Þora ekki enn að senda menn inn og verða fram á nótt Magnús Jochum Pálsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 15. febrúar 2024 21:59 Eldurinn varð á tímabili gríðarleg mikill enda töluverður eldsmatur inni í húsnæðinu. Þar að auki var mikill reykur sem gerði slökkviliðsmönnumm erfitt fyrir. Vísir/Vilhelm Slökkviliðsstjóri segir búið að ná tökum á eldi sem kviknaði í dekkjaverkstæði N1 við Fellsmúla. Slökkviliðið verði þó að störfum fram á nótt við að fullslökkva eldinn. Þakið á tveimur rýmum sé fallið og vegna hrunhættu þori þeir ekki að senda menn inn í húsið. Eldur kviknaði í húsnæðinu á horni Fellsmúla og Grensásvegs síðdegis í dag og var allt tiltækt slökkvilið kallað út. Engar teljanlegar skemmdir hafa orðið á húsum í kring en enn á eftir að meta skemmdir í húslengjunni sem kviknaði í. Enginn er talinn hafa slasast í eldsvoðanum. „Tíminn rennur dálítið saman hjá manni en fyrir klukkutíma síðan voru þessi tvö bil í suðurendanum alelda þannig það plan að beita meiri froðu virðist hafa skilað árangri. Við erum að vonast til þess að það séu þessi tvö rými sem eldurinn hefur náð að læsa sig í,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, um stöðuna upp úr níuleytinu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón „Það er náttúrulega reykur mjög víða og þakið á þessum tveimur rýmum er fallið þannig við erum núna að fara að senda menn á körfubíl upp á rýmið við hliðina á því sem brann til að athuga hvort að þakið þar sé eitthvað farið að gefa sig. En við vonumst til þess að eldurinn sé ekkert að fara að læsa sig neitt í lengjunni hérna til norðus,“ sagði hann. Er eitthvað hægt að meta skemmdir á öðrum húsum hér í kring? „Nei, á öðrum húsum hér í kring eru ekki miklar skemmdir. Það er aðallega spurning með þessa lengju, efri hæðina og neðri hæðina. Á neðri hæðinni er meðal annars Slippfélagið, við höfum ekki farið þangað inn neitt nýlega. Það gætu verið vatnsskemmdir og einhverjar reykskemmdir en það er of snemmt að fullyrða eitthvað um það.“ Curvy.is og Stout eru í horni verslunarkjarnans.Vísir/Vilhelm Er enn eldur inni í húsinu? „Það er eldur og glóðir út um allt þannig það tekur dálítinn tíma að fullslökkva en eins og þú sérð er afskaplega lítill eldur. Þetta er aðallega gulur eldur en svo um leið og maður fer að róta eitthvað í þessu gýs eldurinn upp aftur. Við höfum ekki þorað að senda menn inn af því þakið er að hrynja eða hrunið að vissu leyti og þá erum við að taka þetta að utanverðu,“ sagði hann. Þið stefnið á að vera eitthvað fram á nótt? „Já, örugglega eitthvað fram á nótt. Vitum það ekki alveg og þú heyrir að það er enn að springa þarna inni,“ bætti hann við. Gríðarmikinn svartan reyk lagði upp frá húsnæðinu.Vísir/Sigurjón Eldurinn er í húsnæði við Fellsmúla og Grensásveg Mynd frá vettvangi sem sýnir eldinn vel. Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Bjartsýnn með áframhaldið Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. 15. febrúar 2024 17:54 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Eldur kviknaði í húsnæðinu á horni Fellsmúla og Grensásvegs síðdegis í dag og var allt tiltækt slökkvilið kallað út. Engar teljanlegar skemmdir hafa orðið á húsum í kring en enn á eftir að meta skemmdir í húslengjunni sem kviknaði í. Enginn er talinn hafa slasast í eldsvoðanum. „Tíminn rennur dálítið saman hjá manni en fyrir klukkutíma síðan voru þessi tvö bil í suðurendanum alelda þannig það plan að beita meiri froðu virðist hafa skilað árangri. Við erum að vonast til þess að það séu þessi tvö rými sem eldurinn hefur náð að læsa sig í,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, um stöðuna upp úr níuleytinu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón „Það er náttúrulega reykur mjög víða og þakið á þessum tveimur rýmum er fallið þannig við erum núna að fara að senda menn á körfubíl upp á rýmið við hliðina á því sem brann til að athuga hvort að þakið þar sé eitthvað farið að gefa sig. En við vonumst til þess að eldurinn sé ekkert að fara að læsa sig neitt í lengjunni hérna til norðus,“ sagði hann. Er eitthvað hægt að meta skemmdir á öðrum húsum hér í kring? „Nei, á öðrum húsum hér í kring eru ekki miklar skemmdir. Það er aðallega spurning með þessa lengju, efri hæðina og neðri hæðina. Á neðri hæðinni er meðal annars Slippfélagið, við höfum ekki farið þangað inn neitt nýlega. Það gætu verið vatnsskemmdir og einhverjar reykskemmdir en það er of snemmt að fullyrða eitthvað um það.“ Curvy.is og Stout eru í horni verslunarkjarnans.Vísir/Vilhelm Er enn eldur inni í húsinu? „Það er eldur og glóðir út um allt þannig það tekur dálítinn tíma að fullslökkva en eins og þú sérð er afskaplega lítill eldur. Þetta er aðallega gulur eldur en svo um leið og maður fer að róta eitthvað í þessu gýs eldurinn upp aftur. Við höfum ekki þorað að senda menn inn af því þakið er að hrynja eða hrunið að vissu leyti og þá erum við að taka þetta að utanverðu,“ sagði hann. Þið stefnið á að vera eitthvað fram á nótt? „Já, örugglega eitthvað fram á nótt. Vitum það ekki alveg og þú heyrir að það er enn að springa þarna inni,“ bætti hann við. Gríðarmikinn svartan reyk lagði upp frá húsnæðinu.Vísir/Sigurjón Eldurinn er í húsnæði við Fellsmúla og Grensásveg Mynd frá vettvangi sem sýnir eldinn vel.
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Bjartsýnn með áframhaldið Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. 15. febrúar 2024 17:54 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Bjartsýnn með áframhaldið Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. 15. febrúar 2024 17:54