Opið bréf til Kastljóss vegna umfjöllunar um hugbirtandi efni í fyrrakvöld Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 07:00 Lilja heiti ég og er sálfræðingur. Ég hef síðustu ár einbeitt mér að skaðaminnkun og skaðaminnkandi hugmyndafræði, bæði í samfélaginu og í meðferð. Ég er ein af þeim heilbrigðisstarfsmönnum sem fékk mikinn áhuga á efnunum þegar þau byrjuðu að koma fram á sjónarsviðið. Ég hef fylgst náið með rannsóknum á efnunum ásamt því að sækja mér eins djúpa og víða þekkingu og ég hef getað og frá mörgum sjónarhornum en innan lagalegs ramma. Ég hef reynt að opna umræðuna hjá mínum kollegum, held úti facebook hópi fyrir heilbrigðisstarfsmenn sem vilja fylgjast með rannsóknum á efnunum, og hef verið dugleg að kalla á aukna fræðslu, bæði til kollega og til almennings. Ég deili að mörgu leyti áhyggjum Engilberts geðlæknis sem komu fram í Kastljósþætti fyrradagsins. Í þeim samfélögum sem varðveitt hafa efnin hafa þau verið notuð í jafnvel þúsundir ára innan strangs regluverks. Við höfum svo sótt þessi efni og flutt þau inn í okkar menningu, en án þess að taka regluverkið með okkur. Hér höfum við engar hefðir um notkun efnanna. Engan lagaramma. Engar klínískar leiðbeiningar. Enga gæðastaðla fyrir það fólk sem handleikur efnin. Og fullt, fullt af góðhjörtuðu fólki sem fékk sjálft mikið út úr notkun sinni, áttar sig ekki á því hvað það er að handleika og ákveður að aðstoða aðra við notkun efnanna. Þetta býður upp á vandræði. Og það er það sem við erum byrjuð að sjá. Mikla aukningu innlagna og alvarlegra atvika, sem ég fer ekki varhluta af á minni stofu. Svo hver er lausnin? Er lausnin að taka fjölmiðlaumfjöllunina í hina áttina og byrja hræðsluáróður? Hverju mun það skila? Sumar af staðhæfingum Engilberts í Kastljósi fyrradagsins falla hættulega nálægt hræðsluáróðri og ýkjum. Hann nefnir rannsókn þar sem fjórir af hverjum tíu sögðu reynsluna vera erfiðustu reynslu lífs síns, en sleppir því að nefna að 84% þessarra einstaklinga mæltu með reynslunni fyrir aðra þrátt fyrir það. Hann nefnir að einn af hverjum tíu segist hafa verið hættulegur sér eða öðrum, en nefnir ekki að 66-86% sagði reynsluna vera eina af fimm þýðingarmestu upplifun lífs síns, oft ofar en fæðingu fyrsta barns. Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er ekki til þess að verja efnin, heldur til þess að vekja athygli á að það er ástæða fyrir því að fólk sækir í þetta. Aðrar ástæður koma líka til; einhliða umfjöllun í blöðum undanfarin ár, mölbrotið heilbrigðiskerfi og faraldur vanlíðunar. En tilfinning mín er sú að stærsta ástæðan er orðið sem berst á milli manna. Fólk sér líðan vina og vandamanna breytast eftir notkun efnanna og hugsar „ég vil þetta“. Hræðsluáróður mun ekki breyta því. Það eina sem hann gerir er að koma fólki sem notar efnin lengra út á jaðarinn, þar sem hætturnar verða meiri og hjálpin lengra í burtu. Hræðsluáróður skilar eingöngu því að fólk sem áður var á móti efnunum eru nú enn meira á móti þeim, og það fólk sem áður var hrifið af efnunum treystir ekki sínum fagaðilum fyrir notkun sinni, þorir ekki að leita sér hjálpar ef eitthvað bregður út af, og veit ekki hvert það á að leita sér réttra upplýsinga til að tryggja öryggi sitt. Ég held úti skaðaminnkandi fræðslunámskeiðum um efnin, ætlað fólki sem hefur að eigin frumkvæði ákveðið að fara þessa leið. Á námskeiðunum fer ég yfir hvað efnin eru og hvernig þau virka, hverjar áhættur og mögulegur ávinningur sé, hvað þurfi að hafa í huga áður en farið er út í þetta, hvað þurfi að passa þegar valin er yfirsetumanneskja og sálfélagsleg fræðsla um undirbúning og eftirvinnslu. Þessi fræðsla er í boði svo fólk hendi sér ekki út í eitthvað að algjörlega óathuguðu máli. Það sem við þurfum er FRÆÐSLA, ekki hræðsla. Okkur miðar aldrei neitt áfram ef við stýrum skipinu ekki frá þessari svarthvítu umræðu. Á þessum tímapunkti hefur það aldrei verið jafn nauðsynlegt. Höfundur er sálfræðingur, hefur lokið námi í hugbirtandi fræðum og heldur úti skaðaminnkandi fræðslu- og stuðningsnámskeiðum fyrir fólk sem hyggur á notkun þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Sif Þorsteinsdóttir Hugvíkkandi efni Heilbrigðismál Ríkisútvarpið Lyf Mest lesið Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Lilja heiti ég og er sálfræðingur. Ég hef síðustu ár einbeitt mér að skaðaminnkun og skaðaminnkandi hugmyndafræði, bæði í samfélaginu og í meðferð. Ég er ein af þeim heilbrigðisstarfsmönnum sem fékk mikinn áhuga á efnunum þegar þau byrjuðu að koma fram á sjónarsviðið. Ég hef fylgst náið með rannsóknum á efnunum ásamt því að sækja mér eins djúpa og víða þekkingu og ég hef getað og frá mörgum sjónarhornum en innan lagalegs ramma. Ég hef reynt að opna umræðuna hjá mínum kollegum, held úti facebook hópi fyrir heilbrigðisstarfsmenn sem vilja fylgjast með rannsóknum á efnunum, og hef verið dugleg að kalla á aukna fræðslu, bæði til kollega og til almennings. Ég deili að mörgu leyti áhyggjum Engilberts geðlæknis sem komu fram í Kastljósþætti fyrradagsins. Í þeim samfélögum sem varðveitt hafa efnin hafa þau verið notuð í jafnvel þúsundir ára innan strangs regluverks. Við höfum svo sótt þessi efni og flutt þau inn í okkar menningu, en án þess að taka regluverkið með okkur. Hér höfum við engar hefðir um notkun efnanna. Engan lagaramma. Engar klínískar leiðbeiningar. Enga gæðastaðla fyrir það fólk sem handleikur efnin. Og fullt, fullt af góðhjörtuðu fólki sem fékk sjálft mikið út úr notkun sinni, áttar sig ekki á því hvað það er að handleika og ákveður að aðstoða aðra við notkun efnanna. Þetta býður upp á vandræði. Og það er það sem við erum byrjuð að sjá. Mikla aukningu innlagna og alvarlegra atvika, sem ég fer ekki varhluta af á minni stofu. Svo hver er lausnin? Er lausnin að taka fjölmiðlaumfjöllunina í hina áttina og byrja hræðsluáróður? Hverju mun það skila? Sumar af staðhæfingum Engilberts í Kastljósi fyrradagsins falla hættulega nálægt hræðsluáróðri og ýkjum. Hann nefnir rannsókn þar sem fjórir af hverjum tíu sögðu reynsluna vera erfiðustu reynslu lífs síns, en sleppir því að nefna að 84% þessarra einstaklinga mæltu með reynslunni fyrir aðra þrátt fyrir það. Hann nefnir að einn af hverjum tíu segist hafa verið hættulegur sér eða öðrum, en nefnir ekki að 66-86% sagði reynsluna vera eina af fimm þýðingarmestu upplifun lífs síns, oft ofar en fæðingu fyrsta barns. Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er ekki til þess að verja efnin, heldur til þess að vekja athygli á að það er ástæða fyrir því að fólk sækir í þetta. Aðrar ástæður koma líka til; einhliða umfjöllun í blöðum undanfarin ár, mölbrotið heilbrigðiskerfi og faraldur vanlíðunar. En tilfinning mín er sú að stærsta ástæðan er orðið sem berst á milli manna. Fólk sér líðan vina og vandamanna breytast eftir notkun efnanna og hugsar „ég vil þetta“. Hræðsluáróður mun ekki breyta því. Það eina sem hann gerir er að koma fólki sem notar efnin lengra út á jaðarinn, þar sem hætturnar verða meiri og hjálpin lengra í burtu. Hræðsluáróður skilar eingöngu því að fólk sem áður var á móti efnunum eru nú enn meira á móti þeim, og það fólk sem áður var hrifið af efnunum treystir ekki sínum fagaðilum fyrir notkun sinni, þorir ekki að leita sér hjálpar ef eitthvað bregður út af, og veit ekki hvert það á að leita sér réttra upplýsinga til að tryggja öryggi sitt. Ég held úti skaðaminnkandi fræðslunámskeiðum um efnin, ætlað fólki sem hefur að eigin frumkvæði ákveðið að fara þessa leið. Á námskeiðunum fer ég yfir hvað efnin eru og hvernig þau virka, hverjar áhættur og mögulegur ávinningur sé, hvað þurfi að hafa í huga áður en farið er út í þetta, hvað þurfi að passa þegar valin er yfirsetumanneskja og sálfélagsleg fræðsla um undirbúning og eftirvinnslu. Þessi fræðsla er í boði svo fólk hendi sér ekki út í eitthvað að algjörlega óathuguðu máli. Það sem við þurfum er FRÆÐSLA, ekki hræðsla. Okkur miðar aldrei neitt áfram ef við stýrum skipinu ekki frá þessari svarthvítu umræðu. Á þessum tímapunkti hefur það aldrei verið jafn nauðsynlegt. Höfundur er sálfræðingur, hefur lokið námi í hugbirtandi fræðum og heldur úti skaðaminnkandi fræðslu- og stuðningsnámskeiðum fyrir fólk sem hyggur á notkun þeirra.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun