Hanna skartgripi í Dúbaí: Flughjón vilja verða veldi Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2024 20:01 Fjölskyldunni líður vel í Dúbaí. „Markmiðið er að afla tekna á meðan við sofum,“ segir Þóra Eiríksdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Guðmundssyni, og þremur börnum þeirra í arabíska furstadæminu Dúbaí. Þau fluttu þangað í desember 2011 eftir að Hannes fékk vinnu sem flugmaður hjá hinu virta flugfélagi Emirates. Heimsfaraldurinn hristi upp í þeim hjónum, en þá var fjölmörgum sagt upp hjá Emirates - eins og öðrum flugfélögum í heiminum. Hannes hélt vinnunni en launin voru skert um helming. Þá skapaðist skyndilegt svigrúm í lífi þeirra sem þau nýttu líklega betur en flestir. Þau stofnuðu heilsufyrirtæki, fóru að hanna skartgripi, hann fór að læra forritun, hún að skrifa barnabók og ótal margt fleira. „Ég er orðinn fertugur núna, en ég ætla aldrei að hætta að læra,“ segir Hannes. „Þú getur tekið bara eitthvað námskeið í eitt ár og opnað nýtt fyrirtæki og prófað það.“ Eftir Covid vildu þau ekki binda sig Í fyrsta þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Þóru, Hannes og börnin þeirra þrjú til Dúbaí. Lífið og Covid kenndi þeim að engin ástæða væri til að binda sig við einn starfsferil í lífinu og þau eru því með fjölmörg járn í eldinum í dag. Enda ætla þau ekki að búa í Dúbaíað eilífu, planið er að flytja sig um set innan tíðar og þau vilja geta notið lífsins - án þess að Hannes þurfi að vera langdvölum frá heimilinu. „Okkur langar líka til að vera með svona fasteignaportfólíó og fjárfesta í eignum og að það verði svona eitt eggið í körfunni. Okkur langar ekki að gera bara eitthvað eitt. Okkur langar bara að vera með eitthvað veldi,“ segir Þóra sposk á svip. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi og má sjá brot úr honum hér að neðan. Klippa: Hanna skartgripi í Dubaí Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dúbaí, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Þau fluttu þangað í desember 2011 eftir að Hannes fékk vinnu sem flugmaður hjá hinu virta flugfélagi Emirates. Heimsfaraldurinn hristi upp í þeim hjónum, en þá var fjölmörgum sagt upp hjá Emirates - eins og öðrum flugfélögum í heiminum. Hannes hélt vinnunni en launin voru skert um helming. Þá skapaðist skyndilegt svigrúm í lífi þeirra sem þau nýttu líklega betur en flestir. Þau stofnuðu heilsufyrirtæki, fóru að hanna skartgripi, hann fór að læra forritun, hún að skrifa barnabók og ótal margt fleira. „Ég er orðinn fertugur núna, en ég ætla aldrei að hætta að læra,“ segir Hannes. „Þú getur tekið bara eitthvað námskeið í eitt ár og opnað nýtt fyrirtæki og prófað það.“ Eftir Covid vildu þau ekki binda sig Í fyrsta þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Þóru, Hannes og börnin þeirra þrjú til Dúbaí. Lífið og Covid kenndi þeim að engin ástæða væri til að binda sig við einn starfsferil í lífinu og þau eru því með fjölmörg járn í eldinum í dag. Enda ætla þau ekki að búa í Dúbaíað eilífu, planið er að flytja sig um set innan tíðar og þau vilja geta notið lífsins - án þess að Hannes þurfi að vera langdvölum frá heimilinu. „Okkur langar líka til að vera með svona fasteignaportfólíó og fjárfesta í eignum og að það verði svona eitt eggið í körfunni. Okkur langar ekki að gera bara eitthvað eitt. Okkur langar bara að vera með eitthvað veldi,“ segir Þóra sposk á svip. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi og má sjá brot úr honum hér að neðan. Klippa: Hanna skartgripi í Dubaí Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dúbaí, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira