hömlum í lögum og í stjórnkerfinu í heild sinni til þess að koma í veg fyrir að flóttamenn frá ríkjum sem þau telja óæskileg komist til Íslands og setjist hér að. Það er rangt að gera slíkt og það hefur verið mín skoðun lengi. Það er einnig ljóst að eftir minna en mannsaldur. Þá man ekki nokkur maður eftir því hvaðan fólk kom upprunalega. Þeir einu sem muna slíkt er fólk sem stendur í ættfræði og eftir nokkrar aldir, þá líta allar ættir meira og minna eins út á yfirlitinu. Þeir sem dreifa hatrinu gleymast einnig fljótt eftir að þeir hverfa af sjónarsviðinu. Öllum til hagsbóta. Það er einnig staðreynd að stríð getur alltaf komið til Íslands. Ef það gerist og íslendingar neyðast til þess að leggja á flótta. Hvað þá? Viðbót Þegar ég var að vinna þessa grein. Þá kynnti ríkisstjórnin nýjar stefnur í þessum málum. Stefnan sem var tekin er ekkert annað en mannvonska og síðan á að minnka fjármagnið í þennan málaflokk sem varðar flóttamenn sem koma á eigin vegum. Vegna mjög háværra bullara sem halda því fram að 30 milljarðar séu mikið. Tekjur íslenska ríkisins voru 1.800 til 2.000 milljarðar árið 2023 þegar allt er talið. Því eru 30 milljarðar innan við 1% af tekjum íslenska ríkisins og það er alveg ljóst að íslenska ríkið getur gert betur en velur að gera það ekki. Í staðinn er farin stefna útilokunar, mannhaturs og siðferðislegs gjaldþrots þeirra sem koma að þessum málaflokkum. Mér sýnist einnig að það eigi að flækja og gera fólki frá ríkjum utan ESB og EES erfiðara að koma og flytja til Íslands. Það er einnig vond stefna og hefur ekki farið batnandi á síðustu árum, þar sem ríkisstjórnir nota fyrir sig aukið hatur á útlendingum til þess að afla sér atkvæða í kosningum til Alþingis. Fólk, hvaðan sem það kemur á að njóta þeirrar mannréttinda að fá að koma til Íslands og setjast hérna að ef það svo kýs. Uppruni útlendingalaga í þeirri mynd sem þau eru í dag eiga rætur sínar að tekja til útlendingahaturs og uppgang fasisma á síðustu árum í Evrópu, í hægri stjórnmálaflokka sem hafa alið skipulega á hatri á útlendingum og þeim sem eru öðruvísi. Bæði er til skammar í dag og verður til skammar í framtíðinni. Sú ríkisstjórn sem nú situr og þeir sem sitja í þessari ríkisstjórn munu sitja uppi með þessa skömm til hins hinsta dags og margra mannsaldra þar á eftir. Þetta fólk byrjar fyrst á þeim sem eru hvað varnarlausir í samfélaginu. Það eru innflytjendur og flóttamenn. Síðan kemur af öllum öðrum í samfélaginu sem þessu fólki líkar ekki við. Þá hefst svipuð en önnur umræða haturs í garð þess fólks. Þetta er þekkt saga og er búin að sjást vel í þeim ríkjum Evrópu þar sem lýðræðið hefur staðið höllum fæti á undanförnum árum. Höfundur er rithöfundur. Heimildir The lie that invented racism | John Biewen (YouTube) Útlendingastofnun - Tölfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Jón Frímann Jónsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Útlendingahatur er byggt á lygi, sem er uppfinning fólks á 16. öldinni til þess að réttlæta þrælahald, misnotkun og slæma meðferð á fólki. Síðan þá hefur þessi lygi lifað góðu lífi í samfélögum og valdið þar skaða, tjóni og kostað ótalin mannslíf. Staðreyndin er sú að íslendingar eru hvorki betri eða verri en aðrir. Það að blása til útlendingahaturs er lægsta og ógeðslegasta form stjórnmála sem hægt er að fara í til þess að ná sér í atkvæði fólk sem er jafn hrætt við sinn eigin skugga eins og annað fólk. Það á skilyrðislaust að hafna stjórnmálum sem byggja á hatri og því að koma af stað deilum í samfélaginu með því að skipta því í andstæða hópa eins og er verið að gera hérna. Samkvæmt mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna sem Ísland er aðili að. Þá er það réttur fólk sem er undir ofsóknum að sækja um hæli og að fá að lifa á Íslandi eins og öllum öðrum ríkjum sem eru aðili að þessum sáttmála. Það á að virða það eins og önnur alþjóðalög sem Ísland er aðili að. Ég hef þá hörðu stefnu að kjósa ekki stjórnmálaflokka sem boða útlendingahatur af einhverri gerðinni. Þar sem sagan sýnir að það sem kemur í kjölfarið er svo miklu verra ef þetta er ekki stöðvað strax. Enda er þessu blandað saman við öfgafulla þjóðernishyggju og niðurstaðan verður alltaf mannleg hörmung sem kemur í kjölfarið og býr til skaða sem varir í margar kynslóðir. Það er hvorki innflytjendum eða flóttamönnum að kenna að innviðir á Íslandi eru í því ástandi sem þeim eru. Það er einnig lygi að útgjöld séu orðin stjórnlaus, þau hafa hækkað vegna þess að allt annað hefur hækkað. Einnig sem að íslendingum hefur fjölgað á síðustu árum, og þá þarf að stækka kerfin sem sjá um allt. Það hefur ekki verið gert almennilega og því er ástandið eins og það er núna. Niðurskurður og skortur á fjármagni í málaflokk flóttamanna er eingöngu ríkisstjórnarflokkunum að kenna og það hefur alltaf verið þannig. Að kenna slíku á innflytjendur og flóttamenn er fáránlegt enda fær þetta fólk ekki að kjósa til Alþingis á Íslandi og getur ekki komið skoðunum sínum á framfæri í kosningum. Þarna er ábyrgðin hjá íslendingum og hefur alltaf verið. Staðreyndin er að mannúð er svarið sem allir eru að leita eftir. Með því að hætta við fangabúðir sem eru kallaðar „búsetuúrræði“. Staðreyndir hætta ekki að vera staðreyndir, þó svo að þær séu kallaðar einhverju öðru nafni. Þeir sem kjósa að flytja til Íslands eru langflestir frá ríkjum Evrópusambandsins og það fólk hefur rétt á því að búa á Íslandi á grundvelli frjálsrar farar milli ríkja Evrópusambandsins og EES. Það eru ekkert rosalega margir sem kjósa á búa á Íslandi til lengri tíma eða flytja hingað varanlega. Flest af þessu fólki flytur frá Íslandi innan nokkura ára, þá fer það til síns heimaríkis eða annars ríki innan Evrópusambandsins (þar sem veðrið er ögn betra og hlýrra). Það er síðan fólk sem flytur til Íslands frá ríkjum utan Evrópusambandsins, það fólk þarf að fara í gegnum allt ferlið hjá Útlendingastofnun og fá leyfi til þess að vinna og búa á Íslandi, eitthvað sem er hvorki sjálfgefið eða einfalt. Síðan er það þeir sem koma til Íslands sem eru á flótta. Vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu og stríðsins þar, þá hefur fólki þaðan fjölgað á Íslandi. Þetta er samt ekkert stór hópur, rétt innan við 4000 manns samkvæmt síðustu tölum. Eins og þetta er talið á Íslandi, þá er þetta fólk talið með öðrum flóttamönnum á Íslandi. Það ýkir þær tölur um komur flóttamanna um mörg þúsund manns, það sama gerðist með fólk sem kom frá Venesúela til Íslands, þegar það gat sótt um leyfi til þess að búa á Íslandi án vandamála (þangað til ákveðnir stjórnmálamenn fóru að ljúga upp á þetta fólk og blása til hræðsluáróðurs um það). Þetta er ennþá minni hópur, rétt um 1800 manns eða færri. Síðan eru það flóttamenn frá öðrum ríkjum. Það eru innan við 1000 manns og stjórnvöld á Íslandi vísa um 95% af því fólki aftur til þess ríkis sem það kom frá. Það er yfirleitt Grikkland eða Ítalía. Þegar nánar er skoðað, þá er þessi málaflokkur hvorki flókinn eða erfiður. Það er hinsvegar íslenskra stjórnvalda að standa sig í þessu og núna kjósa þau að gera það ekki. Setja upp fullt af takmörkunum, hömlum í lögum og í stjórnkerfinu í heild sinni til þess að koma í veg fyrir að flóttamenn frá ríkjum sem þau telja óæskileg komist til Íslands og setjist hér að. Það er rangt að gera slíkt og það hefur verið mín skoðun lengi. Það er einnig ljóst að eftir minna en mannsaldur. Þá man ekki nokkur maður eftir því hvaðan fólk kom upprunalega. Þeir einu sem muna slíkt er fólk sem stendur í ættfræði og eftir nokkrar aldir, þá líta allar ættir meira og minna eins út á yfirlitinu. Þeir sem dreifa hatrinu gleymast einnig fljótt eftir að þeir hverfa af sjónarsviðinu. Öllum til hagsbóta. Það er einnig staðreynd að stríð getur alltaf komið til Íslands. Ef það gerist og íslendingar neyðast til þess að leggja á flótta. Hvað þá? Viðbót Þegar ég var að vinna þessa grein. Þá kynnti ríkisstjórnin nýjar stefnur í þessum málum. Stefnan sem var tekin er ekkert annað en mannvonska og síðan á að minnka fjármagnið í þennan málaflokk sem varðar flóttamenn sem koma á eigin vegum. Vegna mjög háværra bullara sem halda því fram að 30 milljarðar séu mikið. Tekjur íslenska ríkisins voru 1.800 til 2.000 milljarðar árið 2023 þegar allt er talið. Því eru 30 milljarðar innan við 1% af tekjum íslenska ríkisins og það er alveg ljóst að íslenska ríkið getur gert betur en velur að gera það ekki. Í staðinn er farin stefna útilokunar, mannhaturs og siðferðislegs gjaldþrots þeirra sem koma að þessum málaflokkum. Mér sýnist einnig að það eigi að flækja og gera fólki frá ríkjum utan ESB og EES erfiðara að koma og flytja til Íslands. Það er einnig vond stefna og hefur ekki farið batnandi á síðustu árum, þar sem ríkisstjórnir nota fyrir sig aukið hatur á útlendingum til þess að afla sér atkvæða í kosningum til Alþingis. Fólk, hvaðan sem það kemur á að njóta þeirrar mannréttinda að fá að koma til Íslands og setjast hérna að ef það svo kýs. Uppruni útlendingalaga í þeirri mynd sem þau eru í dag eiga rætur sínar að tekja til útlendingahaturs og uppgang fasisma á síðustu árum í Evrópu, í hægri stjórnmálaflokka sem hafa alið skipulega á hatri á útlendingum og þeim sem eru öðruvísi. Bæði er til skammar í dag og verður til skammar í framtíðinni. Sú ríkisstjórn sem nú situr og þeir sem sitja í þessari ríkisstjórn munu sitja uppi með þessa skömm til hins hinsta dags og margra mannsaldra þar á eftir. Þetta fólk byrjar fyrst á þeim sem eru hvað varnarlausir í samfélaginu. Það eru innflytjendur og flóttamenn. Síðan kemur af öllum öðrum í samfélaginu sem þessu fólki líkar ekki við. Þá hefst svipuð en önnur umræða haturs í garð þess fólks. Þetta er þekkt saga og er búin að sjást vel í þeim ríkjum Evrópu þar sem lýðræðið hefur staðið höllum fæti á undanförnum árum. Höfundur er rithöfundur. Heimildir The lie that invented racism | John Biewen (YouTube) Útlendingastofnun - Tölfræði
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun