Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. febrúar 2024 10:40 Hann segir ákvörðunina hafa verið tekna án eðlilegrar málsmeðferðar vegna eðlis ásakananna á hendur þeim. EPA/Salvatore di Nolfi Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Jerúsalem á föstudaginn var hann spurður hvort hann hefði gögn við hendi varðandi ásakanir Ísraela og svaraði hann því neitandi. Hann bætti við að rannsóknin væri yfirstandandi. Hann lýsti ákvörðun sinni sem „öfugri eðlilegri málsmeðferð.“ Guardian greinir frá. „Ég hefði getað vikið þeim tímabundið úr starf, en ég rak þá. Og nú er rannsókn í gangi og ef rannsóknin sýnir fram á að ákvörðunin hafi verið röng, þá munum við í Sameinuðu þjóðunum taka ákvörðun um hvernig eigi að bæta þeim þetta.“ Umfangsmiklar ásakanir Hann segist hafa tekið ákvörðun um leið og ásakanirnar bárust vegna þess hve alvarlegar þær voru. Stofnunin hafi þurft að glíma við harðar árásir. Ísraelsmenn hafa haldið því fram að allt að einum tíunda starfsmanna samtakanna séu hliðhollir Hamasliðum og vilja leysa samtökin upp. Yfirvöld í Tel Avív hafa sakað tugi starfsmanna þeirra um þátttöku í árásum Hamasliða á Ísrael sem leiddi til dauða rúmlega tólfhundruð manns. Um 28 þúsund hafa látið lífið í árásum á Gasasvæðinu þar á meðal tveir hinna ásökuðu.AP/Mohammed Hajjar Utanríkisráðuneyti Ísraels upplýsti Lazzarini um áskanirnar þann átjánda janúar og voru níu þeirra tólf sem sakaðir voru um aðild reknir á staðnum. Tveir þeirra höfðu þegar látist í loftárásum Ísraels. Í kjölfarið frystu fjölmörg lönd greiðslur til samtakanna, þar á meðal Ísland. UNRWA hafi engan aðgang að gögnunum Lazzarini segir talsmenn ísraelska yfirvalda hafa lesið upp nöfn hinna ásökuðu, ásamt ítarlegum lýsingum á eðli þátttöku þeirra í árásum Hamasliða. UNRWA hafi þó ekki verið veitt eintak af skjölunum. Hann segir ísraelsk yfirvöld þó ekki hafa hreyft mótbárum þegar nöfn einstaklinganna voru lögð fram til skoðunar á síðasta árum eins og gert er með alla starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar. António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur komið ákvörðun Lazzarini til varnar og segir gögn Ísraelsmanna trúverðug. „Við gátum ekki tekið áhættuna á því að bregðast ekki strax við þar sem ásakanirnar vörðuðu glæpsamlegt athæfi,“ segir Guterres á fimmtudag. Sameinuðu þjóðirnar Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Á blaðamannafundi sem haldinn var í Jerúsalem á föstudaginn var hann spurður hvort hann hefði gögn við hendi varðandi ásakanir Ísraela og svaraði hann því neitandi. Hann bætti við að rannsóknin væri yfirstandandi. Hann lýsti ákvörðun sinni sem „öfugri eðlilegri málsmeðferð.“ Guardian greinir frá. „Ég hefði getað vikið þeim tímabundið úr starf, en ég rak þá. Og nú er rannsókn í gangi og ef rannsóknin sýnir fram á að ákvörðunin hafi verið röng, þá munum við í Sameinuðu þjóðunum taka ákvörðun um hvernig eigi að bæta þeim þetta.“ Umfangsmiklar ásakanir Hann segist hafa tekið ákvörðun um leið og ásakanirnar bárust vegna þess hve alvarlegar þær voru. Stofnunin hafi þurft að glíma við harðar árásir. Ísraelsmenn hafa haldið því fram að allt að einum tíunda starfsmanna samtakanna séu hliðhollir Hamasliðum og vilja leysa samtökin upp. Yfirvöld í Tel Avív hafa sakað tugi starfsmanna þeirra um þátttöku í árásum Hamasliða á Ísrael sem leiddi til dauða rúmlega tólfhundruð manns. Um 28 þúsund hafa látið lífið í árásum á Gasasvæðinu þar á meðal tveir hinna ásökuðu.AP/Mohammed Hajjar Utanríkisráðuneyti Ísraels upplýsti Lazzarini um áskanirnar þann átjánda janúar og voru níu þeirra tólf sem sakaðir voru um aðild reknir á staðnum. Tveir þeirra höfðu þegar látist í loftárásum Ísraels. Í kjölfarið frystu fjölmörg lönd greiðslur til samtakanna, þar á meðal Ísland. UNRWA hafi engan aðgang að gögnunum Lazzarini segir talsmenn ísraelska yfirvalda hafa lesið upp nöfn hinna ásökuðu, ásamt ítarlegum lýsingum á eðli þátttöku þeirra í árásum Hamasliða. UNRWA hafi þó ekki verið veitt eintak af skjölunum. Hann segir ísraelsk yfirvöld þó ekki hafa hreyft mótbárum þegar nöfn einstaklinganna voru lögð fram til skoðunar á síðasta árum eins og gert er með alla starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar. António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur komið ákvörðun Lazzarini til varnar og segir gögn Ísraelsmanna trúverðug. „Við gátum ekki tekið áhættuna á því að bregðast ekki strax við þar sem ásakanirnar vörðuðu glæpsamlegt athæfi,“ segir Guterres á fimmtudag.
Sameinuðu þjóðirnar Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira