Stöndum með Palestínufólki! Fjölskyldurnar heim! Askur Hrafn Hannesson skrifar 7. febrúar 2024 09:31 Þegar þetta er skrifað hefur Gasa verið undir stöðugu sprengjuregni í 122 daga; 35.000 manns hafa verið myrt og 2 milljónir eru fastar í herkví Ísraelshers. Aðstæðum hefur verið lýst sem fordæmalausri neyð af öllum helstu mannúðarsamtökum, mannúðaraðstoðin er fjársvelt og lítið sem ekkert af henni er leyft að berast á svæðið. Samhliða þessu hefur hópur Palestínufólks í 43 daga staðið fyrir kyrrsetumótmælum fyrir utan Alþingi, mitt í hörðustu vetrarhörkunum. Þau hafa gripið til þess örþrifaráðs vegna þess að fjölskyldur þeirra, sem hafa fengið samþykkt leyfi um fjölskyldusameiningu hér á Íslandi, eru fastar á Gasa - og vegna þess að enn stendur hluti hópsins frammi fyrir því að vera brottvísað aftur á flótta á meðan þjóðarmorð geisar í heimalandi þeirra. Viðbrögð stjórnvalda verða ekki rakin í þessari grein. Þau hafa verið slæleg, hæg og farið hefur verið með alvarleg ósannindi um framkvæmdir annara landa við að koma fólki út af Gasa. Ákveðnir ráðherrar hafa nýtt tækifærið til að skapa upplýsingaóreiðu og glundroða um innflytjendamál heilt yfir. Þessir pólitísku leikir koma palestínsku fólki á flótta ekkert við en koma niður á þeim og fjölskyldum þeirra. Þetta er lítill hópur fólks sem þráir ekkert nema frið og öryggi, og tækifæri til að lifa lífinu sínu með mannlegri reisn. Staðreyndin er sú að íslensk stjórnvöld hafa veitt tæplega hundrað manns, aðallega konum og börnum, dvalarleyfi hér á landi og þar með veitt fjölskyldum von um að þær geti loksins sameinast. Í ljósi þess að nágrannalönd eins og Svíþjóð, Noregur, Finnland, og Danmörk hafa þegar sýnt fram á hægt er að veita þessum einstaklingum aðstoð, er það fordæmalaust og óásættanlegt að Ísland hafi enn ekki brugðist við með sama hætti. Hver dagur sem líður án aðgerða getur þýtt muninn á lífi og dauða fyrir þessar fjölskyldur. Á sama tíma er hópur fólks hérlendis sem til stendur að brottvísa á meðan þau bíða fregna af því hvort aðstendur þeirra og vinir séu lífs eða liðin. Við köllum eftir því að þessi hópur fái efnislega meðferð á umsóknum sínum um alþjóðlega vernd og sé ekki vísað úr landi. Palestínufólk sem er að flýja mannskæðustu hörmungar 21. aldarinnar á ekki að þurfa að bíða milli vonar og óttar um framtíð sína og afdrif fjölskyldna sinna. Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað þar sem þess er krafist að íslensk stjórnvöld taki strax í taumana og grípi til allra nauðsynlegra aðgerða til að tryggja öryggi Palestínufólks hér á landi og sameiningu þessara fjölskyldna. Tíminn til aðgerða er núna! Höfundur er aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hefur Gasa verið undir stöðugu sprengjuregni í 122 daga; 35.000 manns hafa verið myrt og 2 milljónir eru fastar í herkví Ísraelshers. Aðstæðum hefur verið lýst sem fordæmalausri neyð af öllum helstu mannúðarsamtökum, mannúðaraðstoðin er fjársvelt og lítið sem ekkert af henni er leyft að berast á svæðið. Samhliða þessu hefur hópur Palestínufólks í 43 daga staðið fyrir kyrrsetumótmælum fyrir utan Alþingi, mitt í hörðustu vetrarhörkunum. Þau hafa gripið til þess örþrifaráðs vegna þess að fjölskyldur þeirra, sem hafa fengið samþykkt leyfi um fjölskyldusameiningu hér á Íslandi, eru fastar á Gasa - og vegna þess að enn stendur hluti hópsins frammi fyrir því að vera brottvísað aftur á flótta á meðan þjóðarmorð geisar í heimalandi þeirra. Viðbrögð stjórnvalda verða ekki rakin í þessari grein. Þau hafa verið slæleg, hæg og farið hefur verið með alvarleg ósannindi um framkvæmdir annara landa við að koma fólki út af Gasa. Ákveðnir ráðherrar hafa nýtt tækifærið til að skapa upplýsingaóreiðu og glundroða um innflytjendamál heilt yfir. Þessir pólitísku leikir koma palestínsku fólki á flótta ekkert við en koma niður á þeim og fjölskyldum þeirra. Þetta er lítill hópur fólks sem þráir ekkert nema frið og öryggi, og tækifæri til að lifa lífinu sínu með mannlegri reisn. Staðreyndin er sú að íslensk stjórnvöld hafa veitt tæplega hundrað manns, aðallega konum og börnum, dvalarleyfi hér á landi og þar með veitt fjölskyldum von um að þær geti loksins sameinast. Í ljósi þess að nágrannalönd eins og Svíþjóð, Noregur, Finnland, og Danmörk hafa þegar sýnt fram á hægt er að veita þessum einstaklingum aðstoð, er það fordæmalaust og óásættanlegt að Ísland hafi enn ekki brugðist við með sama hætti. Hver dagur sem líður án aðgerða getur þýtt muninn á lífi og dauða fyrir þessar fjölskyldur. Á sama tíma er hópur fólks hérlendis sem til stendur að brottvísa á meðan þau bíða fregna af því hvort aðstendur þeirra og vinir séu lífs eða liðin. Við köllum eftir því að þessi hópur fái efnislega meðferð á umsóknum sínum um alþjóðlega vernd og sé ekki vísað úr landi. Palestínufólk sem er að flýja mannskæðustu hörmungar 21. aldarinnar á ekki að þurfa að bíða milli vonar og óttar um framtíð sína og afdrif fjölskyldna sinna. Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað þar sem þess er krafist að íslensk stjórnvöld taki strax í taumana og grípi til allra nauðsynlegra aðgerða til að tryggja öryggi Palestínufólks hér á landi og sameiningu þessara fjölskyldna. Tíminn til aðgerða er núna! Höfundur er aðgerðasinni.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun