Kafa ofan í „stóra bílastæðamálið“ Bjarki Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2024 14:03 Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, og mæðgurnar Elísabet Ýr Sveinsdóttir og Anna Ringsted. Vísir/Einar/Sigurjón Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir borgarstjórn hafa ákveðið að leggjast heildstætt yfir verklag við útgáfu sekta vegna stöðubrota í Reykjavík. Nýlega var kona sektuð fyrir að leggja í innkeyrslu á eigin lóð. Um síðustu helgi var rætt við Önnu Ringsted, íbúa við Frakkastíg í Reykjavík, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar ræddi hún um sekt sem hún hafði fengið fyrir að leggja í innkeyrslu á eigin lóð. Hún og dóttir hennar mótmæltu sektinni en fengu höfnun. Þær mæður fengu aftur á móti afsökunarbeiðni frá borginni og sektina endurgreidda á þriðjudag, þremur dögum eftir að fréttin var birt. Borgin viðurkenndi þar að stöðumælavörður hafi gert mistök þegar hann sektaði Önnu. Þá hafi Bílastæðasjóður ekki átt að hafna beiðni mæðgnanna um endurgreiðslu þegar þær mótmæltu sektinni. Sjá einnig: Fengu afsökunarbeiðni og sektin verður endurgreidd Kafa ofan í málið Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar, segir nú í færslu á Facebook að borgin ætli að skoða það sem hún kallar „stóra bílastæðamálið“ og verklag í kringum álagningu gjalda vegna stöðubrota. „Undanfarið hefur verið töluverð umræða um breytt verklag við eftirlit með bílastæðum á einkalóðum, sér í lagi í miðborg og vesturbæ. Þetta breytta verklag kom aftan að mörgum og að mínu mati hefði upplýsingagjöf þurft að vera mun betri sem og fyrirvarinn meiri, í anda þjónustustefnu borgarinnar,“ segir í færslu Dóru. „Sömuleiðis hafa komið upp tilfelli þar sem sektun hefur orðið fyrir mistök eins og við Frakkastíginn eins og frægt er orðið. Mér þótti það mál ansi sérstakt og fannst full ástæða til að það yrði skoðað betur sem og var gert, sem endaði með því að sektin var endurgreidd og gleðst ég yfir því að hið rétta hafi náð fram að ganga.“ Klippa: Má ekki lengur leggja fyrir utan heima hjá sér Skipa starfshóp Hún bendir á tillögu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði í gær en þar segir að stofnaður verði starfshópur sem vinni drög að verklagsreglum um framkvæmd álagningu gjalda vegna stöðubrota í Reykjavík með áherslu á fræðslu, upplýsingagjöf og góða þjónustu við íbúa. „Við erum auðmjúk gagnvart þeim tækifærum sem reglulega koma upp í fjölbreyttum verkefnum borgarinnar til að bæta verklag, herða skrúfur og taka til í ferlunum okkar og við brettum viljug upp ermar þar sem þarf. Líkt og nú,“ segir Dóra að lokum. Píratar Samgöngur Bílastæði Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Um síðustu helgi var rætt við Önnu Ringsted, íbúa við Frakkastíg í Reykjavík, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar ræddi hún um sekt sem hún hafði fengið fyrir að leggja í innkeyrslu á eigin lóð. Hún og dóttir hennar mótmæltu sektinni en fengu höfnun. Þær mæður fengu aftur á móti afsökunarbeiðni frá borginni og sektina endurgreidda á þriðjudag, þremur dögum eftir að fréttin var birt. Borgin viðurkenndi þar að stöðumælavörður hafi gert mistök þegar hann sektaði Önnu. Þá hafi Bílastæðasjóður ekki átt að hafna beiðni mæðgnanna um endurgreiðslu þegar þær mótmæltu sektinni. Sjá einnig: Fengu afsökunarbeiðni og sektin verður endurgreidd Kafa ofan í málið Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar, segir nú í færslu á Facebook að borgin ætli að skoða það sem hún kallar „stóra bílastæðamálið“ og verklag í kringum álagningu gjalda vegna stöðubrota. „Undanfarið hefur verið töluverð umræða um breytt verklag við eftirlit með bílastæðum á einkalóðum, sér í lagi í miðborg og vesturbæ. Þetta breytta verklag kom aftan að mörgum og að mínu mati hefði upplýsingagjöf þurft að vera mun betri sem og fyrirvarinn meiri, í anda þjónustustefnu borgarinnar,“ segir í færslu Dóru. „Sömuleiðis hafa komið upp tilfelli þar sem sektun hefur orðið fyrir mistök eins og við Frakkastíginn eins og frægt er orðið. Mér þótti það mál ansi sérstakt og fannst full ástæða til að það yrði skoðað betur sem og var gert, sem endaði með því að sektin var endurgreidd og gleðst ég yfir því að hið rétta hafi náð fram að ganga.“ Klippa: Má ekki lengur leggja fyrir utan heima hjá sér Skipa starfshóp Hún bendir á tillögu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði í gær en þar segir að stofnaður verði starfshópur sem vinni drög að verklagsreglum um framkvæmd álagningu gjalda vegna stöðubrota í Reykjavík með áherslu á fræðslu, upplýsingagjöf og góða þjónustu við íbúa. „Við erum auðmjúk gagnvart þeim tækifærum sem reglulega koma upp í fjölbreyttum verkefnum borgarinnar til að bæta verklag, herða skrúfur og taka til í ferlunum okkar og við brettum viljug upp ermar þar sem þarf. Líkt og nú,“ segir Dóra að lokum.
Píratar Samgöngur Bílastæði Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira