Vilji til þess að halda í háskóla í héraði í orði en ekki á borði? Logi Sigurðsson skrifar 9. febrúar 2024 14:32 Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar númer 657 þann 18. Janúar sl. var tekið fyrir mál er varðar uppbyggingu nemendagarða Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar var verið að sækjast eftir að sveitarfélagið komi með stofnframlag inn í fyrirhugaða uppbyggingu nýrra nemendagarða. Stofnframlög eru þannig uppbyggð að til þess að þessi leið til uppbyggingar verði farin þurfa bæði ríki og sveitarfélag að samþykkja. Framlag sveitarfélaga er þá 12% og framlag ríkisins 18 % en ríkið getur komið inn með 4% viðbótarframlag þar ofan á. Upphæðin sem sótt var um myndi þýða um 44 milljón króna framlag frá Borgarbyggð. Heimilt er að binda þessi framlög skilyrðum um að þau skuli endurgreidd þegar lánsfjármögnun hefur verið greidd upp. Sorglegt er frá því að segja að Borgarbyggð hafnaði þessu erindi og stoppaði þannig allt ferlið. Í rökstuðningi byggðarráðs kom fram að það fyrirkomulag sem lagt var upp með fæli í sér óásættanlega áhættu og þar vegi lang þyngst fjárhagsstaða Nemendagarða Búvísindadeildar LBHÍ. Í minnisblaði sem fylgdi rökstuðningi fyrir höfnun framlagsins kom fram að fasteignaskattur af byggingunni yrði um 1,3 milljónir króna á ári. Ef horft væri eingöngu til fasteignaskattsins og við gæfum okkur að hann héldist óbreyttur (sem verður að teljast ólíklegt allavega undir stjórn Framsóknarflokksins) tæki 34 ár að fá framlagið til baka. Í minnisblaðinu kemur hins vegar fram að bygging sem þessi hefði auðvitað víðtæk áhrif fjárhagslega fyrir sveitarfélagið vegna aukins útsvars og beinna áhrifa vegna framkvæmda. Samkvæmt minnisblaðinu væri búið að greiða framlagið til baka til sveitarfélagisins á aðeins 12 árum! Stækkun og uppbygging nemendagarða á Hvanneyri er ein af grunnforsendum þess að Landbúnaðarháskólinn geti vaxið. Sé horft til fjárfestingaráætlunar Borgarbyggðar til næstu ára er framlag sem þetta bara smápeningar í stóra samhenginu. Um þessar mundir erum við að horfa upp á að líkur séu á að Háskólinn á Bifröst hverfi jafnvel úr sveitarfélaginu. Í stað þess að hindra frekari uppbyggingu Landbúnaðarháskólans ætti Borgarbyggð að styðja við uppbyggingu skólans og leggja þannig sitt af mörkum til að halda skólanum áfram í héraði! Á tyllidögum talar pólitíkin fögrum orðum um skólann og vill halda honum í héraði – en eru það bara innantóm orð? Full ástæða er til þess að byggðaráð Borgarbyggðar endurskoði þessa ákvörðun! Höfundur er varamaður í sveitarstjórn fyrir A-lista Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar númer 657 þann 18. Janúar sl. var tekið fyrir mál er varðar uppbyggingu nemendagarða Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar var verið að sækjast eftir að sveitarfélagið komi með stofnframlag inn í fyrirhugaða uppbyggingu nýrra nemendagarða. Stofnframlög eru þannig uppbyggð að til þess að þessi leið til uppbyggingar verði farin þurfa bæði ríki og sveitarfélag að samþykkja. Framlag sveitarfélaga er þá 12% og framlag ríkisins 18 % en ríkið getur komið inn með 4% viðbótarframlag þar ofan á. Upphæðin sem sótt var um myndi þýða um 44 milljón króna framlag frá Borgarbyggð. Heimilt er að binda þessi framlög skilyrðum um að þau skuli endurgreidd þegar lánsfjármögnun hefur verið greidd upp. Sorglegt er frá því að segja að Borgarbyggð hafnaði þessu erindi og stoppaði þannig allt ferlið. Í rökstuðningi byggðarráðs kom fram að það fyrirkomulag sem lagt var upp með fæli í sér óásættanlega áhættu og þar vegi lang þyngst fjárhagsstaða Nemendagarða Búvísindadeildar LBHÍ. Í minnisblaði sem fylgdi rökstuðningi fyrir höfnun framlagsins kom fram að fasteignaskattur af byggingunni yrði um 1,3 milljónir króna á ári. Ef horft væri eingöngu til fasteignaskattsins og við gæfum okkur að hann héldist óbreyttur (sem verður að teljast ólíklegt allavega undir stjórn Framsóknarflokksins) tæki 34 ár að fá framlagið til baka. Í minnisblaðinu kemur hins vegar fram að bygging sem þessi hefði auðvitað víðtæk áhrif fjárhagslega fyrir sveitarfélagið vegna aukins útsvars og beinna áhrifa vegna framkvæmda. Samkvæmt minnisblaðinu væri búið að greiða framlagið til baka til sveitarfélagisins á aðeins 12 árum! Stækkun og uppbygging nemendagarða á Hvanneyri er ein af grunnforsendum þess að Landbúnaðarháskólinn geti vaxið. Sé horft til fjárfestingaráætlunar Borgarbyggðar til næstu ára er framlag sem þetta bara smápeningar í stóra samhenginu. Um þessar mundir erum við að horfa upp á að líkur séu á að Háskólinn á Bifröst hverfi jafnvel úr sveitarfélaginu. Í stað þess að hindra frekari uppbyggingu Landbúnaðarháskólans ætti Borgarbyggð að styðja við uppbyggingu skólans og leggja þannig sitt af mörkum til að halda skólanum áfram í héraði! Á tyllidögum talar pólitíkin fögrum orðum um skólann og vill halda honum í héraði – en eru það bara innantóm orð? Full ástæða er til þess að byggðaráð Borgarbyggðar endurskoði þessa ákvörðun! Höfundur er varamaður í sveitarstjórn fyrir A-lista Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun