„Við erum bara eins og ein stór fjölskylda“ Lovísa Arnardóttir og Kristján Már Unnarsson skrifa 8. febrúar 2024 10:09 Fjölnir er fjórtán ára Grindvíkingur sem fór í morgun með mömmu sinni, Sólnýju, að skoða gosið. Stöð 2 Sólný Pálsdóttir, kennari og ljósmyndari frá Grindavík, var við Reykjanesbraut í morgun til að sjá eldgosið. Með henni í för var fjórtán ára sonur hennar, Fjölnir Sveinsson. „Við vorum í Urriðaholtinu og erum búin að búa þar síðustu vikur,“ segir Sólný en heimili þeirra í Grindavík er í Efrahópi þar sem hraun rann yfir þrjú hús í síðasta gosi. „Þetta var mjög sárt og erfitt og tók á,“ segir Sólný og að Grindvíkingum hafi öllum liðið eins og þau væru að missa húsið sitt þegar húsin fóru undir. „Við erum bara eins og ein stór fjölskylda.“ Sólný segir þetta fimmta gosið og að það róaði hana alltaf að koma aðeins nær til að sjá gosið. „Við ákváðum bara að taka rúnt í morgun og hann var á leið í skólann og það var svo freistandi að taka hann með,“ segir Sólný. En er þetta róandi, þetta eldgos? „Það er svo erfitt að útskýra en það er svo mikill léttir þegar þetta kemur upp. Það er svo langur fyrirvari og það má ekki gleyma því að við erum búin að vera fjögur ár í þessari atburðarás,“ segir Sólný og að það hafi verið gríðarlegur léttir að sjá staðsetningu gossins í morgun. Hún vonar að hraunið fari ekki yfir Svartsengi. Þetta sé alvarlegur atburður en skásti staðurinn. „Þetta er sérstök tilfinning, þessi léttir sem fylgir og hvað þá að fá tækifæri að sjá þetta sjálfur. Það er ómetanlegt.“ Hittast enn stundum Fjölnir sagði þetta rosalega skrítið en léttara að sjá þetta. Hann gengur nú í skóla í Urriðaholti í Garðabæ og er að fara að fermast. „Við hittumst alveg stundum og spilum saman í tölvunni,“ segir Fjölnir spurður hvort hann hitti gömlu skólafélaga sína. Sólný sagði húsið þeirra hafa farið illa, það sé sprunga við það og þau geri ekki ráð fyrir að búa aftur í því. „En ef að, og vonandi, einhvern tímann verður byggilegt í Grindavík. Þá verðum við fyrst heim. En það verður ekki fyrr en allt er komið á hreint. Við erum alveg búin að sætta okkur við það að við erum ekki að fara heim á morgun.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Ekki tekið ákvörðun um að loka varnargarðinum Viðbragðsaðilar á vettvangi gossins hyggjast ekki loka varnargarðinum við Grindavíkurveg að svo stöddu. Skarð er á varnargörðunum við Svartsengi og verður unnið í því að minnka það í dag. 8. febrúar 2024 09:43 „Þetta er upplifun lífsins!“ Ferðamenn sem voru staddir á hóteli Bláa lónsins í morgun þegar það var rýmt vegna yfirvofandi elgoss, voru himinlifandi yfir upplifuninni. Einhverjir vöknuðu við jarðskjálfta og óskuðu þess heitast að gos væri að hefjast. 8. febrúar 2024 09:37 Mögulegt að hraunið nái Grindavíkurvegi um hádegisbil Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar frá áhugamönnum um að hraun gæti náð Grindavíkurvegi um hádegisbil og Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir það mögulegt. 8. febrúar 2024 09:33 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
„Við vorum í Urriðaholtinu og erum búin að búa þar síðustu vikur,“ segir Sólný en heimili þeirra í Grindavík er í Efrahópi þar sem hraun rann yfir þrjú hús í síðasta gosi. „Þetta var mjög sárt og erfitt og tók á,“ segir Sólný og að Grindvíkingum hafi öllum liðið eins og þau væru að missa húsið sitt þegar húsin fóru undir. „Við erum bara eins og ein stór fjölskylda.“ Sólný segir þetta fimmta gosið og að það róaði hana alltaf að koma aðeins nær til að sjá gosið. „Við ákváðum bara að taka rúnt í morgun og hann var á leið í skólann og það var svo freistandi að taka hann með,“ segir Sólný. En er þetta róandi, þetta eldgos? „Það er svo erfitt að útskýra en það er svo mikill léttir þegar þetta kemur upp. Það er svo langur fyrirvari og það má ekki gleyma því að við erum búin að vera fjögur ár í þessari atburðarás,“ segir Sólný og að það hafi verið gríðarlegur léttir að sjá staðsetningu gossins í morgun. Hún vonar að hraunið fari ekki yfir Svartsengi. Þetta sé alvarlegur atburður en skásti staðurinn. „Þetta er sérstök tilfinning, þessi léttir sem fylgir og hvað þá að fá tækifæri að sjá þetta sjálfur. Það er ómetanlegt.“ Hittast enn stundum Fjölnir sagði þetta rosalega skrítið en léttara að sjá þetta. Hann gengur nú í skóla í Urriðaholti í Garðabæ og er að fara að fermast. „Við hittumst alveg stundum og spilum saman í tölvunni,“ segir Fjölnir spurður hvort hann hitti gömlu skólafélaga sína. Sólný sagði húsið þeirra hafa farið illa, það sé sprunga við það og þau geri ekki ráð fyrir að búa aftur í því. „En ef að, og vonandi, einhvern tímann verður byggilegt í Grindavík. Þá verðum við fyrst heim. En það verður ekki fyrr en allt er komið á hreint. Við erum alveg búin að sætta okkur við það að við erum ekki að fara heim á morgun.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Ekki tekið ákvörðun um að loka varnargarðinum Viðbragðsaðilar á vettvangi gossins hyggjast ekki loka varnargarðinum við Grindavíkurveg að svo stöddu. Skarð er á varnargörðunum við Svartsengi og verður unnið í því að minnka það í dag. 8. febrúar 2024 09:43 „Þetta er upplifun lífsins!“ Ferðamenn sem voru staddir á hóteli Bláa lónsins í morgun þegar það var rýmt vegna yfirvofandi elgoss, voru himinlifandi yfir upplifuninni. Einhverjir vöknuðu við jarðskjálfta og óskuðu þess heitast að gos væri að hefjast. 8. febrúar 2024 09:37 Mögulegt að hraunið nái Grindavíkurvegi um hádegisbil Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar frá áhugamönnum um að hraun gæti náð Grindavíkurvegi um hádegisbil og Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir það mögulegt. 8. febrúar 2024 09:33 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Ekki tekið ákvörðun um að loka varnargarðinum Viðbragðsaðilar á vettvangi gossins hyggjast ekki loka varnargarðinum við Grindavíkurveg að svo stöddu. Skarð er á varnargörðunum við Svartsengi og verður unnið í því að minnka það í dag. 8. febrúar 2024 09:43
„Þetta er upplifun lífsins!“ Ferðamenn sem voru staddir á hóteli Bláa lónsins í morgun þegar það var rýmt vegna yfirvofandi elgoss, voru himinlifandi yfir upplifuninni. Einhverjir vöknuðu við jarðskjálfta og óskuðu þess heitast að gos væri að hefjast. 8. febrúar 2024 09:37
Mögulegt að hraunið nái Grindavíkurvegi um hádegisbil Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar frá áhugamönnum um að hraun gæti náð Grindavíkurvegi um hádegisbil og Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir það mögulegt. 8. febrúar 2024 09:33