Kíkti í keilu með Hetti: „Allir óvinir Gísla Marteins halda að þeir séu góðir í keilu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. febrúar 2024 11:31 Andri Már Eggertsson, Nablinn, tók stöðuna á Hattarmönnum í Keiluhöllinni eftir að leik þeirra gegn Keflavík var frestað. Vísir/Stöð2 Sport Liðsmenn Hattar frá Egilsstöðum þurftu að finna sér eitthvað annað að gera í höfuðborginni síðastliðið fimmtudagskvöld eftir að leik þeirra gegn Keflavík í Subway-deild karla var frestað. Þeir ákváðu því að skella sér í keilu til að stytta sér stundir. Leik Keflavíkur og Hattar var frestað vegna hitavatnsleysis í Keflavík eftir að hraun flæddi yfir hitavatnslögn bæjarins og skemmdi hana. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hefði viljað spila leikinn fyrst lið hans var komið suður alla leið frá Egilsstöðum og sagði að sínir menn gætu alveg eins farið í sturtu annars staðar. Viðari varð þó ekki að ósk sinni og því var ákveðið að gera gott úr ferðinni og skella sér í keilu. Andri Már Eggertsson, eða Nablinn eins og hann er oft kallaður, fékk að fljóta með og fylgjast með hópefli Hattarmanna. „Allir óvinir Gísla Marteins halda að þeir séu góðir í keilu, hvernig ert þú?“ var fyrsta spurning Nablans til Viðars, og var hann þá að vísa í viðtal við Viðar þar sem hann bölvaði Gísla Marteini á sumardekkjunum eftir að hans lið mætti seint í leik gegn Þór Þorlákshöfn vegna snjóþunga á suðurlandinu. Viðar lét þó ekki slá sig út af laginu. „Góður í keilu,“ svaraði Viðar einfaldlega og hló. Viðar stóð svo á endanum við stóru orðin og stóð uppi sem sigurvegari í A-riðli þeirra Hattarmanna. Sæþór Elmar Kristjánsson stóð uppi sem sigurvegari í B-riðli og endaði með mun fleiri stig en Viðar. Hann sakaði þjálfarann sinn því um að brögð væru í tafli, en þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Nablinn í keilu með Hetti Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Leik Keflavíkur og Hattar var frestað vegna hitavatnsleysis í Keflavík eftir að hraun flæddi yfir hitavatnslögn bæjarins og skemmdi hana. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hefði viljað spila leikinn fyrst lið hans var komið suður alla leið frá Egilsstöðum og sagði að sínir menn gætu alveg eins farið í sturtu annars staðar. Viðari varð þó ekki að ósk sinni og því var ákveðið að gera gott úr ferðinni og skella sér í keilu. Andri Már Eggertsson, eða Nablinn eins og hann er oft kallaður, fékk að fljóta með og fylgjast með hópefli Hattarmanna. „Allir óvinir Gísla Marteins halda að þeir séu góðir í keilu, hvernig ert þú?“ var fyrsta spurning Nablans til Viðars, og var hann þá að vísa í viðtal við Viðar þar sem hann bölvaði Gísla Marteini á sumardekkjunum eftir að hans lið mætti seint í leik gegn Þór Þorlákshöfn vegna snjóþunga á suðurlandinu. Viðar lét þó ekki slá sig út af laginu. „Góður í keilu,“ svaraði Viðar einfaldlega og hló. Viðar stóð svo á endanum við stóru orðin og stóð uppi sem sigurvegari í A-riðli þeirra Hattarmanna. Sæþór Elmar Kristjánsson stóð uppi sem sigurvegari í B-riðli og endaði með mun fleiri stig en Viðar. Hann sakaði þjálfarann sinn því um að brögð væru í tafli, en þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Nablinn í keilu með Hetti
Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira