Sló stigametið með þriggja stiga skoti frá „lógóinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2024 16:31 Caitlin Clark fagnar körfunni sem tryggði henni metið og ekki er minni fögnuður hjá áhorfendum. AP/Matthew Putney Caitlin Clark vantaði átta stig til að verða í nótt stigahæsta kona í sögu bandaríska háskolaboltans. Hún skoraði 49 stig í leiknumþegar Iowa vann 106-89 sigur á Michigan. Clark var ekkert að bíða eftir því að slá metið því hún skoraði átta fyrstu stiga Iowa liðsins í leiknum. Clark sló stigametið með þriggja stiga skoti frá „lógóinu“. Hún keyrði upp völlinn, stoppaði langt utan og lét vaða. Boltinn fór beina leið í körfuna og höllin trylltist. Þarna voru aðeins liðnar tvær mínútur og tólf sekúndur af leiknum. "Ya'll knew I was gonna shoot a logo 3 for the record, come on now" Caitlin Clark pic.twitter.com/emNhwxLZ19— CBS Sports (@CBSSports) February 16, 2024 „Þið vissuð öll að ég ætlaði að slá metið með því að skjóta frá lógóinu,“ sagði Caitlin Clark létt í leikslok. Clark er svakaleg skytta og frábær spilamennska hennar undanfarin ár hefur gert hana að einum vinsælasta íþróttamanni Bandaríkjanna. Það er uppselt á flesta leiki Iowa og miðarnir á leikina seljast á uppsprengdu verði. Kelsey Plum átti metið en hún skoraði á sínum tíma 3527 stig fyrir Washington skólann frá 2013 til 2017. Clark er nú komin með 3569 stig og á eftir að bæta mikið við metið enda nóg af leikjum eftir. Áður en leiknum lauk hafði hún sett nýtt persónu stigamet og bætt stigamet skólans. Hún lét sér ekki bara nægja að skora þessi 49 stig því hún var einnig með 13 stoðsendingar á liðsfélaga sína. Clark skoraði 9 þrista í leiknum og hitti alls úr 16 af 31 skoti sínum. Hún átti því beinan þátt í 29 af 34 körfum liðsins. Næsta takmark hlýtur að verða að slá stigamet Pete Maravich og verða þannig stigahæsti leikmaðurinn í 1. deild háskólaboltans hjá báðum kynjum. Það eru fjórir deildarleikir eftir og hana vantar 99 stig til að slá met Maravich. View this post on Instagram A post shared by Iowa Women's Basketball (@iowawbb) The range on these is plain stupid. Caitlin Clark pic.twitter.com/EtGR4AW1Ma— HALL of GOATS (@GOATS_hall) February 16, 2024 Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Clark var ekkert að bíða eftir því að slá metið því hún skoraði átta fyrstu stiga Iowa liðsins í leiknum. Clark sló stigametið með þriggja stiga skoti frá „lógóinu“. Hún keyrði upp völlinn, stoppaði langt utan og lét vaða. Boltinn fór beina leið í körfuna og höllin trylltist. Þarna voru aðeins liðnar tvær mínútur og tólf sekúndur af leiknum. "Ya'll knew I was gonna shoot a logo 3 for the record, come on now" Caitlin Clark pic.twitter.com/emNhwxLZ19— CBS Sports (@CBSSports) February 16, 2024 „Þið vissuð öll að ég ætlaði að slá metið með því að skjóta frá lógóinu,“ sagði Caitlin Clark létt í leikslok. Clark er svakaleg skytta og frábær spilamennska hennar undanfarin ár hefur gert hana að einum vinsælasta íþróttamanni Bandaríkjanna. Það er uppselt á flesta leiki Iowa og miðarnir á leikina seljast á uppsprengdu verði. Kelsey Plum átti metið en hún skoraði á sínum tíma 3527 stig fyrir Washington skólann frá 2013 til 2017. Clark er nú komin með 3569 stig og á eftir að bæta mikið við metið enda nóg af leikjum eftir. Áður en leiknum lauk hafði hún sett nýtt persónu stigamet og bætt stigamet skólans. Hún lét sér ekki bara nægja að skora þessi 49 stig því hún var einnig með 13 stoðsendingar á liðsfélaga sína. Clark skoraði 9 þrista í leiknum og hitti alls úr 16 af 31 skoti sínum. Hún átti því beinan þátt í 29 af 34 körfum liðsins. Næsta takmark hlýtur að verða að slá stigamet Pete Maravich og verða þannig stigahæsti leikmaðurinn í 1. deild háskólaboltans hjá báðum kynjum. Það eru fjórir deildarleikir eftir og hana vantar 99 stig til að slá met Maravich. View this post on Instagram A post shared by Iowa Women's Basketball (@iowawbb) The range on these is plain stupid. Caitlin Clark pic.twitter.com/EtGR4AW1Ma— HALL of GOATS (@GOATS_hall) February 16, 2024
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira