Vegagerð á villigötum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 6. febrúar 2024 11:01 Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið töluverð umfjöllun um Fossvogsbrú því samkvæmt nýjustu áætlunum er verðmiðinn á brúnni orðinn 8,8 milljarðar króna og hefur allavega fjórfaldast frá því lagt var af stað. Vegagerðin okkar allra er aðili máls og hefur haldið m.a. utan um hönnunarsamkeppni og samskipti við hönnuði í kjölfarið og leyfi ég mér að segja að yfirstjórn Vegagerðarinnar fái falleinkunn vegna þess hvernig þessu máli öllu er fyrirkomið. Við lestur og yfirferð þeirra frétta sem að framan greinir fara um mann tilfinningar af ýmsum toga, undrun, reiði og allur skalinn þar í kring því í samhengi hlutanna vil ég leyfa mér að segja að þessi aðferðarfræði og nálgun sé í besta falli galin m.t.t. ástanda ýmissa vega víða um land. Af hverju segi ég þetta? Jú, vegakerfið á Íslandi er allskonar, víða mjög lélegir vegir með tilliti til umferðaröryggis. Víða eru einbreiðar brýr enn þann dag í dag þrátt fyrir fögur fyrirheit um útrýmingu þeirra. Það hafa verið nokkur dauðafæri nú upp á síðkastið til að fækka einbreiðum brúm, t.a.m. í samhengi við nýloknar vegaframkvæmdir á Laxárdalsheiði, leið sem hefur svo sannarlega komið að góðum notum nú síðustu vikur vegna síendurtekinna lokanna á Holtavöruheiði. En nei, Vegagerðin kaus að nýta ekki þá möguleika heldur laga veginn að viðkomandi einbreiðu brú þrátt fyrir sí endurteknar ábendingar um mikilvægi þess að setja ræsi eða nýja tvíbreiða brú. Sama er upp á teningnum á vegabút sem nú er komin í framkvæmd á Klofningsvegi. Til viðbótar þessum möguleikum sem ég nefni hér að ofan eru andi margar einbreiðar brýr á þjóðvegi nr. 60, Vestfjarðarvegi og eru þær allar tifandi tímasprengja hvað varðar umferðaröryggi á þessum mikið ekna vegi. Vil ég nefna t.a.m. brúna yfir Haukadalsá í Dalabyggð þar sem öll aðkoma er þannig að erfitt er oft á tíðum fyrir m.a. stóra bíla með tengivagna að aðhafast og mikil vatnssöfnun er á brúnni sem gerir allar aðstæður enn erfiðari en ella. Það má ugglaust sjá hér að ofan að undirrituðum er misboðið. Meðferð opinberra fjármuna er að mínu mati óábyrg í þessum viðfangsefni og mætti nefna fleiri dæmi þar sem Vegagerðin mætti íhuga sína forgangsröðun. Ónefndir eru hér ýmsir vegir sem ástæða væri til að nefna en meginatriðið er það að Vegagerðin þarf og verður að sýna okkur á landsbyggðinni tilhlýðilega virðingu og ekki síður þeim sem um vegina aka. Hrikalegar slysatölur undanfarnar vikur kalla á þá virðingu og stórátak í vegabótum þarf að verða en maður spyr sig hvort núverandi yfirstjórn Vegagerðarinnar sé treystandi til þess að halda utan um það þjóðþrifamál? Aðgerða er þörf, núna! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Dalabyggð Vegagerð Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið töluverð umfjöllun um Fossvogsbrú því samkvæmt nýjustu áætlunum er verðmiðinn á brúnni orðinn 8,8 milljarðar króna og hefur allavega fjórfaldast frá því lagt var af stað. Vegagerðin okkar allra er aðili máls og hefur haldið m.a. utan um hönnunarsamkeppni og samskipti við hönnuði í kjölfarið og leyfi ég mér að segja að yfirstjórn Vegagerðarinnar fái falleinkunn vegna þess hvernig þessu máli öllu er fyrirkomið. Við lestur og yfirferð þeirra frétta sem að framan greinir fara um mann tilfinningar af ýmsum toga, undrun, reiði og allur skalinn þar í kring því í samhengi hlutanna vil ég leyfa mér að segja að þessi aðferðarfræði og nálgun sé í besta falli galin m.t.t. ástanda ýmissa vega víða um land. Af hverju segi ég þetta? Jú, vegakerfið á Íslandi er allskonar, víða mjög lélegir vegir með tilliti til umferðaröryggis. Víða eru einbreiðar brýr enn þann dag í dag þrátt fyrir fögur fyrirheit um útrýmingu þeirra. Það hafa verið nokkur dauðafæri nú upp á síðkastið til að fækka einbreiðum brúm, t.a.m. í samhengi við nýloknar vegaframkvæmdir á Laxárdalsheiði, leið sem hefur svo sannarlega komið að góðum notum nú síðustu vikur vegna síendurtekinna lokanna á Holtavöruheiði. En nei, Vegagerðin kaus að nýta ekki þá möguleika heldur laga veginn að viðkomandi einbreiðu brú þrátt fyrir sí endurteknar ábendingar um mikilvægi þess að setja ræsi eða nýja tvíbreiða brú. Sama er upp á teningnum á vegabút sem nú er komin í framkvæmd á Klofningsvegi. Til viðbótar þessum möguleikum sem ég nefni hér að ofan eru andi margar einbreiðar brýr á þjóðvegi nr. 60, Vestfjarðarvegi og eru þær allar tifandi tímasprengja hvað varðar umferðaröryggi á þessum mikið ekna vegi. Vil ég nefna t.a.m. brúna yfir Haukadalsá í Dalabyggð þar sem öll aðkoma er þannig að erfitt er oft á tíðum fyrir m.a. stóra bíla með tengivagna að aðhafast og mikil vatnssöfnun er á brúnni sem gerir allar aðstæður enn erfiðari en ella. Það má ugglaust sjá hér að ofan að undirrituðum er misboðið. Meðferð opinberra fjármuna er að mínu mati óábyrg í þessum viðfangsefni og mætti nefna fleiri dæmi þar sem Vegagerðin mætti íhuga sína forgangsröðun. Ónefndir eru hér ýmsir vegir sem ástæða væri til að nefna en meginatriðið er það að Vegagerðin þarf og verður að sýna okkur á landsbyggðinni tilhlýðilega virðingu og ekki síður þeim sem um vegina aka. Hrikalegar slysatölur undanfarnar vikur kalla á þá virðingu og stórátak í vegabótum þarf að verða en maður spyr sig hvort núverandi yfirstjórn Vegagerðarinnar sé treystandi til þess að halda utan um það þjóðþrifamál? Aðgerða er þörf, núna! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun