Verðtrygging launa eða beintenging við stýrivexti ekki í boði hjá SA Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2024 13:01 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir að kröfur stéttarfélaganna um forsenduákvæði hefðu unnið gegn markmiðum nýrra kjarasamninga um samdrátt verðbólgu og lækkun vaxta. Vísir/Einar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir miður að breiðfylking stéttarfélaga hafi slitið kjaraviðræðum í gær. SA sé tilbúið til að setjast aftur að samningsborðinu en geti ekki samþykkt forsenduákvæði, sem vegi að sjálfstæði Seðlabanka Íslands. Breiðfylking stéttarfélaga sleit kjaraviðræðum við SA á sjötta tímanum síðdegis í gær. Talsmenn fylkingarinnar segja að búið hafi verið að semja um 90 prósent samningsins, þar á meðal launaliðinn, en viðræður strandað á forsenduákvæði, sem tryggja átti að launafólk tæki ekki skellinn rætist ekki úr markmiðum samningsins um minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. „Okkur finnst mjög miður að breiðfylkingin hafi ákveðið að slíta viðræðunum á þessum tímapunkti, enda vorum við langt komin með það að gera kjarasamning. Við héldum í hreinskilni sagt að við myndum ljúka þessu verkefni í næstu viku. Þótt viðræðum sé hætt í bili erum við hjá Samtökum atvinnulífsins að sjálfsögðu reiðubúin sem fyrr að halda þessu samtali áfram,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hvað er það í þessum kröfum stéttarfélaganna sem þið getið ekki fallist á? „Ég held að það sé mikilvægt að komi fram að forsenduákvæði eru auðvitað bara eðlilegur hluti af langtímakjarasamningum. Samtök atvinnulífsins lögðu í þessu ferli til slík ákvæði í samræmi við þá kjarasamninga sem áður hafa verið gerðir,“ segir Sigríður Margrét. „En forsenduákvæði geta ekki falið í sér verðtryggingu launa eða beina tengingu við stýrivexti Seðlabankans vegna þess að slík ákvæði myndu vinna gegn markmiðum samningsins, sem hafa verið yfirlýst um það að gera og skapa aðstæður til að ná niður verðbólgu, svo Seðlabankinn geti lækkað vexti. Við getum ekki haft inni árlegt uppsagnarákvæði sem byggir á því hvort Seðlabanki Íslands lækki vexti. Það er einfaldlega ekki viðeigandi kjarasamningur.“ Hún segir samningsaðila sammála um mun fleira en það sem þeir eru ósammála um. Telurðu líklegt að komi til verkfalla? „Ég ætla að leyfa mér að vona það að okkur takist að halda áfram með þetta verkefni enda er ákall eftir efnahagslegum stöðugleika, að fólk geti gert framtíðaráætlanir sem halda. Það er einfaldlega mikið í gangi í íslensku samfélagi í dag. Ég held að ófriður á vinnumarkaði og átök séu einfaldlega ekki það sem þjóðin á skilið á þessum tímapunkti.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Atvinnurekendur Seðlabankinn Tengdar fréttir Segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans með forsenduákvæðunum sem sigldu kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ í strand fyrr í dag. 9. febrúar 2024 22:12 Segir framferði SA til skammar Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir framferði Samtaka atvinnulífsins til skammar. Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum í dag og óljóst er um framhaldið. 9. febrúar 2024 19:54 Gengur sorgmæddur og dapur frá borði Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 9. febrúar 2024 18:30 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Breiðfylking stéttarfélaga sleit kjaraviðræðum við SA á sjötta tímanum síðdegis í gær. Talsmenn fylkingarinnar segja að búið hafi verið að semja um 90 prósent samningsins, þar á meðal launaliðinn, en viðræður strandað á forsenduákvæði, sem tryggja átti að launafólk tæki ekki skellinn rætist ekki úr markmiðum samningsins um minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. „Okkur finnst mjög miður að breiðfylkingin hafi ákveðið að slíta viðræðunum á þessum tímapunkti, enda vorum við langt komin með það að gera kjarasamning. Við héldum í hreinskilni sagt að við myndum ljúka þessu verkefni í næstu viku. Þótt viðræðum sé hætt í bili erum við hjá Samtökum atvinnulífsins að sjálfsögðu reiðubúin sem fyrr að halda þessu samtali áfram,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hvað er það í þessum kröfum stéttarfélaganna sem þið getið ekki fallist á? „Ég held að það sé mikilvægt að komi fram að forsenduákvæði eru auðvitað bara eðlilegur hluti af langtímakjarasamningum. Samtök atvinnulífsins lögðu í þessu ferli til slík ákvæði í samræmi við þá kjarasamninga sem áður hafa verið gerðir,“ segir Sigríður Margrét. „En forsenduákvæði geta ekki falið í sér verðtryggingu launa eða beina tengingu við stýrivexti Seðlabankans vegna þess að slík ákvæði myndu vinna gegn markmiðum samningsins, sem hafa verið yfirlýst um það að gera og skapa aðstæður til að ná niður verðbólgu, svo Seðlabankinn geti lækkað vexti. Við getum ekki haft inni árlegt uppsagnarákvæði sem byggir á því hvort Seðlabanki Íslands lækki vexti. Það er einfaldlega ekki viðeigandi kjarasamningur.“ Hún segir samningsaðila sammála um mun fleira en það sem þeir eru ósammála um. Telurðu líklegt að komi til verkfalla? „Ég ætla að leyfa mér að vona það að okkur takist að halda áfram með þetta verkefni enda er ákall eftir efnahagslegum stöðugleika, að fólk geti gert framtíðaráætlanir sem halda. Það er einfaldlega mikið í gangi í íslensku samfélagi í dag. Ég held að ófriður á vinnumarkaði og átök séu einfaldlega ekki það sem þjóðin á skilið á þessum tímapunkti.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Atvinnurekendur Seðlabankinn Tengdar fréttir Segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans með forsenduákvæðunum sem sigldu kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ í strand fyrr í dag. 9. febrúar 2024 22:12 Segir framferði SA til skammar Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir framferði Samtaka atvinnulífsins til skammar. Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum í dag og óljóst er um framhaldið. 9. febrúar 2024 19:54 Gengur sorgmæddur og dapur frá borði Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 9. febrúar 2024 18:30 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans með forsenduákvæðunum sem sigldu kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ í strand fyrr í dag. 9. febrúar 2024 22:12
Segir framferði SA til skammar Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir framferði Samtaka atvinnulífsins til skammar. Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum í dag og óljóst er um framhaldið. 9. febrúar 2024 19:54
Gengur sorgmæddur og dapur frá borði Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 9. febrúar 2024 18:30