Mannréttindi. Tjáningarfrelsið. Heiðar Eiríksson skrifar 17. febrúar 2024 10:01 Í upphafi vikunnar birtist á vefmiðlinum visir.is skoðanagrein sem send hafði verið þangað til birtingar. Höfundur greinarinnar var lögmaður og var í henni sett fram hvöss gagnrýni á fréttamann vegna birtingu fréttar af tilteknu máli. Yfirmaður fréttamannsins hafði áður svarað gagnrýninni með því að vísa til tjáningarfrelsis fréttamannsins sem varið væri af 2. mgr. 73. gr. íslensku stjórnarskrárinnar. Um þetta ritaði greinarhöfundur eftirfarandi: Það er ansi langt seilst þegar yfirmaður starfsmanns þarf að teygja sig alla leið í stjórnarskrána og mannréttindasáttmála Evrópu til að réttlæta umfjöllun starfsmannsins. Það bendir til þess að viðkomandi hafi vondan málstað að verja og vekur enn fleiri spurningar en áður um fagleg vinnubrögð „útvarps allra landsmanna“. Það er erfitt að komast hjá því að túlka þessi orð á annan veg en svo að höfundur greinarinnar telji að íslensk stjórnarskrá sé aðeins einhverskonar hálmstrá sem þeir einir grípi í sem þurfa að verja málsstað sem í raun sé óverjandi. Með öðrum orðum að þeir sem vísi í ákvæði hennar til stuðnings afstöðu sinni veiki málsstað sinn með því. Það er nýlunda að sjá löglærða menn setja slíkt fram og því er rétt að gera fyrirvara um hvort þetta var í raun meining höfundar. Tjáningarfrelsi fjölmiða Öll frjálslynd lýðræðisríki hafa fyrir löngu viðurkennt mikilvægi frjálsrar fjölmiðlunar og að án hennar geti lýðræðið ekki þrifist í raun. Fjölmiðar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki og er játað umtalsvert svigrúm hvað varðar aðgang að upplýsingum og birtingu þeirra. Þeim er sömuleiðis og á að vera tryggður réttur til að halda upplýsingum um heimildarmenn leyndum fyrir almenningi og yfirvöldum en slíkt kann að vera nauðsynlegt til að upplýsingar um mikilvæg málefni berist til almennings. Án fullnægjandi upplýsinga getur almenningur ekki tekið afstöðu til samfélagslegra málefna og ekki verið virkir þátttakendur í lýðræðislegri ákvaraðanatöku. En tjáningarfrelsi frétta- og blaðamanna fylgja ekki aðeins réttindi. Því fylgja einnig sérstakar skyldur sem taka verður alvarlega. Tjáningarfrelsið felur einnig í sér rétt almennings til að fá upplýsingar. Ef réttur fjölmiðla til miðlunar upplýsinga er skertur þá hefur það áhrif á þann hluta tjáningarfrelsisins sem á að tryggja almenningi aðgang að tjáningunni eða með öðrum orðum réttinn til aðgangs að upplýsingum. Á sama hátt getur réttur almennings til móttöku á upplýsingum farið forgörðum ef fjölmiðlar takmarka fréttaflutning sinn á einhvern hátt með því að halda tilteknum atriðum eða upplýsingum að almenningi en leyna öðrum atriðum. Sömuleiðis ef fréttaflutningur verður einhliða eða ef fluttar eru fréttir án þess að mikilvæg atriði eða atvik hafi verið könnuð. Slík framkvæmd fréttamennsku veldur upplýsingaóreiðu og hún er bein ógn við lýðræðið. Þetta getur gerst ef umfjöllun fjölmiðils um sakamál einskorðast við frásagnir og sjónarmið þeirra sem hafðir eru fyrir sök en þolanda og öðrum sem vilja leiðrétta frásagnir af atvikum eða koma öðrum sjónarmiðum á framfæri er neitað um birtingu þeirra. Tjáningarfrelsi einstaklinga Það eru ekki aðeins fjölmiðlarnir sem njóta góðs af stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi né heldur er réttur almennings samkvæmt því bundinn við réttinn til móttöku á upplýsingum. Sérhver maður innan íslenskrar lögsögu nýtur réttar til að tjá þær skoðanir sínar sem hann óskar eða upplýsa eftir því sem hann telur heppilegast um hugsanir sínar, sannfæringu eða annað. Stjórnarskráin heimilar aðeins örfáar undantekningar frá þessu sem aðeins má gera með lögum. Slík lög þurfa auk þess að samræmast lýðræðishefðinni hvað markmið og efni varðar. Fjölmiðlar verða auðvitað ekki þvingaðir til að miðla til almennings skoðunum eða upplýsingum sem þeir ekki vilja miðla. Þeim sem ekki finnst þeir fá áheyrn fjölmiðla eða aðgang að almenningi í gegnum þá er alltaf frjálst að miðla upplýsingunum með öðrum hætti. Fjölmörg dæmi eru um slíkt og á undanförnum árum hafa ekki aðeins einstaklingar og fyrirtæki, heldur einnig stofnanir hins opinbera og félagasamtök, kostað miðlun upplýsinga sem þau telja að eigi erindi til almennings. Þessu hafa fjölmiðlar því miður tekið misjafnlega og í einhverjum tilvikum, þegar einstaklingar eða fyrirtæki hafa átt í hlut, jafnvel látið að því liggja að slík miðlun upplýsinga jafngildi árásum á fréttamenn, trúverðugleika þeirra og jafnvel tjáningarfrelsið. Slík viðbrögð samræmast hins vegar ekki sjónarmiðum um virðingu fyrir tjáningarfrelsi sem almennum mannréttindum. Forsenda lýðræðis Það má velta því fyrir sér hvort það geti ekki verið gott að vernda almenning fyrir röngum eða óheppilegum upplýsingum með því að banna birtingu þeirra. Hinar stóru hreyfingar kommúnista og þjóðernissósíalista 20. aldarinnar voru þeirrar skoðunar. Það kann sömuleiðis að vera freistandi fyrir stjórnmálahreyfingar í lýðræðisríkjum að koma málum þannig fyrir að aðeins upplýsingar sem þjóna stefnu þeirra komist til almennings. Skemmst er að minnast þess að á dögunum lýsti íslenskur stjórnmálamaður þeirri skoðun sinni að skilyrða ætti ríkisstyrk til fjölmiðla þannig að aðeins þeir fjölmiðlar sem segðu réttar fréttir ættu að fá hann. Ætla má að fyrir þessum stjórnmálamanni hafði vakað að tryggja að þess yrði gætt að almenningur fengi vandaðar upplýsingar sem væru sannleikanum samkvæmar. Vafalítið hefur viðkomandi þótt fréttin sem varð kveikjan að þessum ummælum vera röng af því að hún samræmdist ekki sýn hans á samfélagið. Þetta var að mínu viti óheppilegt því ég tel hugmyndir af þessu tagi grafa undan tjáningarfrelsinu. Ef til vill er það óttinn við að almenningur trúi ósannindum eða taki rangar ákvarðanir sem veldur tilhneigingu til þess að vilja hefta tjáningafrelsi eða stýra því hverju er miðlað opinberlega. Lýðræðishugmyndir nútímans ganga hins vegar út frá því að hinn venjulegi maður sé nægilegu skyni borinn til að meta upplýsingar sem hann fær og koma að lausn sameiginlegra úrlausnarefna samfélagsins á grundvelli þeirra. Hugmyndum um að aðeins lítill hluti manna hafi gáfur og þekkingu til að taka ákarðanir fyrir hönd almennings hefur verið hafnað. Þöggun og önnur takmörkun tjáningarfrelsisins eru ógn við lýðræðið og leiðarvísir til harðstjórnar. Það kann að vera að árekstur hugmynda og upplýsinga einkennist oft af hávaða og glundroða en það er gjaldið sem við greiðum fyrir lýðræðið sem fært hefur okkur meira réttlæti og meiri hagsæld en nokkuð annað stjórnskipulag í sögu mannkyns. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Stjórnarskrá Mannréttindi Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Í upphafi vikunnar birtist á vefmiðlinum visir.is skoðanagrein sem send hafði verið þangað til birtingar. Höfundur greinarinnar var lögmaður og var í henni sett fram hvöss gagnrýni á fréttamann vegna birtingu fréttar af tilteknu máli. Yfirmaður fréttamannsins hafði áður svarað gagnrýninni með því að vísa til tjáningarfrelsis fréttamannsins sem varið væri af 2. mgr. 73. gr. íslensku stjórnarskrárinnar. Um þetta ritaði greinarhöfundur eftirfarandi: Það er ansi langt seilst þegar yfirmaður starfsmanns þarf að teygja sig alla leið í stjórnarskrána og mannréttindasáttmála Evrópu til að réttlæta umfjöllun starfsmannsins. Það bendir til þess að viðkomandi hafi vondan málstað að verja og vekur enn fleiri spurningar en áður um fagleg vinnubrögð „útvarps allra landsmanna“. Það er erfitt að komast hjá því að túlka þessi orð á annan veg en svo að höfundur greinarinnar telji að íslensk stjórnarskrá sé aðeins einhverskonar hálmstrá sem þeir einir grípi í sem þurfa að verja málsstað sem í raun sé óverjandi. Með öðrum orðum að þeir sem vísi í ákvæði hennar til stuðnings afstöðu sinni veiki málsstað sinn með því. Það er nýlunda að sjá löglærða menn setja slíkt fram og því er rétt að gera fyrirvara um hvort þetta var í raun meining höfundar. Tjáningarfrelsi fjölmiða Öll frjálslynd lýðræðisríki hafa fyrir löngu viðurkennt mikilvægi frjálsrar fjölmiðlunar og að án hennar geti lýðræðið ekki þrifist í raun. Fjölmiðar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki og er játað umtalsvert svigrúm hvað varðar aðgang að upplýsingum og birtingu þeirra. Þeim er sömuleiðis og á að vera tryggður réttur til að halda upplýsingum um heimildarmenn leyndum fyrir almenningi og yfirvöldum en slíkt kann að vera nauðsynlegt til að upplýsingar um mikilvæg málefni berist til almennings. Án fullnægjandi upplýsinga getur almenningur ekki tekið afstöðu til samfélagslegra málefna og ekki verið virkir þátttakendur í lýðræðislegri ákvaraðanatöku. En tjáningarfrelsi frétta- og blaðamanna fylgja ekki aðeins réttindi. Því fylgja einnig sérstakar skyldur sem taka verður alvarlega. Tjáningarfrelsið felur einnig í sér rétt almennings til að fá upplýsingar. Ef réttur fjölmiðla til miðlunar upplýsinga er skertur þá hefur það áhrif á þann hluta tjáningarfrelsisins sem á að tryggja almenningi aðgang að tjáningunni eða með öðrum orðum réttinn til aðgangs að upplýsingum. Á sama hátt getur réttur almennings til móttöku á upplýsingum farið forgörðum ef fjölmiðlar takmarka fréttaflutning sinn á einhvern hátt með því að halda tilteknum atriðum eða upplýsingum að almenningi en leyna öðrum atriðum. Sömuleiðis ef fréttaflutningur verður einhliða eða ef fluttar eru fréttir án þess að mikilvæg atriði eða atvik hafi verið könnuð. Slík framkvæmd fréttamennsku veldur upplýsingaóreiðu og hún er bein ógn við lýðræðið. Þetta getur gerst ef umfjöllun fjölmiðils um sakamál einskorðast við frásagnir og sjónarmið þeirra sem hafðir eru fyrir sök en þolanda og öðrum sem vilja leiðrétta frásagnir af atvikum eða koma öðrum sjónarmiðum á framfæri er neitað um birtingu þeirra. Tjáningarfrelsi einstaklinga Það eru ekki aðeins fjölmiðlarnir sem njóta góðs af stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi né heldur er réttur almennings samkvæmt því bundinn við réttinn til móttöku á upplýsingum. Sérhver maður innan íslenskrar lögsögu nýtur réttar til að tjá þær skoðanir sínar sem hann óskar eða upplýsa eftir því sem hann telur heppilegast um hugsanir sínar, sannfæringu eða annað. Stjórnarskráin heimilar aðeins örfáar undantekningar frá þessu sem aðeins má gera með lögum. Slík lög þurfa auk þess að samræmast lýðræðishefðinni hvað markmið og efni varðar. Fjölmiðlar verða auðvitað ekki þvingaðir til að miðla til almennings skoðunum eða upplýsingum sem þeir ekki vilja miðla. Þeim sem ekki finnst þeir fá áheyrn fjölmiðla eða aðgang að almenningi í gegnum þá er alltaf frjálst að miðla upplýsingunum með öðrum hætti. Fjölmörg dæmi eru um slíkt og á undanförnum árum hafa ekki aðeins einstaklingar og fyrirtæki, heldur einnig stofnanir hins opinbera og félagasamtök, kostað miðlun upplýsinga sem þau telja að eigi erindi til almennings. Þessu hafa fjölmiðlar því miður tekið misjafnlega og í einhverjum tilvikum, þegar einstaklingar eða fyrirtæki hafa átt í hlut, jafnvel látið að því liggja að slík miðlun upplýsinga jafngildi árásum á fréttamenn, trúverðugleika þeirra og jafnvel tjáningarfrelsið. Slík viðbrögð samræmast hins vegar ekki sjónarmiðum um virðingu fyrir tjáningarfrelsi sem almennum mannréttindum. Forsenda lýðræðis Það má velta því fyrir sér hvort það geti ekki verið gott að vernda almenning fyrir röngum eða óheppilegum upplýsingum með því að banna birtingu þeirra. Hinar stóru hreyfingar kommúnista og þjóðernissósíalista 20. aldarinnar voru þeirrar skoðunar. Það kann sömuleiðis að vera freistandi fyrir stjórnmálahreyfingar í lýðræðisríkjum að koma málum þannig fyrir að aðeins upplýsingar sem þjóna stefnu þeirra komist til almennings. Skemmst er að minnast þess að á dögunum lýsti íslenskur stjórnmálamaður þeirri skoðun sinni að skilyrða ætti ríkisstyrk til fjölmiðla þannig að aðeins þeir fjölmiðlar sem segðu réttar fréttir ættu að fá hann. Ætla má að fyrir þessum stjórnmálamanni hafði vakað að tryggja að þess yrði gætt að almenningur fengi vandaðar upplýsingar sem væru sannleikanum samkvæmar. Vafalítið hefur viðkomandi þótt fréttin sem varð kveikjan að þessum ummælum vera röng af því að hún samræmdist ekki sýn hans á samfélagið. Þetta var að mínu viti óheppilegt því ég tel hugmyndir af þessu tagi grafa undan tjáningarfrelsinu. Ef til vill er það óttinn við að almenningur trúi ósannindum eða taki rangar ákvarðanir sem veldur tilhneigingu til þess að vilja hefta tjáningafrelsi eða stýra því hverju er miðlað opinberlega. Lýðræðishugmyndir nútímans ganga hins vegar út frá því að hinn venjulegi maður sé nægilegu skyni borinn til að meta upplýsingar sem hann fær og koma að lausn sameiginlegra úrlausnarefna samfélagsins á grundvelli þeirra. Hugmyndum um að aðeins lítill hluti manna hafi gáfur og þekkingu til að taka ákarðanir fyrir hönd almennings hefur verið hafnað. Þöggun og önnur takmörkun tjáningarfrelsisins eru ógn við lýðræðið og leiðarvísir til harðstjórnar. Það kann að vera að árekstur hugmynda og upplýsinga einkennist oft af hávaða og glundroða en það er gjaldið sem við greiðum fyrir lýðræðið sem fært hefur okkur meira réttlæti og meiri hagsæld en nokkuð annað stjórnskipulag í sögu mannkyns. Höfundur er lögmaður.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun