Táknmál í hjarta mínu Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 11. febrúar 2024 08:00 11. febrúar er dagur íslenska táknmálsins. 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Þessi tvö mál eiga sinn samnefnara, sinn eigin dag á almanakinu, þau eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr. 61/2011. Það er þessum tveim málum virðingarvert að eiga sinn dag, eiga sinn sess í menningu, daglegu lífi og hjörtum landsmanna. Táknmál hefur átt sinn stað í hjarta mínu lengi eða allt frá því mér var kennt það af jafnöldrum mínum og jafningjum þá 10 ára gömul. Ég get ekki sagt að það hafi verið ást við fyrstu sýn en það greip mig frá fyrstu stundu og er hugur minn og hjarta allt mitt líf og verður það áfram. Fyrir það er ég eilíflega þakklát. Ég og táknmálið og mögulega 300-400 aðrir einstaklingar hér á landi sem sannarlega myndi kalla táknmálsfólk/málhafa táknmálsins/döff, þeir sem líta á íslenska táknmálið sem sitt móðurmál hafa alltaf staðið með táknmálinu. Við getum ekki lifað án táknmálsins og því höfum við mögulega einangrast á vissan hátt. Við höfum alltaf barist, réttlætt og staðið fyrir táknmálinu í lífi okkar. Táknmálið fyrir okkur er það sama og íslenskan er fyrir íslensku þjóðina. Við tjáum hugsanir okkar, vilja, líðan og gjörðir á táknmáli. Við táknmálsnotendur höfum alltaf verið til á Íslandi. Saga táknmálsins var og er þyrnum stráð hvarvetna í heiminum og Ísland er ekki undanskilið. Það hefur verið reynt að breyta okkur, táknmál sagt skemma fyrir máltöku barna og vafa varpað á táknmálið okkar, táknmál hefur meira segja verið bannað, okkur var kennt samkvæmt grunnskólaskyldu án táknmálsins. Sem betur fer þurfum við ekki að kljást við þetta í dag. En stundum eimir á gömlum viðhorfum. Íslenska táknmálið er nú jafnrétthátt íslenskri tungu EN það er eitt sem getur farið í mínar fínustu. Táknmál er oft sagt dýrt. Táknmál hefur alltaf borið lægri hlut frá borði ef eitthvað gerist hér á landi sem kostar ríkissjóð formúgu. Þá er bara ekkert eftir fyrir blessaða táknmálið eða því veitt fjármagn sem skorið er alveg upp við kviku. Afleiðing þessarar sparnaðar hagkvæmrar hentisemi er mjög dýr og hefur þær afleiðingar að táknmálsnotendur eiga hvergi inni og það að eiga hvergi inni grefur sig í sálina og kostar félagslega, mennta og heilbrigðiskerfið og alla stjórnsýsluna reyndar sína formúgu, táknmálsfólk brennur út, missir eljuna, missir eigið sjálfstraust og finnst þau ekki vera nóg. Við erum því sífellt sett í viðkvæma stöðu. Línudans er orð sem kemur upp ef segja á daglegt líf okkar í einu orði. Nú á næstunni verður til umræðu á Alþingi tillaga til þingsályktunar um málstefnu íslenska táknmálsins. Þessi tillaga er fagnaðarefni og líka aðgerðaráætlunin sem henni fylgir. Málstefna íslenska táknmálsins mun verða sem leiðarvísir fyrir hvernig skuli koma fram við táknmálið í stjórnsýslunni, fjármögnun, valdefling og taka af allan vafa um fyrir hverja táknmálið sé. Táknmál er fyrir alla. Það er staðreynd að táknmál kemur ekki í stað talaðs máls, það er heldur ekki valfrjáls aukabúnaður. Táknmál snýst ekki bara um að koma orðum á framfæri; það snýst um að tjá menningu og sjálfsmynd heils samfélags. Það er heilt tungumál út af fyrir sig, rétt eins og íslenskan sjálf er. Gleðjumst með hverju skrefi sem táknmálið nær íslenskunni. Njótum íslenska táknmálsins jafnt og íslenskunnar. Gerum táknmálinu og notendum þess hátt undir höfði. Táknmál er nauðsyn, ekki val. Táknmál í hjarta þínu og mínu. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Táknmál Alþingi Íslensk tunga Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
11. febrúar er dagur íslenska táknmálsins. 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Þessi tvö mál eiga sinn samnefnara, sinn eigin dag á almanakinu, þau eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr. 61/2011. Það er þessum tveim málum virðingarvert að eiga sinn dag, eiga sinn sess í menningu, daglegu lífi og hjörtum landsmanna. Táknmál hefur átt sinn stað í hjarta mínu lengi eða allt frá því mér var kennt það af jafnöldrum mínum og jafningjum þá 10 ára gömul. Ég get ekki sagt að það hafi verið ást við fyrstu sýn en það greip mig frá fyrstu stundu og er hugur minn og hjarta allt mitt líf og verður það áfram. Fyrir það er ég eilíflega þakklát. Ég og táknmálið og mögulega 300-400 aðrir einstaklingar hér á landi sem sannarlega myndi kalla táknmálsfólk/málhafa táknmálsins/döff, þeir sem líta á íslenska táknmálið sem sitt móðurmál hafa alltaf staðið með táknmálinu. Við getum ekki lifað án táknmálsins og því höfum við mögulega einangrast á vissan hátt. Við höfum alltaf barist, réttlætt og staðið fyrir táknmálinu í lífi okkar. Táknmálið fyrir okkur er það sama og íslenskan er fyrir íslensku þjóðina. Við tjáum hugsanir okkar, vilja, líðan og gjörðir á táknmáli. Við táknmálsnotendur höfum alltaf verið til á Íslandi. Saga táknmálsins var og er þyrnum stráð hvarvetna í heiminum og Ísland er ekki undanskilið. Það hefur verið reynt að breyta okkur, táknmál sagt skemma fyrir máltöku barna og vafa varpað á táknmálið okkar, táknmál hefur meira segja verið bannað, okkur var kennt samkvæmt grunnskólaskyldu án táknmálsins. Sem betur fer þurfum við ekki að kljást við þetta í dag. En stundum eimir á gömlum viðhorfum. Íslenska táknmálið er nú jafnrétthátt íslenskri tungu EN það er eitt sem getur farið í mínar fínustu. Táknmál er oft sagt dýrt. Táknmál hefur alltaf borið lægri hlut frá borði ef eitthvað gerist hér á landi sem kostar ríkissjóð formúgu. Þá er bara ekkert eftir fyrir blessaða táknmálið eða því veitt fjármagn sem skorið er alveg upp við kviku. Afleiðing þessarar sparnaðar hagkvæmrar hentisemi er mjög dýr og hefur þær afleiðingar að táknmálsnotendur eiga hvergi inni og það að eiga hvergi inni grefur sig í sálina og kostar félagslega, mennta og heilbrigðiskerfið og alla stjórnsýsluna reyndar sína formúgu, táknmálsfólk brennur út, missir eljuna, missir eigið sjálfstraust og finnst þau ekki vera nóg. Við erum því sífellt sett í viðkvæma stöðu. Línudans er orð sem kemur upp ef segja á daglegt líf okkar í einu orði. Nú á næstunni verður til umræðu á Alþingi tillaga til þingsályktunar um málstefnu íslenska táknmálsins. Þessi tillaga er fagnaðarefni og líka aðgerðaráætlunin sem henni fylgir. Málstefna íslenska táknmálsins mun verða sem leiðarvísir fyrir hvernig skuli koma fram við táknmálið í stjórnsýslunni, fjármögnun, valdefling og taka af allan vafa um fyrir hverja táknmálið sé. Táknmál er fyrir alla. Það er staðreynd að táknmál kemur ekki í stað talaðs máls, það er heldur ekki valfrjáls aukabúnaður. Táknmál snýst ekki bara um að koma orðum á framfæri; það snýst um að tjá menningu og sjálfsmynd heils samfélags. Það er heilt tungumál út af fyrir sig, rétt eins og íslenskan sjálf er. Gleðjumst með hverju skrefi sem táknmálið nær íslenskunni. Njótum íslenska táknmálsins jafnt og íslenskunnar. Gerum táknmálinu og notendum þess hátt undir höfði. Táknmál er nauðsyn, ekki val. Táknmál í hjarta þínu og mínu. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun