Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. febrúar 2024 08:01 Viðmælendur fréttastofu segja tilhögun útboðsins óneitanlega munu hafa áhrif á kostnað framkvæmdarinnar. Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. Fréttastofa hefur rætt við nokkra einstaklinga sem tengjast hópunum fimm sem hugðust gera tilboð í framkvæmdina en enginn þeirra vill koma fram undir nafni. Þá fengust þau svör bæði hjá Vegagerðinni og Samtökum iðnaðarins að þau myndu ekki tjá sig um málið fyrr en tilboðin hefðu verið opnuð. Úboðsgögn vegna hönnunar og smíði Ölfusárbrúar voru send út í nóvember en fimm fyrirtæki sótt um að fá að taka þátt í útboðinu. Samkvæmt heimildum Vísis voru gerðar ákveðnar kröfur um reynslu í útboðsauglýsingunni, sem gerðu það að verkum að einsýnt var að erlendir aðilar þyrftu að koma að málum. Eftirfarandi fyrirtæki sóttu um þátttöku en í flestum, ef ekki öllum, tilvikum um að ræða samstarf innlendra og erlendra aðila: Hochtief Infrastructure GmbH, Essen, Þýskalandi IKI Infrastructure Systems Co., Ltd, Tokyo, Japan Ístak hf. - Per Aarsleff A/S - Freyssinet Int., fyrir hönd óstofnaðs félags, Reykjavík Puentes y Calzada Infraestructuras, S.L.U., Spáni ÞG verktakar ehf., Reykjavík Staðlar og fjármögnun flækja málin Ástæður þess að einn aðili hefur þegar dregið sig úr útboðinu og fleiri eru að skoða að gera það er sagðar margþættar en ekki síst sú staðreynd að ekki er stuðst við alþjóðlegan staðal, til dæmis FIDIC, hvað varðar útboðs- og samningsskilmála. Þetta virðist hafa vakið efasemdir erlendu aðilanna um þátttöku en þá segja heimildarmenn Vísis einnig um að ræða óánægju er varðar fjármögnun. Baldur Sigurðsson gerði samanburð á íslenska staðlinum ÍST 30 og FIDIC í meistararitgerð sinni við Háskóla Íslands árið 2014. Sagði hann ljóst að skilmálar FIDIC væru mun ítarlegri en ÍST 30. Þá lagði Baldur könnun fyrir verkkaupa, verktaka og ráðgjafa, þar sem meðal annars kom fram að mönnum þótti ÍST 30 henta betur fyrir minni verk en FIDIC fyrir stærri og flóknari verk. Fjórir af fimm ráðgjöfum sögðust telja að FIDIC hentuðu betur en ÍST 30, ekki síst við stærri framkvæmdir og framkvæmdir þar sem erlendir aðilar myndu mögulega koma að málum. Ný Ölfusárbrú Samgöngur Vegagerð Árborg Flóahreppur Tengdar fréttir Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. 29. nóvember 2023 18:29 Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. 18. apríl 2023 22:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Fréttastofa hefur rætt við nokkra einstaklinga sem tengjast hópunum fimm sem hugðust gera tilboð í framkvæmdina en enginn þeirra vill koma fram undir nafni. Þá fengust þau svör bæði hjá Vegagerðinni og Samtökum iðnaðarins að þau myndu ekki tjá sig um málið fyrr en tilboðin hefðu verið opnuð. Úboðsgögn vegna hönnunar og smíði Ölfusárbrúar voru send út í nóvember en fimm fyrirtæki sótt um að fá að taka þátt í útboðinu. Samkvæmt heimildum Vísis voru gerðar ákveðnar kröfur um reynslu í útboðsauglýsingunni, sem gerðu það að verkum að einsýnt var að erlendir aðilar þyrftu að koma að málum. Eftirfarandi fyrirtæki sóttu um þátttöku en í flestum, ef ekki öllum, tilvikum um að ræða samstarf innlendra og erlendra aðila: Hochtief Infrastructure GmbH, Essen, Þýskalandi IKI Infrastructure Systems Co., Ltd, Tokyo, Japan Ístak hf. - Per Aarsleff A/S - Freyssinet Int., fyrir hönd óstofnaðs félags, Reykjavík Puentes y Calzada Infraestructuras, S.L.U., Spáni ÞG verktakar ehf., Reykjavík Staðlar og fjármögnun flækja málin Ástæður þess að einn aðili hefur þegar dregið sig úr útboðinu og fleiri eru að skoða að gera það er sagðar margþættar en ekki síst sú staðreynd að ekki er stuðst við alþjóðlegan staðal, til dæmis FIDIC, hvað varðar útboðs- og samningsskilmála. Þetta virðist hafa vakið efasemdir erlendu aðilanna um þátttöku en þá segja heimildarmenn Vísis einnig um að ræða óánægju er varðar fjármögnun. Baldur Sigurðsson gerði samanburð á íslenska staðlinum ÍST 30 og FIDIC í meistararitgerð sinni við Háskóla Íslands árið 2014. Sagði hann ljóst að skilmálar FIDIC væru mun ítarlegri en ÍST 30. Þá lagði Baldur könnun fyrir verkkaupa, verktaka og ráðgjafa, þar sem meðal annars kom fram að mönnum þótti ÍST 30 henta betur fyrir minni verk en FIDIC fyrir stærri og flóknari verk. Fjórir af fimm ráðgjöfum sögðust telja að FIDIC hentuðu betur en ÍST 30, ekki síst við stærri framkvæmdir og framkvæmdir þar sem erlendir aðilar myndu mögulega koma að málum.
Ný Ölfusárbrú Samgöngur Vegagerð Árborg Flóahreppur Tengdar fréttir Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. 29. nóvember 2023 18:29 Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. 18. apríl 2023 22:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Hönnun og smíði nýrrar Ölfusárbrúar boðin út Vegagerðin hefur sent út útboðsgögn vegna hönnunar og smíði nýrrar Ölfusárbrúar til fimm fyrirtækja sem sóttu um að fá að taka þátt í útboðinu. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út þann 12. mars næstkomandi. Áætlað er að verkinu ljúki haustið 2027, eftir fjögur ár. 29. nóvember 2023 18:29
Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. 18. apríl 2023 22:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent