Síminn greiðir Sýn sautján milljónir í bætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2024 13:22 Sýn og Síminn hafa háð ýmsa baráttu fyrir dómstólum undanfarin ár vegna samkeppni í fjarskiptum. Þá hafa félögin í einhverjum tilfellum snúið bökum saman svo sem í baráttu við ólöglegt streymi á sjónvarpsefni. Síminn þarf að greiða Sýn á sautjándu milljón króna í bætur vegna brots á fjölmiðlalögum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Forsaga málsins er sú að Póst- og fjarskiptastofnun komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að Síminn hefði brotið gegn bannákvæði í fjölmiðlalögum sem meinar fjölmiðlaveitum að beina viðskiptum viðskiptavina sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Var Síminn sekaður um níu milljónir króna. Þann 1. október 2015 stöðvaði Síminn dreifingu ólínulegs myndefnis Sjónvarps Símans yfir kerfi Sýnar, sem þá hét Vodafone. Með ólínulegu myndefni er átt við það sjónvarpsnotendur horfa á þegar þeim sýnist, svo sem tímaflakk, frelsi og leiga á myndefni. Það sem er utan línulegrar dagskrár. Stóð viðskiptavinum Sýnar sú þjónusta því ekki til boða eins og hafði verið fyrir þann tíma. Þeir neytendur sem kusu að kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans í Sjónvarpi Símans Premium þurftu nú að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu var því eingöngu í boði gegnum dreifikerfi Símans og þá nær eingöngu á neti Mílu sem þá var dótturfélag Símans. Síminn bar fyrir sig að bannákvæðið næði aðeins til línulegs efnis en Póst- og fjarskiptstofnun féllst ekki á það. Síminn skaut málinu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála sem staðfesti ákvörðun stofnunarinnar. Þá leitaði Síminn álits héraðsdóms sem tók undir með Símanum að hluta. Landsréttur staðfesti síðan sumarið 2022 upphaflegu niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar. Ekki var málinu lokið þar því Hæstiréttur sendi málið aftur heim í hérað vegna skorts á sérfræðimati á neðri dómstigum. Sýn höfðaði skaðabótamálið á hendur Símanum árið 2020 og krafðist á annað hundrað milljóna króna í bætur. Dómurinn féllst á að Síminn hefði væri bótaskyldur vegna ólögmætra og saknæmra markaðsaðgerða. Við mat á bótunum horfði dómurinn til matsgerðar frá 2020 og komst að þeirri niðurstöðu að 16,6 milljónir króna væru hæfilegar bætur. Vísir er í eigu Sýnar. Síminn Sýn Fjarskipti Bíó og sjónvarp Dómsmál Tengdar fréttir Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Póst- og fjarskiptastofnun komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að Síminn hefði brotið gegn bannákvæði í fjölmiðlalögum sem meinar fjölmiðlaveitum að beina viðskiptum viðskiptavina sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Var Síminn sekaður um níu milljónir króna. Þann 1. október 2015 stöðvaði Síminn dreifingu ólínulegs myndefnis Sjónvarps Símans yfir kerfi Sýnar, sem þá hét Vodafone. Með ólínulegu myndefni er átt við það sjónvarpsnotendur horfa á þegar þeim sýnist, svo sem tímaflakk, frelsi og leiga á myndefni. Það sem er utan línulegrar dagskrár. Stóð viðskiptavinum Sýnar sú þjónusta því ekki til boða eins og hafði verið fyrir þann tíma. Þeir neytendur sem kusu að kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans í Sjónvarpi Símans Premium þurftu nú að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu var því eingöngu í boði gegnum dreifikerfi Símans og þá nær eingöngu á neti Mílu sem þá var dótturfélag Símans. Síminn bar fyrir sig að bannákvæðið næði aðeins til línulegs efnis en Póst- og fjarskiptstofnun féllst ekki á það. Síminn skaut málinu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála sem staðfesti ákvörðun stofnunarinnar. Þá leitaði Síminn álits héraðsdóms sem tók undir með Símanum að hluta. Landsréttur staðfesti síðan sumarið 2022 upphaflegu niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar. Ekki var málinu lokið þar því Hæstiréttur sendi málið aftur heim í hérað vegna skorts á sérfræðimati á neðri dómstigum. Sýn höfðaði skaðabótamálið á hendur Símanum árið 2020 og krafðist á annað hundrað milljóna króna í bætur. Dómurinn féllst á að Síminn hefði væri bótaskyldur vegna ólögmætra og saknæmra markaðsaðgerða. Við mat á bótunum horfði dómurinn til matsgerðar frá 2020 og komst að þeirri niðurstöðu að 16,6 milljónir króna væru hæfilegar bætur. Vísir er í eigu Sýnar.
Síminn Sýn Fjarskipti Bíó og sjónvarp Dómsmál Tengdar fréttir Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09