Segir hamfarir myndu fylgja í kjölfar innrásar Ísraelsmanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2024 06:54 Ibrahim Hasouna missti átta ástvini í árásum Ísraelsmanna, þegar ráðist var í aðgerðir til að frelsa gísla í haldi Hamas. Hasouna segir húsið þar sem ættingjar hans dvöldu hins vegar hafa verið langt frá þeim stað þar sem gíslunum var haldið. AP/Fatima Shbair Enn eykst þrýstingur á Ísraelsmenn um að falla frá áformum sínum um að ráðast inn í Rafah í suðurhluta Gasa en Martin Griffiths, yfirmaður mannúðarmála og neyðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, segir afleiðingarnar yrðu hamfarir. Griffiths sendi frá sér óvenju harðorða yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði að Palestínubúar á Gasa hefðu nú þegar mátt sæta árás sem væri fordæmalaus hvað varðaði umfang og hörku. Yfir milljón manns dveldu nú í Rafah og „störðu í andlit dauðans“. Griffiths sagði mat og lyf af skornum skammti og að menn gætu hvergi farið. Innrás inn yrði dauðadómur yfir öllu hjálparstarfi á svæðinu. Stephane Dujarric, talsmaður Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sagði Ísraelsmenn ekki hafa lagt fram neina áætlun um rýmingu svæðisins og að Sameinuðu þjóðirnar myndu ekki taka þátt í að flytja fólk á brott. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Ísrael við því að ráðast inn í Rafah án þess að grípa til ráðstafana til að vernda almenna borgara. Þá hefur David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Breta og núverandi utanríkisráðherra, hvatt Ísraelsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir láta til skarar skríða. Cameron sagði á breska þinginu í gær að Ísrael væri að brjóta alþjóðalög ef það tryggði ekki íbúum Gasa vatn og mat. Þá væri hreinlega ómögulegt að rýma Rafah fyrir fyrirhugaða innrás, líkt og Ísraelar hafa talað um. Ráðherrann sagði Bandaríkjamenn farna að íhuga að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki, án samþykkis Ísraels. Ísraelsmenn ættu ekki að hafa neitunarvald hvað þetta varðaði. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Griffiths sendi frá sér óvenju harðorða yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði að Palestínubúar á Gasa hefðu nú þegar mátt sæta árás sem væri fordæmalaus hvað varðaði umfang og hörku. Yfir milljón manns dveldu nú í Rafah og „störðu í andlit dauðans“. Griffiths sagði mat og lyf af skornum skammti og að menn gætu hvergi farið. Innrás inn yrði dauðadómur yfir öllu hjálparstarfi á svæðinu. Stephane Dujarric, talsmaður Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sagði Ísraelsmenn ekki hafa lagt fram neina áætlun um rýmingu svæðisins og að Sameinuðu þjóðirnar myndu ekki taka þátt í að flytja fólk á brott. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Ísrael við því að ráðast inn í Rafah án þess að grípa til ráðstafana til að vernda almenna borgara. Þá hefur David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Breta og núverandi utanríkisráðherra, hvatt Ísraelsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir láta til skarar skríða. Cameron sagði á breska þinginu í gær að Ísrael væri að brjóta alþjóðalög ef það tryggði ekki íbúum Gasa vatn og mat. Þá væri hreinlega ómögulegt að rýma Rafah fyrir fyrirhugaða innrás, líkt og Ísraelar hafa talað um. Ráðherrann sagði Bandaríkjamenn farna að íhuga að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki, án samþykkis Ísraels. Ísraelsmenn ættu ekki að hafa neitunarvald hvað þetta varðaði.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira