Körfubolti

Tróð yfir Shaq til að tryggja sigur í troðslu­keppninni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Mac McClung varði titil sinn í troðslukeppninni.
Mac McClung varði titil sinn í troðslukeppninni. Vísir/Getty

Stjörnuhelgin í NBA-deildinni er í fullum gangi en sjálfur stjörnuleikurinn er í kvöld. Í nótt fór troðslukeppnin fram og þar voru sýnd alvöru  tilþrif.

Stjörnuhelgin í NBA-deildinni er fastur liður vestanhafs og vanalega mikið um dýrðir. Á föstudagskvöldið létu NFL-leikmenn, kvikmyndastjörnur og tónlistarmenn ljós sitt skína í stjörnuleik frægra og einnig létu ungar körfuboltastjörnur til sín taka.

Margir biðu hins vegar spenntir eftir troðslukeppninni í nótt. Troðslukeppnin hefur farið fram í NBA-deildinni síðan árið 1976 og hafa stjörnur eins og Michael Jordan, Julius Erving, Kobe Bryant og Vince Carter borið sigur úr býtum í kepninni.

Fjórir tóku þátt í kepnninni í ár. Jaylen Brown úr Boston Celtics, Jaime Jaquez frá liði Miami Heat og þeir Jacob Toppin og Mac McClung sem báðir leika með liðum í G-deildinni sem er oft kölluð þróunardeild NBA. Mc Clung var ríkjandi meistari eftir góðan sigur á síðasta ári.

Fyrstu tvær troðslur Jaylen Brown voru til heiðurs Terrance Clark, 19 ára drengs sem lést í bílslysi þremur mánuðum fyrir nýliðavalið 2021. Clark var fæddur í Boston og tróð Brown íkæddur treyju háskólaliðsins sem Clark lék með og með nafn hans á bakinu.

Brown náði öðru sæti keppninnar en þeir Jaquez og Toppin féllu úr leik í fyrstu umferð. Það var hins vegar McClung sem varði titil sinn og varð þar með fyrsti leikmaðurinn síðan Zach LaVine vann 2015 og 2016.

McClung tryggði sér sigurinn í keppninni með því að troða yfir engan annan en Shaquille O´Neal en troðsluna má sjá hér fyrir neðan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×