Varist eftirlíkingar! Þorsteinn Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2024 14:31 Það hefur verið hjákátlegt að fylgjast með málflutningi sjálfstæðisráðherranna fjármála, dóms -og utanríkismála undanfarandi. Þau hafa farið mikinn um málefni hælisleitenda, ástand á landamærum og styrkingu löggæslu svo eitthvað sé nefnt. Málflutningur þeirra hefur verið bergmál af málflutningi Miðflokksins undanfarin ár og er rétt að rifja hér upp afstöðu Sjálfstæðisflokksins og ráðherra hans til tillagna Miðflokksins í fyrrgreindum málaflokkum undanfarin ár. Á hverju ári árin 2017 til 2021 flutti Miðflokkurinn ítrekaðar tillögur við fjárlagagerð sem lutu að styrkingu tollgæslu og lögreglu á landmærum; ítrekaðar tillögur um fjölgun í almennri lögreglu; ítrekaðar tillögur vegna síaukins kostnaðar við hælisleitendur en allt kom fyrir ekki. Ríkisstjórnarflokkarnir allir og flestir stjórnarandstæðingar lögðust gegn tillögum Miðflokksins í hvert sinn sem þær komu fram. Nú þegar ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru helteknir af kosningaskjálfta og með böggum hildar yfir stuðningi við flokkinn á að reyna að spila nýtt lag á gömlu fjögurra gata flautuna. Flestir sjá í gegn um þennan hola og ósannfærandi málflutning. Hins vegar má gleðjast ef sinnaskipti ráðherranna eru ærleg og hlakka til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni nú loksins standa með Miðflokknum um nauðsynlega bragarbót í þessum málaflokkum og fleirum þar sem Miðflokkurinn hefur lagt gott til. Það er hins vegar lítil von um breytingar meðan núverandi ríkisstjórn er barin áfram líkt og dauður hestur svo vitnað sé til bresks orðtækis. Fleiri gerast nú sporgöngumenn Miðflokksins í málefnum hælisleitenda og ástands á landamærum. Formaður Samfylkingarinnar hefur stigið fram og reynir að feta í fótspor forsætisráðherra Danmerkur. Samfylkingin og margir fylgjendur hennar hafa undanfarin ár valið þeim sem varað hafa við ástandinu í útlendingmálum hin verstu nöfn. Miðflokksfólk hefur setið undir ásökunum um rasisma og aðrar lágar hvatir. En nú þegar Miðflokksmenn hafa staðið með storminn í fangið árum saman og komið útlendingamálum á dagskrá með hófstilltum hætti stökkva aðrir á vagninn. Orðið ,,populismi” kemur upp í hugann Til þess að ná fram nauðsynlegum breytingum til batnaðar í hælisleitendamálum styrkingu landamæragæslu og fjölgunar í almennri lögreglu þarf gjörbreytta stjórnarstefnu, stefnu skynsemi og rökhyggju, stefnu Miðflokksins. Það munar um Miðflokkinn! Velkomin í hópinn. Höfundur er í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Þorsteinn Sæmundsson Hælisleitendur Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið hjákátlegt að fylgjast með málflutningi sjálfstæðisráðherranna fjármála, dóms -og utanríkismála undanfarandi. Þau hafa farið mikinn um málefni hælisleitenda, ástand á landamærum og styrkingu löggæslu svo eitthvað sé nefnt. Málflutningur þeirra hefur verið bergmál af málflutningi Miðflokksins undanfarin ár og er rétt að rifja hér upp afstöðu Sjálfstæðisflokksins og ráðherra hans til tillagna Miðflokksins í fyrrgreindum málaflokkum undanfarin ár. Á hverju ári árin 2017 til 2021 flutti Miðflokkurinn ítrekaðar tillögur við fjárlagagerð sem lutu að styrkingu tollgæslu og lögreglu á landmærum; ítrekaðar tillögur um fjölgun í almennri lögreglu; ítrekaðar tillögur vegna síaukins kostnaðar við hælisleitendur en allt kom fyrir ekki. Ríkisstjórnarflokkarnir allir og flestir stjórnarandstæðingar lögðust gegn tillögum Miðflokksins í hvert sinn sem þær komu fram. Nú þegar ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru helteknir af kosningaskjálfta og með böggum hildar yfir stuðningi við flokkinn á að reyna að spila nýtt lag á gömlu fjögurra gata flautuna. Flestir sjá í gegn um þennan hola og ósannfærandi málflutning. Hins vegar má gleðjast ef sinnaskipti ráðherranna eru ærleg og hlakka til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni nú loksins standa með Miðflokknum um nauðsynlega bragarbót í þessum málaflokkum og fleirum þar sem Miðflokkurinn hefur lagt gott til. Það er hins vegar lítil von um breytingar meðan núverandi ríkisstjórn er barin áfram líkt og dauður hestur svo vitnað sé til bresks orðtækis. Fleiri gerast nú sporgöngumenn Miðflokksins í málefnum hælisleitenda og ástands á landamærum. Formaður Samfylkingarinnar hefur stigið fram og reynir að feta í fótspor forsætisráðherra Danmerkur. Samfylkingin og margir fylgjendur hennar hafa undanfarin ár valið þeim sem varað hafa við ástandinu í útlendingmálum hin verstu nöfn. Miðflokksfólk hefur setið undir ásökunum um rasisma og aðrar lágar hvatir. En nú þegar Miðflokksmenn hafa staðið með storminn í fangið árum saman og komið útlendingamálum á dagskrá með hófstilltum hætti stökkva aðrir á vagninn. Orðið ,,populismi” kemur upp í hugann Til þess að ná fram nauðsynlegum breytingum til batnaðar í hælisleitendamálum styrkingu landamæragæslu og fjölgunar í almennri lögreglu þarf gjörbreytta stjórnarstefnu, stefnu skynsemi og rökhyggju, stefnu Miðflokksins. Það munar um Miðflokkinn! Velkomin í hópinn. Höfundur er í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar