Enn af Rapyd og röngum fullyrðingum Garðar Stefánsson skrifar 19. febrúar 2024 11:30 Í grein minni sem birtist í síðustu viku benti ég á staðreyndir um Rapyd á Íslandi sem svar við ómálefnalegri gagnrýni og rangfærslum fámenns hóps fólks um fyrirtækið og starfsmenn þess. Ég virði það að fólk hafi ólíkar skoðanir og vissi að grein mín kynni að kalla fram viðbrögð enda gengur þessi fámenni hópur langt í að reyna að tengja Rapyd á Íslandi við átök í Mið-Austurlöndum. Slíkum rangfærslum verður ekki svarað. Hvað varðar rangfærslur og útúrsnúninga um raunverulegt eignarhald Rapyd á Íslandi vil ég hins vegar benda á eftirfarandi. Rapyd á Íslandi er vissulega íslenskt fyrirtæki, með íslenska kennitölu, stofnað hér á landi og hefur haft hér starfsstöð í tugi ára. Félagið er með umfangsmikla starfsemi og 180 starfsmenn á Íslandi. Þessir starfsmenn byggja íslenskt samfélag og þurfa því miður að sitja undir ómálefnalegum áróðri um sinn starfsvettvang. Umræða um eigendaskráningu í fyrirtækjaskrá, sem átti að gjaldfella grein mína og gera hana ótrúverðuga, byggir á vanþekkingu á því hvernig skráning raunverulegra eigenda virkar. Í ljósi þess að raunverulegt eignarhald á Rapyd á Íslandi er dreift og enginn einstaklingur fer beint eða óbeint með ráðandi hlut í Rapyd á Íslandi, þ.m.t. í gegnum eignarhald í móðurfélagi, eru þeir einstaklingar sem mynda stjórn Rapyd á Íslandi skráðir sem raunverulegir eigendur. Þvert á rangar fullyrðingar, styður þetta það sem kom fram í grein minni um dreift og alþjóðlegt eignarhald á Rapyd á Íslandi. Krafa um sniðgöngu á Rapyd á Íslandi í nafni mannréttinda er að mínu mati ómálefnaleg og ómakleg. Rapyd á Íslandi og það góða starfsfólk sem starfar hjá félaginu hefur ekkert með ástandið í Mið-Austurlöndum að gera og er jafn vanmáttugt um að stöðva átökin og aðrir hér á landi. Hjá Rapyd starfar stór hópur fólks sem hefur byggt upp starfsemina á síðustu 40 árum. Viðskiptavinir félagsins þekkja starfsemina af góðu einu og hafa stutt við þróun á framúrskarandi greiðsluinnviðum á Íslandi. Við erum þakklát fyrir að svo verði áfram og fyrir þá fjölmörgu viðskiptavini sem hafa ekki látið áróðurinn á sig fá. Það væri óskandi að þeir sem ganga lengst í því að reyna að gera Rapyd á Íslandi að sökudólg átakanna beini kröftum sínum í raunverulegri baráttu fyrir friði og betri veröld. Slíkt vinnst ekki með sniðgöngu á aðilum sem ekkert hafa sér til sakar unnið. Höfundur er forstjóri Rapyd á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Í grein minni sem birtist í síðustu viku benti ég á staðreyndir um Rapyd á Íslandi sem svar við ómálefnalegri gagnrýni og rangfærslum fámenns hóps fólks um fyrirtækið og starfsmenn þess. Ég virði það að fólk hafi ólíkar skoðanir og vissi að grein mín kynni að kalla fram viðbrögð enda gengur þessi fámenni hópur langt í að reyna að tengja Rapyd á Íslandi við átök í Mið-Austurlöndum. Slíkum rangfærslum verður ekki svarað. Hvað varðar rangfærslur og útúrsnúninga um raunverulegt eignarhald Rapyd á Íslandi vil ég hins vegar benda á eftirfarandi. Rapyd á Íslandi er vissulega íslenskt fyrirtæki, með íslenska kennitölu, stofnað hér á landi og hefur haft hér starfsstöð í tugi ára. Félagið er með umfangsmikla starfsemi og 180 starfsmenn á Íslandi. Þessir starfsmenn byggja íslenskt samfélag og þurfa því miður að sitja undir ómálefnalegum áróðri um sinn starfsvettvang. Umræða um eigendaskráningu í fyrirtækjaskrá, sem átti að gjaldfella grein mína og gera hana ótrúverðuga, byggir á vanþekkingu á því hvernig skráning raunverulegra eigenda virkar. Í ljósi þess að raunverulegt eignarhald á Rapyd á Íslandi er dreift og enginn einstaklingur fer beint eða óbeint með ráðandi hlut í Rapyd á Íslandi, þ.m.t. í gegnum eignarhald í móðurfélagi, eru þeir einstaklingar sem mynda stjórn Rapyd á Íslandi skráðir sem raunverulegir eigendur. Þvert á rangar fullyrðingar, styður þetta það sem kom fram í grein minni um dreift og alþjóðlegt eignarhald á Rapyd á Íslandi. Krafa um sniðgöngu á Rapyd á Íslandi í nafni mannréttinda er að mínu mati ómálefnaleg og ómakleg. Rapyd á Íslandi og það góða starfsfólk sem starfar hjá félaginu hefur ekkert með ástandið í Mið-Austurlöndum að gera og er jafn vanmáttugt um að stöðva átökin og aðrir hér á landi. Hjá Rapyd starfar stór hópur fólks sem hefur byggt upp starfsemina á síðustu 40 árum. Viðskiptavinir félagsins þekkja starfsemina af góðu einu og hafa stutt við þróun á framúrskarandi greiðsluinnviðum á Íslandi. Við erum þakklát fyrir að svo verði áfram og fyrir þá fjölmörgu viðskiptavini sem hafa ekki látið áróðurinn á sig fá. Það væri óskandi að þeir sem ganga lengst í því að reyna að gera Rapyd á Íslandi að sökudólg átakanna beini kröftum sínum í raunverulegri baráttu fyrir friði og betri veröld. Slíkt vinnst ekki með sniðgöngu á aðilum sem ekkert hafa sér til sakar unnið. Höfundur er forstjóri Rapyd á Íslandi.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun