Kona fékk loksins að lýsa stórmóti í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2024 08:30 Lauren Kalil braut ísinn og stóð sig vel. Hún fær væntanlega fleiri tækifæri á þesu ári. Skjámynd/Youtube Lauren Kalil er brautryðjandi þegar kemur að sjónvarpsútsendingum frá risamótunum í CrossFit. Konur hafa jafnan fengið jafnmikla athygli og karlarnir þegar kemur að CrossFit íþróttinni en áður en árið 2024 rann í garð þá hafði þeim aldrei verið treyst til að lýsa því sem fer fram í stórmótum íþróttarinnar. Eða þar til á nýloknu Wodapalooza móti í Miami. Þar braut Lauren Kalil ísinn enda löngu kominn tími til að kona fengi að lýsa stórmóti í CrossFit. Konur hafa vissulega komið að útsendingum frá mótum til þessa en þá bara í því að taka viðtöl og annað slíkt. Nú fékk Kalil að setjast í aðalsætið og lýsa því sem fram fór en það sæti hafði hingað til aðeins verið skipað karlmönnum á stærstu mótum CrossFit íþróttarinnar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Morning Chalk Up vefurinn fagnaði þessu stóra skrefi sem Lauren tók á dögunum og ræddi við hana um þetta krefjandi hlutverk. Lauren viðurkenndi þar að auðvitað hafi hún haft smá áhyggjur fyrir fram. „Hvað ef ég kem kjánaleg út? Hvað ef röddin mín er of há og skerandi? Hvað ef fólki heldur að ég hafi bara fengið starfið af því að ég stelpa? Hvað ef að það sé eina ástæðan fyrir því að ég fékk starfið?,“ sagði Lauren Kalil vera spurningar sem hún spurði sjálfa sig þegar efasemdirnar sóttu á hana. Það fylgir sögunni að Lauren Kalil stóð sig vel í nýju hlutverki að fær örugglega að lýsa fleiri mótum á næstu misserum. Hún hefur sjálft gert upp þetta fyrsta mót sitt sem aðallýsandi á samfélagsmiðlum sínum og þar viðurkenndi hún meðal annars að hafa ælt af stressi kvöldið fyrir útsendingu. „Ekki af því að ég hafði ekki trú á mér heldur af því ég vissi að ég þurfti að sanna svo margt. Ég sagði fólki að ég gæti lýst því sem færi fram og ég hef vissulega unnið við sjónvarp í átta ár. Ég er vön því að vera fyrir framan myndavélina og að bregðast við því sem gerist. Ég hefði hins vegar aldrei sýnt það og sannað að ég gæti skilað þessu starfi,“ skrifaði Kalil meðal annars. Það má lesa meira um upplifun hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Lauren Kalil (@laurenkalil) CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Konur hafa jafnan fengið jafnmikla athygli og karlarnir þegar kemur að CrossFit íþróttinni en áður en árið 2024 rann í garð þá hafði þeim aldrei verið treyst til að lýsa því sem fer fram í stórmótum íþróttarinnar. Eða þar til á nýloknu Wodapalooza móti í Miami. Þar braut Lauren Kalil ísinn enda löngu kominn tími til að kona fengi að lýsa stórmóti í CrossFit. Konur hafa vissulega komið að útsendingum frá mótum til þessa en þá bara í því að taka viðtöl og annað slíkt. Nú fékk Kalil að setjast í aðalsætið og lýsa því sem fram fór en það sæti hafði hingað til aðeins verið skipað karlmönnum á stærstu mótum CrossFit íþróttarinnar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Morning Chalk Up vefurinn fagnaði þessu stóra skrefi sem Lauren tók á dögunum og ræddi við hana um þetta krefjandi hlutverk. Lauren viðurkenndi þar að auðvitað hafi hún haft smá áhyggjur fyrir fram. „Hvað ef ég kem kjánaleg út? Hvað ef röddin mín er of há og skerandi? Hvað ef fólki heldur að ég hafi bara fengið starfið af því að ég stelpa? Hvað ef að það sé eina ástæðan fyrir því að ég fékk starfið?,“ sagði Lauren Kalil vera spurningar sem hún spurði sjálfa sig þegar efasemdirnar sóttu á hana. Það fylgir sögunni að Lauren Kalil stóð sig vel í nýju hlutverki að fær örugglega að lýsa fleiri mótum á næstu misserum. Hún hefur sjálft gert upp þetta fyrsta mót sitt sem aðallýsandi á samfélagsmiðlum sínum og þar viðurkenndi hún meðal annars að hafa ælt af stressi kvöldið fyrir útsendingu. „Ekki af því að ég hafði ekki trú á mér heldur af því ég vissi að ég þurfti að sanna svo margt. Ég sagði fólki að ég gæti lýst því sem færi fram og ég hef vissulega unnið við sjónvarp í átta ár. Ég er vön því að vera fyrir framan myndavélina og að bregðast við því sem gerist. Ég hefði hins vegar aldrei sýnt það og sannað að ég gæti skilað þessu starfi,“ skrifaði Kalil meðal annars. Það má lesa meira um upplifun hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Lauren Kalil (@laurenkalil)
CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira