Íslensk CrossFit kempa keppir á EM í Ólympískum Lyftingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 09:30 Þuríður Erla Helgadóttir hefur verið með á átta heimsleikum og náði best níunda sætinu árið 2019. @thurihelgadottir Þuríður Erla Helgadóttir verður meðal keppenda á Evrópumótinu í Ólympískum Lyftingum sem fram fer í Sofía í Búlgaríu seinna í þessum mánuði. Þuríður Erla sagði frá þessu á samfélagsmiðlum í gær. „Ég mun keppa á EM í Ólympískum Lyftingum þann 14. febrúar næstkomandi. Ég lyfti vanalega þyngra þegar ég er á þessu sviði en þegar ég er að æfa. Ég hlakka því til að keppa,“ skrifaði Þuríður Erla. Þuríður Erla er ein okkar reyndasta CrossFit kona en hún hefur keppt á átta heimsleikum í CrossFit þar af sjö sinnum í einstaklingskeppninni. Bestum árangri náði hún árið 2019 þegar hún varð í níunda sæti. Þuríður hefur líka mikla reynslu af stórmótum í Ólympískum Lyftingum þar sem hún hefur keppt bæði á heims- og Evrópumeistaramótum. Hún varð meðal annars í tíunda sæti á EM 2021 og í tíunda sæti á HM 2017. Þuríður keppir í mínus 59 kílóa flokknum. Ísland er með sex keppendur á mótinu og eru það allt konur. Katra Björk Ketilsdóttir keppir einnig í 59 kíló flokknum. Þuríður er níu árum eldri en Katla. Þuríður er skráð með 184 kíló samanlagt inn í keppnina en Katla Björk er skráð inn með 173 kíló. Keppendur keppa í samanlögðum árangri í snörun og í jafnhendingu. Eygló Fanndal Sturludóttir var valin lyftingarkona ársins á síðasta ári og stendur fremst allra Íslendinga í baráttunni um Ólympíusæti í þessari grein. Hún keppir í mínus 71 kílóa flokki. Eygló er skráð inn með 230 kíló samanlagt en hún hefur verið bæta sig mikið undanfarna mánuði. Guðný Björk Stefánsdóttir keppir í mínus 76 kílóa flokki, Friðný Fjóla Jónsdóttir keppir í mínus 87 kílóa flokki og Erla Ágústsdóttir keppir í plús 87 kílóa flokknum. Eygló Fanndal, Guðný Björk og Erla eru yngstar í hópnum, allar fæddar árið 2001. Þuríður Erla er elst en hún er fædd árið 1991. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) CrossFit Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Þuríður Erla sagði frá þessu á samfélagsmiðlum í gær. „Ég mun keppa á EM í Ólympískum Lyftingum þann 14. febrúar næstkomandi. Ég lyfti vanalega þyngra þegar ég er á þessu sviði en þegar ég er að æfa. Ég hlakka því til að keppa,“ skrifaði Þuríður Erla. Þuríður Erla er ein okkar reyndasta CrossFit kona en hún hefur keppt á átta heimsleikum í CrossFit þar af sjö sinnum í einstaklingskeppninni. Bestum árangri náði hún árið 2019 þegar hún varð í níunda sæti. Þuríður hefur líka mikla reynslu af stórmótum í Ólympískum Lyftingum þar sem hún hefur keppt bæði á heims- og Evrópumeistaramótum. Hún varð meðal annars í tíunda sæti á EM 2021 og í tíunda sæti á HM 2017. Þuríður keppir í mínus 59 kílóa flokknum. Ísland er með sex keppendur á mótinu og eru það allt konur. Katra Björk Ketilsdóttir keppir einnig í 59 kíló flokknum. Þuríður er níu árum eldri en Katla. Þuríður er skráð með 184 kíló samanlagt inn í keppnina en Katla Björk er skráð inn með 173 kíló. Keppendur keppa í samanlögðum árangri í snörun og í jafnhendingu. Eygló Fanndal Sturludóttir var valin lyftingarkona ársins á síðasta ári og stendur fremst allra Íslendinga í baráttunni um Ólympíusæti í þessari grein. Hún keppir í mínus 71 kílóa flokki. Eygló er skráð inn með 230 kíló samanlagt en hún hefur verið bæta sig mikið undanfarna mánuði. Guðný Björk Stefánsdóttir keppir í mínus 76 kílóa flokki, Friðný Fjóla Jónsdóttir keppir í mínus 87 kílóa flokki og Erla Ágústsdóttir keppir í plús 87 kílóa flokknum. Eygló Fanndal, Guðný Björk og Erla eru yngstar í hópnum, allar fæddar árið 2001. Þuríður Erla er elst en hún er fædd árið 1991. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir)
CrossFit Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira