Skipar hernum að tæma Rafa fyrir innrás Samúel Karl Ólason og Telma Tómasson skrifa 9. febrúar 2024 16:34 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. AP/Gil Cohen-Magen Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur skipað ísraelska hernum að gera áætlun um brottflutning allra íbúa frá Rafah. Það á að gera áður en gerð verður allsherjar innrás í borgina en þangað hafa fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar flúið á undanförnum mánuðum. Þetta sagði Netanjahú í yfirlýsingu í kjölfar gagnrýni frá alþjóðasamfélaginu um fyrirætlanir Ísraelshers um að ná fullum yfirráðum í Rafah, sem liggur við landamærin að Egyptalandi. Í frétt frá fréttaveitunni AP segir að um ein og hálf milljón Palestínumanna hafi komið sér fyrir í borginni, mikið til flóttamenn frá öðrum svæðum á Gasa. Ísraelsmenn fullyrða að þar sé síðasti griðarstaður Hamas-samtakanna, sem Netanjahú hefur heitið að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Forsætisráðherrann segir umfangsmiklar hernaðaraðgerðir þarfar í Rafah, þar sem marga Hamas-liða megi finna. Undanfarna daga hafa Ísraelar gert loftárásir á borgina og féllu minnst 22 í þeim árásum. Ofir Gendelman er einn talsmanna Netanjahú. PMO: It is impossible to achieve the goal of the war which is eliminating Hamas, while leaving four Hamas battalions in Rafah.On the contrary, it is clear that an intense operation in Rafah requires that civilians evacuate combat areas.Therefore, PM Netanyahu has ordered the — Ofir Gendelman (@ofirgendelman) February 9, 2024 Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ekki hafa séð ummerki um að Ísraelar séu að skipuleggja innrás í Rafah. AP hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að slíka aðgerð, án mikils undirbúnings, þar sem svo margir halda til, yrði líklega „hörmung“. Þá hefur fréttaveitan eftir John Kirby, talsmanni þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, að Bandaríkjamenn myndu ekki styðja slíka árás. Catherine Russel, yfirmaður UNICEF, segir síðustu sjúkrahús Gasastrandarinnar vera á í Rafah og þar séu sömuleiðis síðustu neyðarskýlin og virku vatnsleiðslurnar. Án þess myndi hungur aukast og sjúkdómum fjölga. Ráðamenn í Egyptalandi segjast hafa miklar áhyggjur af mögulegri innrás í Rafah og óttast streymi fólks yfir landamærin. Þeir hafa sagt að árás á borgina gæti ógnað fjörutíu ára friðarsamkomulagi Egyptalands og Ísrael. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Egyptaland Tengdar fréttir Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22 Hafnar kröfum um vopnahlé og spáir fullnaðarsigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hafnaði í dag vopnahléstillögu Hamas. Þá sagði hann fullnaðarsigur á Gasa væntanlegan á næstu mánuðum. 7. febrúar 2024 23:08 Ræddu nauðsyn þess að draga úr spennu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú á leið til Kaíró til að funda með Abdel Fattah El-Sisi, forseta Egyptalands. Blinken átti fund með Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu í gær. 6. febrúar 2024 07:59 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Þetta sagði Netanjahú í yfirlýsingu í kjölfar gagnrýni frá alþjóðasamfélaginu um fyrirætlanir Ísraelshers um að ná fullum yfirráðum í Rafah, sem liggur við landamærin að Egyptalandi. Í frétt frá fréttaveitunni AP segir að um ein og hálf milljón Palestínumanna hafi komið sér fyrir í borginni, mikið til flóttamenn frá öðrum svæðum á Gasa. Ísraelsmenn fullyrða að þar sé síðasti griðarstaður Hamas-samtakanna, sem Netanjahú hefur heitið að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Forsætisráðherrann segir umfangsmiklar hernaðaraðgerðir þarfar í Rafah, þar sem marga Hamas-liða megi finna. Undanfarna daga hafa Ísraelar gert loftárásir á borgina og féllu minnst 22 í þeim árásum. Ofir Gendelman er einn talsmanna Netanjahú. PMO: It is impossible to achieve the goal of the war which is eliminating Hamas, while leaving four Hamas battalions in Rafah.On the contrary, it is clear that an intense operation in Rafah requires that civilians evacuate combat areas.Therefore, PM Netanyahu has ordered the — Ofir Gendelman (@ofirgendelman) February 9, 2024 Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ekki hafa séð ummerki um að Ísraelar séu að skipuleggja innrás í Rafah. AP hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að slíka aðgerð, án mikils undirbúnings, þar sem svo margir halda til, yrði líklega „hörmung“. Þá hefur fréttaveitan eftir John Kirby, talsmanni þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, að Bandaríkjamenn myndu ekki styðja slíka árás. Catherine Russel, yfirmaður UNICEF, segir síðustu sjúkrahús Gasastrandarinnar vera á í Rafah og þar séu sömuleiðis síðustu neyðarskýlin og virku vatnsleiðslurnar. Án þess myndi hungur aukast og sjúkdómum fjölga. Ráðamenn í Egyptalandi segjast hafa miklar áhyggjur af mögulegri innrás í Rafah og óttast streymi fólks yfir landamærin. Þeir hafa sagt að árás á borgina gæti ógnað fjörutíu ára friðarsamkomulagi Egyptalands og Ísrael.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Egyptaland Tengdar fréttir Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22 Hafnar kröfum um vopnahlé og spáir fullnaðarsigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hafnaði í dag vopnahléstillögu Hamas. Þá sagði hann fullnaðarsigur á Gasa væntanlegan á næstu mánuðum. 7. febrúar 2024 23:08 Ræddu nauðsyn þess að draga úr spennu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú á leið til Kaíró til að funda með Abdel Fattah El-Sisi, forseta Egyptalands. Blinken átti fund með Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu í gær. 6. febrúar 2024 07:59 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22
Hafnar kröfum um vopnahlé og spáir fullnaðarsigri Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hafnaði í dag vopnahléstillögu Hamas. Þá sagði hann fullnaðarsigur á Gasa væntanlegan á næstu mánuðum. 7. febrúar 2024 23:08
Ræddu nauðsyn þess að draga úr spennu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú á leið til Kaíró til að funda með Abdel Fattah El-Sisi, forseta Egyptalands. Blinken átti fund með Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu í gær. 6. febrúar 2024 07:59