Jafn margir og búa í Árborg sótt um vernd á síðustu tveimur árum Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2024 16:57 Guðrún taldi vert að taka reglur um fjölskyldusameiningar flóttafólks til endurskoðunar. Sigmundur Davíð talaði um að stjórnleysi ríkti í málefnum hælisleitenda. vísir/ívar/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra telur ástæðu til að taka reglur um fjölskyldusameiningar flóttafólks til endurskoðunar. „Árið 2012 fór umsóknarfjöldi þeirra er sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi í fyrsta sinn yfir 100 einstaklinga, eða samtals 118. Árið 2016, er síðustu útlendingalögin voru í vinnslu hér í þinginu, var einnig sett met þegar umsóknarfjöldinn fór í fyrsta sinn yfir 1.000 einstaklinga,“ sagði Guðrún í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu. Og Guðrún hélt áfram að rekja tölfræðiupplýsingar úr gögnum sínum: „Árið 2022 var síðan annað metár en þá fór umsóknarfjöldinn yfir 4.500. Á rúmum áratug hefur því umsóknarfjöldi um alþjóðlega vernd aukist um rúmlega 3.700%. Ef við tökum fjöldaflótta Úkraínu frá þá er þetta aukning upp á 2.000%. Á tveimur árum hafa því tæplega 9.000 manns sótt um vernd og til samanburðar þá búa um 9.000 manns í Árborg.“ Guðrún sagði, með vísan til fyrirspurnar Sigmundar Davíðs, að það væri rétt. Á Íslandi væru rýmri reglur í tengslum við fjölskyldusameiningar en í löndunum í kringum okkur. „Og ég tel ástæðu til að við tökum það til endurskoðunar,“ sagði dómsmálaráðherra. Sigmundur Davíð var ómyrkur í máli í fyrirspurn sinni, sagði liggja fyrir að hafi síðustu misseri tekið á móti mun fleiri hælisleitendum af palestínskum uppruna eða Palestínuaröbum heldur en hin Norðurlöndin. Hann spurði um öryggismál, sem einhverjum þætti ef til vill óviðeigandi að spyrja um. „En það væri mikil værukærð ef við slepptum því, ólíkt öllum öðrum löndum sem taka við fólki frá svæðum þar sem hryðjuverkamenn hafa ráðið ríkjum í hátt í tvo áratugi. Hvaða ráðstafanir munu íslensk stjórnvöld gera til að tryggja öryggi?“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fleiri fréttir Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Sjá meira
„Árið 2012 fór umsóknarfjöldi þeirra er sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi í fyrsta sinn yfir 100 einstaklinga, eða samtals 118. Árið 2016, er síðustu útlendingalögin voru í vinnslu hér í þinginu, var einnig sett met þegar umsóknarfjöldinn fór í fyrsta sinn yfir 1.000 einstaklinga,“ sagði Guðrún í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu. Og Guðrún hélt áfram að rekja tölfræðiupplýsingar úr gögnum sínum: „Árið 2022 var síðan annað metár en þá fór umsóknarfjöldinn yfir 4.500. Á rúmum áratug hefur því umsóknarfjöldi um alþjóðlega vernd aukist um rúmlega 3.700%. Ef við tökum fjöldaflótta Úkraínu frá þá er þetta aukning upp á 2.000%. Á tveimur árum hafa því tæplega 9.000 manns sótt um vernd og til samanburðar þá búa um 9.000 manns í Árborg.“ Guðrún sagði, með vísan til fyrirspurnar Sigmundar Davíðs, að það væri rétt. Á Íslandi væru rýmri reglur í tengslum við fjölskyldusameiningar en í löndunum í kringum okkur. „Og ég tel ástæðu til að við tökum það til endurskoðunar,“ sagði dómsmálaráðherra. Sigmundur Davíð var ómyrkur í máli í fyrirspurn sinni, sagði liggja fyrir að hafi síðustu misseri tekið á móti mun fleiri hælisleitendum af palestínskum uppruna eða Palestínuaröbum heldur en hin Norðurlöndin. Hann spurði um öryggismál, sem einhverjum þætti ef til vill óviðeigandi að spyrja um. „En það væri mikil værukærð ef við slepptum því, ólíkt öllum öðrum löndum sem taka við fólki frá svæðum þar sem hryðjuverkamenn hafa ráðið ríkjum í hátt í tvo áratugi. Hvaða ráðstafanir munu íslensk stjórnvöld gera til að tryggja öryggi?“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fleiri fréttir Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Sjá meira