Alltaf með nasl í töskunni og þjáist af matarást á háu stigi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 11:30 Pattra deilir því hvað er í töskunni hennar með lesendum Vísis. Aðsend Markaðsstjórinn og ofurskvísan Pattra Sriyanonge lifir viðburðaríku lífi og er því mikilvægt fyrir hana að vera alltaf með réttu hlutina í töskunni. Lífið á Vísi tók púlsinn á henni í nýjum föstum lið sem heitir Hvað er í töskunni þinni? Pattra var stödd í kvikmyndaverkefni uppi á jökli þegar að blaðamaður heyrði í henni en gaf sér þó tíma til að svara samviskusamlega. Það leynist ýmislegt í töskunni hjá Pöttru. Grafík: Sara Rut Hvað er í töskunni þinni og segðu okkur aðeins frá því sem er? Það er tökudagur hjá mér upp á jökli og því er taskan mín frekar mínímalísk og praktísk. Ég er með frekar villt hár en er þessa dagana farin að reyna að hafa hemil á því. Því er ég farin að ganga með bursta á mér í fyrsta sinn á ævinni. Tökudagar geta verið óútreiknanlegir og þar af leiðandi er mikilvægt að hafa einhvers konar matarkyns meðferðis. Pattra með POW töskuna sína uppi á jökli. Aðsend Ég fann próteinbar og sleikjó heima sem ég greip með. Varasalvi frá Blue Lagoon er möst í frostinu, svo er ég alltaf með uppáhalds Bee glow varalitinn frá Guerlain í töskunni. Hyljari frá Chanel Sublimage til þess að fríska aðeins upp á vetrar-myglaða konu. Svo að lokum er ég með lykla að Sjáðu gleraugnaverslun, þar sem ég starfa sem markaðsstjóra. Flottasta gleraugnaverslun landsins, algerlega hlutlaust mat! Hefur einhver hlutur tilfinningalegt gildi? Nei ég held svei mér þá ekki, nema þá síminn sem er auðvitað alltaf með, hvert sem maður fer. Það allra mikilvægasta eru myndirnar af börnunum sem telur þúsunda og tekur allt plássið í símanum. Er eitthvað sem er alltaf í töskunni þinni? Síminn, varalitur og svo er ég langoftast með einhvers konar matarkyns á mér enda þjáist ég af matarást á háu stigi. View this post on Instagram A post shared by Pattra Sriyanonge (@pattrasriya) Hver er þín uppáhalds taska og afhverju? Ég held mikið upp á leðurtöskunni minni með paisley mynstrinu sem ég keypti á grísku eyjunni Evia. Minning um góða tíma, svo finnst mér hún tímalaus, töffaraleg og rúmgóð. Pattra er alltaf með eitthvað matarkyns á sér í töskunni. Uppáhalds taskan hennar er leðurtaska sem hún keypti á grískri eyju. Aðsend Ertu dugleg að taka til í töskunni þinni og halda röð og reglu? Ég mætti vera duglegri í því, ég held oft að ég sé búin að týna hlutum sem finnst svo vikum seinna í mismunandi töskum. Ertu gjarnan með margar töskur á þér eða margar til skiptanna? Mér finnst mjög gaman að breyta til og flakka því reglulega á milli, stundum oft á viku. View this post on Instagram A post shared by Pattra Sriyanonge (@pattrasriya) Stór eða lítil taska og afhverju? Það fer rosalega mikið eftir tilefni. Stærri taska á daginn þegar maður er á hlaupum og minni gellulegri taska á kvöldin þegar maður þarf bara einn varalit og símann. Tíska og hönnun Hvað er í töskunni? Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Pattra var stödd í kvikmyndaverkefni uppi á jökli þegar að blaðamaður heyrði í henni en gaf sér þó tíma til að svara samviskusamlega. Það leynist ýmislegt í töskunni hjá Pöttru. Grafík: Sara Rut Hvað er í töskunni þinni og segðu okkur aðeins frá því sem er? Það er tökudagur hjá mér upp á jökli og því er taskan mín frekar mínímalísk og praktísk. Ég er með frekar villt hár en er þessa dagana farin að reyna að hafa hemil á því. Því er ég farin að ganga með bursta á mér í fyrsta sinn á ævinni. Tökudagar geta verið óútreiknanlegir og þar af leiðandi er mikilvægt að hafa einhvers konar matarkyns meðferðis. Pattra með POW töskuna sína uppi á jökli. Aðsend Ég fann próteinbar og sleikjó heima sem ég greip með. Varasalvi frá Blue Lagoon er möst í frostinu, svo er ég alltaf með uppáhalds Bee glow varalitinn frá Guerlain í töskunni. Hyljari frá Chanel Sublimage til þess að fríska aðeins upp á vetrar-myglaða konu. Svo að lokum er ég með lykla að Sjáðu gleraugnaverslun, þar sem ég starfa sem markaðsstjóra. Flottasta gleraugnaverslun landsins, algerlega hlutlaust mat! Hefur einhver hlutur tilfinningalegt gildi? Nei ég held svei mér þá ekki, nema þá síminn sem er auðvitað alltaf með, hvert sem maður fer. Það allra mikilvægasta eru myndirnar af börnunum sem telur þúsunda og tekur allt plássið í símanum. Er eitthvað sem er alltaf í töskunni þinni? Síminn, varalitur og svo er ég langoftast með einhvers konar matarkyns á mér enda þjáist ég af matarást á háu stigi. View this post on Instagram A post shared by Pattra Sriyanonge (@pattrasriya) Hver er þín uppáhalds taska og afhverju? Ég held mikið upp á leðurtöskunni minni með paisley mynstrinu sem ég keypti á grísku eyjunni Evia. Minning um góða tíma, svo finnst mér hún tímalaus, töffaraleg og rúmgóð. Pattra er alltaf með eitthvað matarkyns á sér í töskunni. Uppáhalds taskan hennar er leðurtaska sem hún keypti á grískri eyju. Aðsend Ertu dugleg að taka til í töskunni þinni og halda röð og reglu? Ég mætti vera duglegri í því, ég held oft að ég sé búin að týna hlutum sem finnst svo vikum seinna í mismunandi töskum. Ertu gjarnan með margar töskur á þér eða margar til skiptanna? Mér finnst mjög gaman að breyta til og flakka því reglulega á milli, stundum oft á viku. View this post on Instagram A post shared by Pattra Sriyanonge (@pattrasriya) Stór eða lítil taska og afhverju? Það fer rosalega mikið eftir tilefni. Stærri taska á daginn þegar maður er á hlaupum og minni gellulegri taska á kvöldin þegar maður þarf bara einn varalit og símann.
Tíska og hönnun Hvað er í töskunni? Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira