Segir Eyjamálið ekki enn komið á sitt borð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2024 20:42 Þórdís Kolbrún segir málið ekki vera komið á sitt borð en Páll Magnússon segir hana bera alla ábyrgð. Vísir Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, fjármála- og efnahagsráðherra, segir kröfu ríkisins í hluta Vestmannaeyjar, ekki á sínu borði enn sem komið er. Hún segir um að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegnum og hvetur Eyjamenn til að gæta réttar síns. Forseti bæjarstjórnar segir ráðherrann bera ábyrgð. Þetta er meðal þess sem fram kom í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar sat Þórdís fyrir svörum vegna kröfu ríkisins á hluta Vestmannaeyja, sem lýst er í skýrslu óbyggðanefndar. Áður hefur framkvæmdastjóri óbyggðanefndar sagt misskilnings gæta um málið, það sé hlutverk hennar að úrskurða um kröfur og kynna þær. Engin ákvörðun verið tekin „Ég hef heyrt í allmörgum Eyjamönnum í dag og fengið skilaboð frá mörgum þeirra en eins og ég hef nefnt í einhverjum viðtölum fram til þessa að þá er þetta mál ekki á mínu borði enn sem komið er,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún segir óbyggðanefnd heyra undir forsætisráðuneytið. Kröfugerðir á vegum ríkisins heyri svo undir fjármálaráðuneytið. „Ríkið gerir kröfu og aðrir gera kröfu og svo er það ekki fyrr en taka þarf ákvarðanir um málshöfðun, áfrýjun, annað slíkt sem það gæti komið til þess að það komi inn á mitt borð en það er engin ný ákvörðun í þessu, það er engin pólitísk ákvörðun, það er engin ný ákvörðun, það er engin lagabreyting.“ Um sé að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegn um síðan lög um þessi mál tóku gildi árið 1998. Þá hafi Þórdís persónulega haft meiri áhuga á Spice Girls. „Og nú er komið að þessu síðasta svæði og Eyjamenn sem hafa sterkar skoðanir á þessu og ég hef bara fullan skilning á því, rétt eins og ég hef hlustað á marga bændur og aðra landeigendur í gegnum tíðina, í gegnum árin, sem hafa haft það líka.“ Það er ljóst miðað við tóninn í Eyjamönnum að þeir muni berjast með krafti og klóm gegn þessu? „Já og ég, hér eftir sem hingað til, ég hvet alla til þess að gæta ítrasta réttar síns í þessari málsmeðferð. Það má vera algjörlega skýrt og ég tel mig nú þekkja Eyjamenn nægilega vel til þess að vita að þeir munu sannarlega gera það.“ Segir kröfuna á ábyrgð ráðherrans Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, segir í aðsendri grein á Vísi, að ljóst sé af svörum ráðherrans að halda eigi kröfu ríkisins til streitu. „Þessi kröfugerð varð ekki til hjá Óbyggðanefnd, eins og ráðherrann gefur til kynna, heldur í fjármálaráðuneytinu undir forræði ráðherrans,“ fullyrðir Páll í grein sinni. Hann segir að draga megi svör ráðherrans saman í fjögur orð, „Þetta er bara svona.“ Páll segir það koma á óvart að varaformaður Sjálfstæðisflokksins skuli nú ætla að reka mál af hörku í því skyni að fá hnekkt þeim eignarétti sem fyrrnefndir foringjar Sjálfstæðisflokksins hafi afsalað Vestmannaeyjabæ árið 1960. „Þessi kröfugerð er að frumkvæði fjármálaráðherra og hennar ráðuneytis. Ekki Óbyggðanefndar. Ráðherrann ber ábyrgð á þessu máli. Ekki Óbyggðanefnd. Það er á valdi ráðherrans að afturkalla þessar fáheyrðu kröfur – vonandi ber hún gæfu til þess.“ Vestmannaeyjar Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarða- og lóðamál Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar sat Þórdís fyrir svörum vegna kröfu ríkisins á hluta Vestmannaeyja, sem lýst er í skýrslu óbyggðanefndar. Áður hefur framkvæmdastjóri óbyggðanefndar sagt misskilnings gæta um málið, það sé hlutverk hennar að úrskurða um kröfur og kynna þær. Engin ákvörðun verið tekin „Ég hef heyrt í allmörgum Eyjamönnum í dag og fengið skilaboð frá mörgum þeirra en eins og ég hef nefnt í einhverjum viðtölum fram til þessa að þá er þetta mál ekki á mínu borði enn sem komið er,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún segir óbyggðanefnd heyra undir forsætisráðuneytið. Kröfugerðir á vegum ríkisins heyri svo undir fjármálaráðuneytið. „Ríkið gerir kröfu og aðrir gera kröfu og svo er það ekki fyrr en taka þarf ákvarðanir um málshöfðun, áfrýjun, annað slíkt sem það gæti komið til þess að það komi inn á mitt borð en það er engin ný ákvörðun í þessu, það er engin pólitísk ákvörðun, það er engin ný ákvörðun, það er engin lagabreyting.“ Um sé að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegn um síðan lög um þessi mál tóku gildi árið 1998. Þá hafi Þórdís persónulega haft meiri áhuga á Spice Girls. „Og nú er komið að þessu síðasta svæði og Eyjamenn sem hafa sterkar skoðanir á þessu og ég hef bara fullan skilning á því, rétt eins og ég hef hlustað á marga bændur og aðra landeigendur í gegnum tíðina, í gegnum árin, sem hafa haft það líka.“ Það er ljóst miðað við tóninn í Eyjamönnum að þeir muni berjast með krafti og klóm gegn þessu? „Já og ég, hér eftir sem hingað til, ég hvet alla til þess að gæta ítrasta réttar síns í þessari málsmeðferð. Það má vera algjörlega skýrt og ég tel mig nú þekkja Eyjamenn nægilega vel til þess að vita að þeir munu sannarlega gera það.“ Segir kröfuna á ábyrgð ráðherrans Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, segir í aðsendri grein á Vísi, að ljóst sé af svörum ráðherrans að halda eigi kröfu ríkisins til streitu. „Þessi kröfugerð varð ekki til hjá Óbyggðanefnd, eins og ráðherrann gefur til kynna, heldur í fjármálaráðuneytinu undir forræði ráðherrans,“ fullyrðir Páll í grein sinni. Hann segir að draga megi svör ráðherrans saman í fjögur orð, „Þetta er bara svona.“ Páll segir það koma á óvart að varaformaður Sjálfstæðisflokksins skuli nú ætla að reka mál af hörku í því skyni að fá hnekkt þeim eignarétti sem fyrrnefndir foringjar Sjálfstæðisflokksins hafi afsalað Vestmannaeyjabæ árið 1960. „Þessi kröfugerð er að frumkvæði fjármálaráðherra og hennar ráðuneytis. Ekki Óbyggðanefndar. Ráðherrann ber ábyrgð á þessu máli. Ekki Óbyggðanefnd. Það er á valdi ráðherrans að afturkalla þessar fáheyrðu kröfur – vonandi ber hún gæfu til þess.“
Vestmannaeyjar Reykjavík síðdegis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarða- og lóðamál Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira