Að sögn Carlson, sem er nú sjálfstætt starfandi en var áður eitt þekktasta andlit Fox News, greiddi hann sjálfur fyrir ferðina. Þá gagnrýnir hann fjölmiðla fyrir áherslu sína á að veita Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, of mikla athygli.
Um sé að ræða „peppfundi“ sem miði að því að koma áróðri Selenskí um aukna aðkomu Bandaríkjanna að átökunum á framfæri. „Það er ekki blaðamennska, það er stjórnvaldsáróður,“ segir hann.
Á sama tíma hafi ekki einn einasti blaðamaður á Vesturlöndum haft rænu á að taka viðtal við Pútín.
Samkvæmt BBC hefur fjölmiðillinn ítrekað óskað eftir viðtali við Pútín en alltaf fengið nei. Carlson hefur hins vegar margsinnis varið Pútín og kallað Selenskí „einræðisherra“. Hann hefur þó einnig sagt Pútín ábyrgan fyrir hörmungunum sem hafa átt sér stað í Úkraínu, þannig að afstaða hans er eitthvað á flugi.
Engin tímasetning virðist komin á viðtalið en Carlson segir það verða sýnt í beinni útsendingu og óklippt á X/Twitter. Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, hefur heitið því að koma ekki í veg fyrir birtingu þess.
Why I'm interviewing Vladimir Putin. pic.twitter.com/hqvXUZqvHX
— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) February 6, 2024