Ásmundur Einar: „Formleg yfirlýsing um pólitískan stuðning“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2024 20:01 Ásmundur Einar segir að um formlega stuðningsyfirlýsingu sé að ræða. Vísir/Einar Árnason Stjórnvöld hafa lýst yfir stuðningi sínum við umsókn sameiginlegs framboðs Íslands, Danmerkur og Noregs um að halda HM í handbolta karla 2029 eða 2031. Yfirlýsing þess efnis var undirrituð af Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, í dag. Stjórnvöld leggja HSÍ til þrjár milljónir vegna umsóknarinnar um að halda HM. Forsenda þess að Ísland geti haldið stórmót eins og HM er að hér rísi ný þjóðarhöll en Laugardalshöllin er löngu orðin barns síns tíma og stenst ekki alþjóðlegar kröfur. „Á föstudaginn var afgreidd stuðningsyfirlýsing við HSÍ að sækja um HM annað hvort 2029 eða 2031 ásamt Danmörku og Noregi. Þetta er að mér skilst gríðarlega mikið ferli og nokkrir aðilar að kljást um að halda þetta mót. Það er formleg yfirlýsing um pólitískan stuðning við þetta mót og þar með að við verðum búin að tryggja að þjóðarhöll verði risin á þessum tíma.“ „Fylgir því pólitísk skuldbinding að forgangsraða því fjárhagslega á næstu árum. Við vinnum út frá því að ekki komi utanaðkomandi hnökrar í það og það undirstrikast enn og aftur þegar ríkisstjórn samþykkir þessa stuðningsyfirlýsingu.“ Ráðherra gerir ráð fyrir því að framkvæmdir á nýrri Þjóðarhöll hefjist snemma á næsta ári. „Ef allt gengur upp þá getum við séð fyrir okkur að forval fari af stað núna fyrir samkeppnisútboð og það sé gengið til samninga síðar á þessu ári við þessa aðila. Í framhaldinu þarf að hanna og klára bygginguna og sækja um framkvæmdaleyfi. Framkvæmdir gætu þá hafist snemma á næsta ári.“ Ásmundur segir að heimsmeistaramót í handbolta hér á landi myndi skipta miklu máli fyrir íþróttalífið. „Viðburður sem getur haft mikil áhrif gjaldeyrislega séð. Heilt yfir er þetta gríðarlega jákvætt og það er hluti af þessu verkefni að fá nýja þjóðarhöll er að við ætlum í auknum mæli að styðja við íþróttahreyfinguna að sækja hingað stærri viðburði.“ Handbolti HSÍ Landslið karla í handbolta Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Yfirlýsing þess efnis var undirrituð af Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, í dag. Stjórnvöld leggja HSÍ til þrjár milljónir vegna umsóknarinnar um að halda HM. Forsenda þess að Ísland geti haldið stórmót eins og HM er að hér rísi ný þjóðarhöll en Laugardalshöllin er löngu orðin barns síns tíma og stenst ekki alþjóðlegar kröfur. „Á föstudaginn var afgreidd stuðningsyfirlýsing við HSÍ að sækja um HM annað hvort 2029 eða 2031 ásamt Danmörku og Noregi. Þetta er að mér skilst gríðarlega mikið ferli og nokkrir aðilar að kljást um að halda þetta mót. Það er formleg yfirlýsing um pólitískan stuðning við þetta mót og þar með að við verðum búin að tryggja að þjóðarhöll verði risin á þessum tíma.“ „Fylgir því pólitísk skuldbinding að forgangsraða því fjárhagslega á næstu árum. Við vinnum út frá því að ekki komi utanaðkomandi hnökrar í það og það undirstrikast enn og aftur þegar ríkisstjórn samþykkir þessa stuðningsyfirlýsingu.“ Ráðherra gerir ráð fyrir því að framkvæmdir á nýrri Þjóðarhöll hefjist snemma á næsta ári. „Ef allt gengur upp þá getum við séð fyrir okkur að forval fari af stað núna fyrir samkeppnisútboð og það sé gengið til samninga síðar á þessu ári við þessa aðila. Í framhaldinu þarf að hanna og klára bygginguna og sækja um framkvæmdaleyfi. Framkvæmdir gætu þá hafist snemma á næsta ári.“ Ásmundur segir að heimsmeistaramót í handbolta hér á landi myndi skipta miklu máli fyrir íþróttalífið. „Viðburður sem getur haft mikil áhrif gjaldeyrislega séð. Heilt yfir er þetta gríðarlega jákvætt og það er hluti af þessu verkefni að fá nýja þjóðarhöll er að við ætlum í auknum mæli að styðja við íþróttahreyfinguna að sækja hingað stærri viðburði.“
Handbolti HSÍ Landslið karla í handbolta Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira