Vegagerð á villigötum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 6. febrúar 2024 11:01 Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið töluverð umfjöllun um Fossvogsbrú því samkvæmt nýjustu áætlunum er verðmiðinn á brúnni orðinn 8,8 milljarðar króna og hefur allavega fjórfaldast frá því lagt var af stað. Vegagerðin okkar allra er aðili máls og hefur haldið m.a. utan um hönnunarsamkeppni og samskipti við hönnuði í kjölfarið og leyfi ég mér að segja að yfirstjórn Vegagerðarinnar fái falleinkunn vegna þess hvernig þessu máli öllu er fyrirkomið. Við lestur og yfirferð þeirra frétta sem að framan greinir fara um mann tilfinningar af ýmsum toga, undrun, reiði og allur skalinn þar í kring því í samhengi hlutanna vil ég leyfa mér að segja að þessi aðferðarfræði og nálgun sé í besta falli galin m.t.t. ástanda ýmissa vega víða um land. Af hverju segi ég þetta? Jú, vegakerfið á Íslandi er allskonar, víða mjög lélegir vegir með tilliti til umferðaröryggis. Víða eru einbreiðar brýr enn þann dag í dag þrátt fyrir fögur fyrirheit um útrýmingu þeirra. Það hafa verið nokkur dauðafæri nú upp á síðkastið til að fækka einbreiðum brúm, t.a.m. í samhengi við nýloknar vegaframkvæmdir á Laxárdalsheiði, leið sem hefur svo sannarlega komið að góðum notum nú síðustu vikur vegna síendurtekinna lokanna á Holtavöruheiði. En nei, Vegagerðin kaus að nýta ekki þá möguleika heldur laga veginn að viðkomandi einbreiðu brú þrátt fyrir sí endurteknar ábendingar um mikilvægi þess að setja ræsi eða nýja tvíbreiða brú. Sama er upp á teningnum á vegabút sem nú er komin í framkvæmd á Klofningsvegi. Til viðbótar þessum möguleikum sem ég nefni hér að ofan eru andi margar einbreiðar brýr á þjóðvegi nr. 60, Vestfjarðarvegi og eru þær allar tifandi tímasprengja hvað varðar umferðaröryggi á þessum mikið ekna vegi. Vil ég nefna t.a.m. brúna yfir Haukadalsá í Dalabyggð þar sem öll aðkoma er þannig að erfitt er oft á tíðum fyrir m.a. stóra bíla með tengivagna að aðhafast og mikil vatnssöfnun er á brúnni sem gerir allar aðstæður enn erfiðari en ella. Það má ugglaust sjá hér að ofan að undirrituðum er misboðið. Meðferð opinberra fjármuna er að mínu mati óábyrg í þessum viðfangsefni og mætti nefna fleiri dæmi þar sem Vegagerðin mætti íhuga sína forgangsröðun. Ónefndir eru hér ýmsir vegir sem ástæða væri til að nefna en meginatriðið er það að Vegagerðin þarf og verður að sýna okkur á landsbyggðinni tilhlýðilega virðingu og ekki síður þeim sem um vegina aka. Hrikalegar slysatölur undanfarnar vikur kalla á þá virðingu og stórátak í vegabótum þarf að verða en maður spyr sig hvort núverandi yfirstjórn Vegagerðarinnar sé treystandi til þess að halda utan um það þjóðþrifamál? Aðgerða er þörf, núna! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Dalabyggð Vegagerð Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið töluverð umfjöllun um Fossvogsbrú því samkvæmt nýjustu áætlunum er verðmiðinn á brúnni orðinn 8,8 milljarðar króna og hefur allavega fjórfaldast frá því lagt var af stað. Vegagerðin okkar allra er aðili máls og hefur haldið m.a. utan um hönnunarsamkeppni og samskipti við hönnuði í kjölfarið og leyfi ég mér að segja að yfirstjórn Vegagerðarinnar fái falleinkunn vegna þess hvernig þessu máli öllu er fyrirkomið. Við lestur og yfirferð þeirra frétta sem að framan greinir fara um mann tilfinningar af ýmsum toga, undrun, reiði og allur skalinn þar í kring því í samhengi hlutanna vil ég leyfa mér að segja að þessi aðferðarfræði og nálgun sé í besta falli galin m.t.t. ástanda ýmissa vega víða um land. Af hverju segi ég þetta? Jú, vegakerfið á Íslandi er allskonar, víða mjög lélegir vegir með tilliti til umferðaröryggis. Víða eru einbreiðar brýr enn þann dag í dag þrátt fyrir fögur fyrirheit um útrýmingu þeirra. Það hafa verið nokkur dauðafæri nú upp á síðkastið til að fækka einbreiðum brúm, t.a.m. í samhengi við nýloknar vegaframkvæmdir á Laxárdalsheiði, leið sem hefur svo sannarlega komið að góðum notum nú síðustu vikur vegna síendurtekinna lokanna á Holtavöruheiði. En nei, Vegagerðin kaus að nýta ekki þá möguleika heldur laga veginn að viðkomandi einbreiðu brú þrátt fyrir sí endurteknar ábendingar um mikilvægi þess að setja ræsi eða nýja tvíbreiða brú. Sama er upp á teningnum á vegabút sem nú er komin í framkvæmd á Klofningsvegi. Til viðbótar þessum möguleikum sem ég nefni hér að ofan eru andi margar einbreiðar brýr á þjóðvegi nr. 60, Vestfjarðarvegi og eru þær allar tifandi tímasprengja hvað varðar umferðaröryggi á þessum mikið ekna vegi. Vil ég nefna t.a.m. brúna yfir Haukadalsá í Dalabyggð þar sem öll aðkoma er þannig að erfitt er oft á tíðum fyrir m.a. stóra bíla með tengivagna að aðhafast og mikil vatnssöfnun er á brúnni sem gerir allar aðstæður enn erfiðari en ella. Það má ugglaust sjá hér að ofan að undirrituðum er misboðið. Meðferð opinberra fjármuna er að mínu mati óábyrg í þessum viðfangsefni og mætti nefna fleiri dæmi þar sem Vegagerðin mætti íhuga sína forgangsröðun. Ónefndir eru hér ýmsir vegir sem ástæða væri til að nefna en meginatriðið er það að Vegagerðin þarf og verður að sýna okkur á landsbyggðinni tilhlýðilega virðingu og ekki síður þeim sem um vegina aka. Hrikalegar slysatölur undanfarnar vikur kalla á þá virðingu og stórátak í vegabótum þarf að verða en maður spyr sig hvort núverandi yfirstjórn Vegagerðarinnar sé treystandi til þess að halda utan um það þjóðþrifamál? Aðgerða er þörf, núna! Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun