Börn og ungmenni eiga meiri virðingu skilið Eymundur Eymundsson skrifar 6. febrúar 2024 08:00 Mig langar að leyfa ykkur að skyggnast í líf unglings sem glímir við mikla félagsfælni og hvaða afleiðingar geta orðið ef ekkert er að gert. Við vitum ansi margt í dag sem við vissum ekki áður og það hlýtur að vera öllum til góðs að efla forvarnir í grunn- og framhaldsskólum landsins. Ég var í mörg ár með fyrirlestra í grunn- og framhaldsskólum landsins um félagsfælni sem ég hef lifað með í 45 ár. Það er gott að hafa getað nýtt persónulega reynslu til góðs en börn og ungmenni sem glíma við mikla félagsfælni þurfa að fá hjálp strax í æsku annars erum við alltaf að taka á afleiðingum. Ég var barn sem byrjaði að finna fyrir ótta strax í grunnskólagöngu og sá ótti varð að enn meiri hræðslu og skömm um 12 ára aldur. Mig langaði helst ekki að mæta í skólann nema í leikfimi og í íþróttum en þar fann ég mig þótt mér liði ekki vel. Ég átti erfitt með einbeita mér og erfitt með að læra og maður verður óframfærinn. Það er nefnilega erfitt að eiga við taugakerfið og tilfinninganæmi er mikið. Félagsfælni fylgir mikil viðkvæmni og reiði yfir eigin líðan og það er erfitt að eiga í félagslegum samskiptum og segja sína skoðun við annað fólk. Neikvæðar hugsanir og að vilja ekki lifa glímdi ég við á hverjum degi. Mér leið best í mínu herbergi þar sem myrkur var en leið samt ömurlega að geta ekki sagt að mér liði illa þar sem ég var hræddur við dómhörku að lítið yrði gert úr minn vanlíðan. Mig langaði að geta tekið þátt með bekkjarfélögum í stað þess að leika trúð svo enginn myndi sjá mína vanlíðan sem var í minni sál. Í dag eigum við að vita betur og börn framtíðarinnar eiga skilið þá hjálp sem þau þurfa í stað afleiðinga. Það þekktist ekkert að tala um sína vanlíðan hér áður fyrr og ekkert annað í boði en að rífa sig upp og ég er hræddur um að margir hafi leitað í flöskuna eða fallið frá langt um aldur fram. Mikil einangrun, eiga erfitt með félagsleg tengsl og forðast flestar aðstæður, þunglyndi, vímuefnamisnotkun, sjálfsvíg, sjálfsmynd og sjálfstraust lítið sem ekkert er bara lítill hluti afleiðingar af félagsfælni. Ég lifi með minni félagsfælni og er þakklátur að þurfa ekki að skammast mín fyrir það var ekki eins fólk vilji láta sér líða illa eða ég vona ekki. Því miður hef ég þurft að fylgja nokkrum sem hafa fallið frá og aðrir sem glíma við vímuefnamisnotkun. Ég kalla bara eftir meiri virðingu og aðgerðum um félagsfælni og vanlíðan barna og ungmenna og þar geta fjölmiðlar m.a. haft meiri áhrif. Höfundur hefur glímt við félagsfælni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að leyfa ykkur að skyggnast í líf unglings sem glímir við mikla félagsfælni og hvaða afleiðingar geta orðið ef ekkert er að gert. Við vitum ansi margt í dag sem við vissum ekki áður og það hlýtur að vera öllum til góðs að efla forvarnir í grunn- og framhaldsskólum landsins. Ég var í mörg ár með fyrirlestra í grunn- og framhaldsskólum landsins um félagsfælni sem ég hef lifað með í 45 ár. Það er gott að hafa getað nýtt persónulega reynslu til góðs en börn og ungmenni sem glíma við mikla félagsfælni þurfa að fá hjálp strax í æsku annars erum við alltaf að taka á afleiðingum. Ég var barn sem byrjaði að finna fyrir ótta strax í grunnskólagöngu og sá ótti varð að enn meiri hræðslu og skömm um 12 ára aldur. Mig langaði helst ekki að mæta í skólann nema í leikfimi og í íþróttum en þar fann ég mig þótt mér liði ekki vel. Ég átti erfitt með einbeita mér og erfitt með að læra og maður verður óframfærinn. Það er nefnilega erfitt að eiga við taugakerfið og tilfinninganæmi er mikið. Félagsfælni fylgir mikil viðkvæmni og reiði yfir eigin líðan og það er erfitt að eiga í félagslegum samskiptum og segja sína skoðun við annað fólk. Neikvæðar hugsanir og að vilja ekki lifa glímdi ég við á hverjum degi. Mér leið best í mínu herbergi þar sem myrkur var en leið samt ömurlega að geta ekki sagt að mér liði illa þar sem ég var hræddur við dómhörku að lítið yrði gert úr minn vanlíðan. Mig langaði að geta tekið þátt með bekkjarfélögum í stað þess að leika trúð svo enginn myndi sjá mína vanlíðan sem var í minni sál. Í dag eigum við að vita betur og börn framtíðarinnar eiga skilið þá hjálp sem þau þurfa í stað afleiðinga. Það þekktist ekkert að tala um sína vanlíðan hér áður fyrr og ekkert annað í boði en að rífa sig upp og ég er hræddur um að margir hafi leitað í flöskuna eða fallið frá langt um aldur fram. Mikil einangrun, eiga erfitt með félagsleg tengsl og forðast flestar aðstæður, þunglyndi, vímuefnamisnotkun, sjálfsvíg, sjálfsmynd og sjálfstraust lítið sem ekkert er bara lítill hluti afleiðingar af félagsfælni. Ég lifi með minni félagsfælni og er þakklátur að þurfa ekki að skammast mín fyrir það var ekki eins fólk vilji láta sér líða illa eða ég vona ekki. Því miður hef ég þurft að fylgja nokkrum sem hafa fallið frá og aðrir sem glíma við vímuefnamisnotkun. Ég kalla bara eftir meiri virðingu og aðgerðum um félagsfælni og vanlíðan barna og ungmenna og þar geta fjölmiðlar m.a. haft meiri áhrif. Höfundur hefur glímt við félagsfælni.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar