Skipar hernum að tæma Rafa fyrir innrás Samúel Karl Ólason og Telma Tómasson skrifa 9. febrúar 2024 16:34 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. AP/Gil Cohen-Magen Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur skipað ísraelska hernum að gera áætlun um brottflutning allra íbúa frá Rafah. Það á að gera áður en gerð verður allsherjar innrás í borgina en þangað hafa fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar flúið á undanförnum mánuðum. Þetta sagði Netanjahú í yfirlýsingu í kjölfar gagnrýni frá alþjóðasamfélaginu um fyrirætlanir Ísraelshers um að ná fullum yfirráðum í Rafah, sem liggur við landamærin að Egyptalandi. Í frétt frá fréttaveitunni AP segir að um ein og hálf milljón Palestínumanna hafi komið sér fyrir í borginni, mikið til flóttamenn frá öðrum svæðum á Gasa. Ísraelsmenn fullyrða að þar sé síðasti griðarstaður Hamas-samtakanna, sem Netanjahú hefur heitið að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Forsætisráðherrann segir umfangsmiklar hernaðaraðgerðir þarfar í Rafah, þar sem marga Hamas-liða megi finna. Undanfarna daga hafa Ísraelar gert loftárásir á borgina og féllu minnst 22 í þeim árásum. Ofir Gendelman er einn talsmanna Netanjahú. PMO: It is impossible to achieve the goal of the war which is eliminating Hamas, while leaving four Hamas battalions in Rafah.On the contrary, it is clear that an intense operation in Rafah requires that civilians evacuate combat areas.Therefore, PM Netanyahu has ordered the — Ofir Gendelman (@ofirgendelman) February 9, 2024 Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ekki hafa séð ummerki um að Ísraelar séu að skipuleggja innrás í Rafah. AP hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að slíka aðgerð, án mikils undirbúnings, þar sem svo margir halda til, yrði líklega „hörmung“. Þá hefur fréttaveitan eftir John Kirby, talsmanni þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, að Bandaríkjamenn myndu ekki styðja slíka árás. Catherine Russel, yfirmaður UNICEF, segir síðustu sjúkrahús Gasastrandarinnar vera á í Rafah og þar séu sömuleiðis síðustu neyðarskýlin og virku vatnsleiðslurnar. Án þess myndi hungur aukast og sjúkdómum fjölga. Ráðamenn í Egyptalandi segjast hafa miklar áhyggjur af mögulegri innrás í Rafah og óttast streymi fólks yfir landamærin. Þeir hafa sagt að árás á borgina gæti ógnað fjörutíu ára friðarsamkomulagi Egyptalands og Ísrael. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Egyptaland Tengdar fréttir Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22 Hafnar kröfum um vopnahlé og spáir fullnaðarsigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hafnaði í dag vopnahléstillögu Hamas. Þá sagði hann fullnaðarsigur á Gasa væntanlegan á næstu mánuðum. 7. febrúar 2024 23:08 Ræddu nauðsyn þess að draga úr spennu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú á leið til Kaíró til að funda með Abdel Fattah El-Sisi, forseta Egyptalands. Blinken átti fund með Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu í gær. 6. febrúar 2024 07:59 Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira
Þetta sagði Netanjahú í yfirlýsingu í kjölfar gagnrýni frá alþjóðasamfélaginu um fyrirætlanir Ísraelshers um að ná fullum yfirráðum í Rafah, sem liggur við landamærin að Egyptalandi. Í frétt frá fréttaveitunni AP segir að um ein og hálf milljón Palestínumanna hafi komið sér fyrir í borginni, mikið til flóttamenn frá öðrum svæðum á Gasa. Ísraelsmenn fullyrða að þar sé síðasti griðarstaður Hamas-samtakanna, sem Netanjahú hefur heitið að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Forsætisráðherrann segir umfangsmiklar hernaðaraðgerðir þarfar í Rafah, þar sem marga Hamas-liða megi finna. Undanfarna daga hafa Ísraelar gert loftárásir á borgina og féllu minnst 22 í þeim árásum. Ofir Gendelman er einn talsmanna Netanjahú. PMO: It is impossible to achieve the goal of the war which is eliminating Hamas, while leaving four Hamas battalions in Rafah.On the contrary, it is clear that an intense operation in Rafah requires that civilians evacuate combat areas.Therefore, PM Netanyahu has ordered the — Ofir Gendelman (@ofirgendelman) February 9, 2024 Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ekki hafa séð ummerki um að Ísraelar séu að skipuleggja innrás í Rafah. AP hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að slíka aðgerð, án mikils undirbúnings, þar sem svo margir halda til, yrði líklega „hörmung“. Þá hefur fréttaveitan eftir John Kirby, talsmanni þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, að Bandaríkjamenn myndu ekki styðja slíka árás. Catherine Russel, yfirmaður UNICEF, segir síðustu sjúkrahús Gasastrandarinnar vera á í Rafah og þar séu sömuleiðis síðustu neyðarskýlin og virku vatnsleiðslurnar. Án þess myndi hungur aukast og sjúkdómum fjölga. Ráðamenn í Egyptalandi segjast hafa miklar áhyggjur af mögulegri innrás í Rafah og óttast streymi fólks yfir landamærin. Þeir hafa sagt að árás á borgina gæti ógnað fjörutíu ára friðarsamkomulagi Egyptalands og Ísrael.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Egyptaland Tengdar fréttir Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22 Hafnar kröfum um vopnahlé og spáir fullnaðarsigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hafnaði í dag vopnahléstillögu Hamas. Þá sagði hann fullnaðarsigur á Gasa væntanlegan á næstu mánuðum. 7. febrúar 2024 23:08 Ræddu nauðsyn þess að draga úr spennu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú á leið til Kaíró til að funda með Abdel Fattah El-Sisi, forseta Egyptalands. Blinken átti fund með Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu í gær. 6. febrúar 2024 07:59 Mest lesið Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira
Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22
Hafnar kröfum um vopnahlé og spáir fullnaðarsigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hafnaði í dag vopnahléstillögu Hamas. Þá sagði hann fullnaðarsigur á Gasa væntanlegan á næstu mánuðum. 7. febrúar 2024 23:08
Ræddu nauðsyn þess að draga úr spennu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú á leið til Kaíró til að funda með Abdel Fattah El-Sisi, forseta Egyptalands. Blinken átti fund með Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu í gær. 6. febrúar 2024 07:59