Síminn greiðir Sýn sautján milljónir í bætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2024 13:22 Sýn og Síminn hafa háð ýmsa baráttu fyrir dómstólum undanfarin ár vegna samkeppni í fjarskiptum. Þá hafa félögin í einhverjum tilfellum snúið bökum saman svo sem í baráttu við ólöglegt streymi á sjónvarpsefni. Síminn þarf að greiða Sýn á sautjándu milljón króna í bætur vegna brots á fjölmiðlalögum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Forsaga málsins er sú að Póst- og fjarskiptastofnun komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að Síminn hefði brotið gegn bannákvæði í fjölmiðlalögum sem meinar fjölmiðlaveitum að beina viðskiptum viðskiptavina sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Var Síminn sekaður um níu milljónir króna. Þann 1. október 2015 stöðvaði Síminn dreifingu ólínulegs myndefnis Sjónvarps Símans yfir kerfi Sýnar, sem þá hét Vodafone. Með ólínulegu myndefni er átt við það sjónvarpsnotendur horfa á þegar þeim sýnist, svo sem tímaflakk, frelsi og leiga á myndefni. Það sem er utan línulegrar dagskrár. Stóð viðskiptavinum Sýnar sú þjónusta því ekki til boða eins og hafði verið fyrir þann tíma. Þeir neytendur sem kusu að kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans í Sjónvarpi Símans Premium þurftu nú að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu var því eingöngu í boði gegnum dreifikerfi Símans og þá nær eingöngu á neti Mílu sem þá var dótturfélag Símans. Síminn bar fyrir sig að bannákvæðið næði aðeins til línulegs efnis en Póst- og fjarskiptstofnun féllst ekki á það. Síminn skaut málinu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála sem staðfesti ákvörðun stofnunarinnar. Þá leitaði Síminn álits héraðsdóms sem tók undir með Símanum að hluta. Landsréttur staðfesti síðan sumarið 2022 upphaflegu niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar. Ekki var málinu lokið þar því Hæstiréttur sendi málið aftur heim í hérað vegna skorts á sérfræðimati á neðri dómstigum. Sýn höfðaði skaðabótamálið á hendur Símanum árið 2020 og krafðist á annað hundrað milljóna króna í bætur. Dómurinn féllst á að Síminn hefði væri bótaskyldur vegna ólögmætra og saknæmra markaðsaðgerða. Við mat á bótunum horfði dómurinn til matsgerðar frá 2020 og komst að þeirri niðurstöðu að 16,6 milljónir króna væru hæfilegar bætur. Vísir er í eigu Sýnar. Síminn Sýn Fjarskipti Bíó og sjónvarp Dómsmál Tengdar fréttir Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Póst- og fjarskiptastofnun komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að Síminn hefði brotið gegn bannákvæði í fjölmiðlalögum sem meinar fjölmiðlaveitum að beina viðskiptum viðskiptavina sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Var Síminn sekaður um níu milljónir króna. Þann 1. október 2015 stöðvaði Síminn dreifingu ólínulegs myndefnis Sjónvarps Símans yfir kerfi Sýnar, sem þá hét Vodafone. Með ólínulegu myndefni er átt við það sjónvarpsnotendur horfa á þegar þeim sýnist, svo sem tímaflakk, frelsi og leiga á myndefni. Það sem er utan línulegrar dagskrár. Stóð viðskiptavinum Sýnar sú þjónusta því ekki til boða eins og hafði verið fyrir þann tíma. Þeir neytendur sem kusu að kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans í Sjónvarpi Símans Premium þurftu nú að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu var því eingöngu í boði gegnum dreifikerfi Símans og þá nær eingöngu á neti Mílu sem þá var dótturfélag Símans. Síminn bar fyrir sig að bannákvæðið næði aðeins til línulegs efnis en Póst- og fjarskiptstofnun féllst ekki á það. Síminn skaut málinu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála sem staðfesti ákvörðun stofnunarinnar. Þá leitaði Síminn álits héraðsdóms sem tók undir með Símanum að hluta. Landsréttur staðfesti síðan sumarið 2022 upphaflegu niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar. Ekki var málinu lokið þar því Hæstiréttur sendi málið aftur heim í hérað vegna skorts á sérfræðimati á neðri dómstigum. Sýn höfðaði skaðabótamálið á hendur Símanum árið 2020 og krafðist á annað hundrað milljóna króna í bætur. Dómurinn féllst á að Síminn hefði væri bótaskyldur vegna ólögmætra og saknæmra markaðsaðgerða. Við mat á bótunum horfði dómurinn til matsgerðar frá 2020 og komst að þeirri niðurstöðu að 16,6 milljónir króna væru hæfilegar bætur. Vísir er í eigu Sýnar.
Síminn Sýn Fjarskipti Bíó og sjónvarp Dómsmál Tengdar fréttir Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Sjá meira
Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09